Íslandsdvölin tók óvænta stefnu

Carlos var búinn að ferðast rúma 600 kílómetra þegar hjólið ...
Carlos var búinn að ferðast rúma 600 kílómetra þegar hjólið hans brotnaði. Ljósmynd/Carlos Sanchis Collado

Spánverjinn Carlos Sanchis Collado hefur frá því í byrjun september ferðast hringinn um landið í hjólastól sem er bæði handknúinn og rafmagnsknúinn.

Bróðir Carlos slóst í för með honum og var upprunalegt markmið bræðranna að hjóla hringinn um Ísland á þremur vikum. Þeir komust hins vegar í hann krappan í Skaftafelli í vikunni þar sem framhjól á stól Carlos brotnaði með þeim afleiðingum að stóllinn fór í tvennt.

Carlos varð fyrir mænuskaða þegar hann lenti í bílslysi 18 ára gamall og hefur notað hjólastól síðan í sínum daglegu athöfnum. Carlos hefur áhuga á ferðalögum og er mikill íþróttamaður. Hann sameinar þessi tvö áhugamál með því að ferðast um heiminn og blogga um það sem verður á vegi hans, meðal annars til þess að hvetja fólk með hreyfihömlun til að ferðast og njóta lífsins.

Bergur Þorri Benjamínsson, formaður Sjálfsbjargar, rakst á mynd af Carlos með brotna hjólið á samfélagsmiðlum og var fljótur að grípa til sinna ráða. „Sjálfsbjörg rekur hjálpartækjaleigu og sem formaður samtakanna fannst mér ekki annað koma til greina en að koma nýjum stól til hans,“ segir Bergur í samtali við mbl.is.

Carlos og bróðir hans komust því leiðar sinnar, en atvikið gerði það að verkum að þeim tókst ekki að fara allan hringveginn hjólandi líkt og lagt var upp með í upphafi.

Bergur Þorri Benjamínsson, formaður Sjálfsbjargar, færði Carlos nýjan stól frá ...
Bergur Þorri Benjamínsson, formaður Sjálfsbjargar, færði Carlos nýjan stól frá hjálpartækjaleigu Sjálfsbjargar. Ljósmynd/Bergur Þorri Benjamínsson

Hvalaskoðun, þyrluflug og norðurljós

Berg langaði að gera upplifun bræðranna af Íslandsheimsókninni sem besta, þrátt fyrir svekkelsið sem bræðurnir upplifðu við að ná ekki að klára sett markmið. „Hér er á ferðinni einstaklingur sem er búinn að takast hressilega á við íslenska náttúru. Náttúran vann, en ég vildi athuga hvort ferðaþjónustan á Íslandi væri ekki tilbúin að koma til móts við hann?“ segir Bergur.  

Hann leitaði til ferðaþjónustufyrirtækja á Facebook sem voru fljótir að bregðast við. Meðal fyrirtækja sem hafa boðið bræðrunum í heimsókn eru Aurora Reykjavík og Bláa lónið. „Þeir fóru í hvalaskoðun í morgun og eru á leiðinni í þyrluflug seinna í dag,“ bætir Bergur við.

Viðbrögðin hafa ekki látið á sér standa og er dagskrá bræðranna orðin ansi þétt fram að brottför, næstkomandi sunnudag. Bergur segir það mikið gleðiefni hversu vel íslensk ferðaþjónustufyrirtæki hafi tekið í beiðni hans um að lífga upp á Íslandsferð bræðranna.

Carlos á ferð sinni um Ísland.
Carlos á ferð sinni um Ísland. Ljósmynd/Carlos Sanchis Collado
mbl.is

Innlent »

Aðgerðastjórn virkjuð í fyrramálið

Í gær, 21:54 Aðgerðastjórn slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu, björgunarsveita og lögreglunnar verður virkjuð klukkan sex í fyrramálið vegna óveðursins sem þá er spáð. Meira »

Stórhættulegur framúrakstur

Í gær, 20:58 „Fólk er oft óþolinmótt að taka fram úr manni en þetta er langversta tilfellið sem ég hef séð,“ segir Guðmundur Kjartansson.  Meira »

Björgunarsveitir tilbúnar klukkan 6

Í gær, 20:30 Níu björgunarsveitir á höfuðborgarsvæðinu verða með hópa í húsi í viðbragðsstöðu klukkan 6 í fyrramálið vegna óveðursins sem hefur verið spáð. Meira »

Óskar eftir aðstoð vegna barnaníðinga

Í gær, 20:17 Evrópulögreglan (Europol) hefur beðið almenning um að skoða myndir sem eru á Facebook-síðu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Í tilkynningunni segir að hlutir eða staðir á myndunum geti leitt yfirvöld á sporið í málum er varðar alvarleg brot gagnvart börnum. Meira »

Ákærður fyrir brot gegn dætrum sínum

Í gær, 19:47 Héraðssaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur karlmanni sem er gefið að sök að hafa beitt dætur sínar grófu kynferðisofbeldi um margra ára skeið. Meira »

Sökkti sér ofan í súrkálsgerð

Í gær, 19:37 Súrkál er sælkeramatur að mati Dagnýjar Hermannsdóttur súrkálsgerðarkonu. Hún sendi nýverið frá sér uppskriftabókina Súrkál fyrir sælkera til að breiða súrkálsfagnaðarerindið út til Íslendinga. Meira »

„Það er voða góður andi í þessum kór“

Í gær, 18:30 Kvennakór Suðurnesja hóf 50 ára afmælishátíð föstudaginn 9. febrúar með opnun sögusýningar í Duus Safnahúsum. Þar er saga kórsins rakin í máli, myndum og munum. Meira »

Ásakanirnar komu Kára á óvart

Í gær, 19:00 Verjandi Kára Sturlusonar segir að umbjóðandi sinn muni leita réttar síns gagnvart bæði Sigur Rós og Hörpu vegna ólögmætra riftana á gerðum samningum og ærumissis ef máli hans verður vísað frá. Kári fékk greiddar 35 milljónir af miðasölutekjum fernra tónleika, sem Harpa reynir að sækja til baka. Meira »

„Fólk noti hyggjuvitið“ í fyrramálið

Í gær, 17:02 „Fólk verður að nota hyggjuvitið. Það verður snjór og blint í efri byggðum og talsverðar líkur á því að umferðin verði hæg og því færri sem eru á vegunum því betra,“ segir Elín Jóhannesdóttir, veðurfræðingur Veðurstofu Íslands, um veðrið í fyrramálið þegar flestir fara til vinnu. Meira »

Megi móðga erlenda þjóðhöfðingja

Í gær, 16:47 Fjórir þingmenn Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs hafa lagt fram lagafrumvarp þess efnis að ekki verði lengur refsivert samkvæmt almennum hegningarlögum að móðga þjóðhöfðingja erlendra ríkja. Meira »

„Vonandi bara að deyja út“

Í gær, 16:25 Dregið hefur verulega úr tíðni jarðskjálftanna í kringum Grímsey frá því sem var í gær og enginn skjálfti yfir þremur að stærð hefur mælst síðan klukkan þrjú í nótt. Meira »

Flugfarþegar fylgist vel með veðri

Í gær, 16:11 Icelandair reiknar ekki með því að grípa til þess ráðs að flýta brottförum frá Keflavíkurflugvelli í fyrramálið vegna vonskuveðurs, sem spáð er að muni ganga hratt yfir suðvesturhorn landsins í fyrramálið. Meira »

Berst gegn limlestingum á kynfærum kvenna

Í gær, 16:10 Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra skrifaði í dag undir endurnýjun á samningi við Mannfjöldasjóð Sameinuðu þjóðanna (UNFPA) um stuðning til fjögurra ára við verkefni sem hefur það að markmiði að útrýma limlestingu á kynfærum kvenna og stúlkna. Meira »

„Gott að fá þessa brýningu“

Í gær, 15:53 „Þetta er mjög gott fyrir okkur að fá þessa brýningu og ég veit það að utanríkisráðherra hefur tekið upp málefni Jemens á alþjóðavettvangi en það er mjög mikilvægt fyrir okkur að heyra frá ykkur,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra eftir að hafa tekið við áskorun frá Vinum Jemens í dag. Meira »

Kjartan og Áslaug sett út í kuldann

Í gær, 15:16 Hvorki Kjartani Magnússyni né Áslaugu Maríu Friðriksdóttur var boðið sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar, samkvæmt heimildum mbl.is. Þeim mun hafa verið hafnað af kjörnefnd. Meira »

Yngri börn fari ekki ein í skóla

Í gær, 15:54 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hvetur foreldra og forráðamenn til að fylgjast vel með veðri og tilkynningum í fyrramálið. Búið er að hækka viðvörunarstig fyrir höfuðborgarsvæðið upp í appelsínugult vegna morgundagsins og því hefur svokölluð tilkynning 1 verið virkjuð. Meira »

Varað við brennisteinsmengun

Í gær, 15:19 Lögreglan á Suðurlandi hvetur fólk í ferðaþjónustu, sem og einstaklinga í hálendisferðum, til þess að kynna sér mögulega hættu vegna íshellis í Blágnípujökli, suðvestur af Hofsjökli, sem verið hefur vinsæll á meðal ferðamanna á undanförnum vikum. Meira »

Umskurður drengja þegar refsiverður?

Í gær, 14:52 Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og hæstaréttarlögmaður, segir á Facebook-síðu sinni í dag að hann viti ekki til annars en að umskurður drengja sé þegar refsiverður hér á landi samkvæmt almennum hegningarlögum. Meira »
Eldtraustur skjalaskápur
Eldtraustur skjalaskápur / öryggisskápur frá Rosengrens með 4 útdraganlegum skúf...
SUMARHÚS- GESTAHÚS- BREYTINGAR
Sumarhús - Gestahús - Breytingar ? Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stær...
Dekk til sölu
2 stk 195x55x15 lítið slitin snjó eða heilsársdekk til sölu ...
Sendibílaþjónustan Skutla. Sími 867-1234
Tökum að okkur allrahanda sendibílaþjónustu á sanngjörnu verði. Sjá nánar á www....
 
Bækur til sölu
Til sölu
Bækur til sölu Menntamál 1.-42. árg. ...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og b...
Úthlutun
Tilkynningar
Auglýsing vegna úthlutunar byggð...
Uppboð
Tilkynningar
UPPBOÐ Boðnir verða up...