Byggðar verði tvær heilsugæslustöðvar á Akureyri

Heilsugæslustöðin á Akureyri er á fjórum hæðum þessa húss, Hafnarstrætis ...
Heilsugæslustöðin á Akureyri er á fjórum hæðum þessa húss, Hafnarstrætis 99-101. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Stefnt er að því að byggja tvær nýjar heilsugæslustöðvar á Akureyri í stað núverandi húsnæðis heilsugæslunnar í miðbænum. Talið er æskilegt að byggja einnar hæðar hús og verði hvor eining um sig 1500 fermetrar að stærð. Þetta er niðurstaða nýrrar skýrslu ráðgjafarfyrirtækisins Nolta ehf. sem kynnt var á ársfundi Heilbrigðisstofnunar Norðurlands í dag. 

Gengið er út frá að núverandi húsnæði heilsugæslunnar á Akureyri verði selt í aðdraganda þess að starfsemin flytjist í tvær nýjar stöðvar en þjónusta og starfsemi verði sambærileg á báðum stöðum.

Núverandi húsnæði óhentugt og aðgengi slæmt

Vinnuhópur skipaður starfsmönnum Heilbrigðisstofnunar Norðurlands vann að úttektinni með
ráðgjafarfyrirtækinu Nolta ehf. og var í greiningarvinnu á núverandi húsnæði kallað eftir áliti allra starfsmanna heilsugæslunnar á Akureyri, auk þess sem tæplega 1000 notendur þjónustu hennar tóku þátt í viðhorfskönnun. Meðal helstu athugasemda sem fram komu var að núverandi húsnæði sé á of mörgum hæðum og ekki hannað fyrir nútíma heilsusgæslustarfsemi, aðgengi sé verulega ábótavant, lyfta mjög slæm og illa nothæf fyrir t.d. einstaklinga í hjólastólum. Einnig er bent á skort á bílastæðum og að húsnæði skorti
fyrir ýmsa þjónustuþætti og aðstöðu fyrir starfsfólk.

Þrír valkostir voru sérstaklega skoðaðir, þ.e. að byggja tvær nýjar heilsugæslustöðvar, að byggja eina stóra heilsugæslustöð eða skipta starfseminni upp í þrjár stöðvar í bænum. Bygging tveggja stöðva í bænum þykir best þjóna starfseminni til næstu framtíðar.

Þjónustan færð nær notendunum

Jón Helgi Björnsson, forstjóri Heilbrigðistofnunar Norðurlands, segir skýrsluna mikilvægan áfanga í þróun heilsugæslunnar á Akureyri. 

„Með skýrslunni er mörkuð sú leið sem við viljum fara á komandi árum. Með þessu fyrirkomulagi getum við fært þjónustuna nær notendunum og bætt aðgengi þeirra á allan hátt. Við höfum verið að efla þjónustu heilsugæslunnar á Akureyri að undanförnu og núverandi húsnæði setur okkur verulegar skorður um frekari framþróun hennar. Þess vegna er knýjandi að fá úrbætur í húsnæðismálum heilsugæslunnar á Akureyri sem fyrst. Næsta skref er að tryggja fjármögnun til bygginganna en að hluta yrði verkefnið fjármagnað með sölu núverandi húsnæðis. Samhliða því munum við taka upp viðræður við Akureyrarbæ um hvaða valkostir eru bestir í staðsetningum fyrir tvær nýjar heilsugæslustöðvar í bænum,“ segir Jón Helgi Björnsson.

Mætir mannfjöldaþróun svæðisins

Heilsugæslan á Akureyri er nú til húsa á fjórum hæðum húss við göngugötuna, Hafnarstræti. Samtals er húsnæðið rétt tæplega 2000 fermetrar að stærð en auk þess er heimahjúkrun við Strandgötu, á 3. hæð í tæplega 200 fermetra rými.

Heilbrigðisþjónusta hefur verið til húsa í Hafnarstræti 99-101 frá árinu 1973 en þá byrjaði starfsemin með opnun læknastofa á 5. hæð. Á árinu 1985 voru sett ný lög sem skilgreindu þjónustu heimilislækna og aðra heilbrigðisþjónustu sem fyrstu heimsókn einstaklinga í heilbrigðiskerfinu og þannig varð heilsugæslan til. Því hefur þessi þjónustukjarni stækkað jafnt og þétt allt til dagsins í dag.

Íbúar á upptökusvæði heilsugæslunnar á Akureyri eru um 21 þúsund og samkvæmt spá um mannfjöldaþróun mun sá hópur verða 24.300 árið 2030. Í niðurstöðu skýrslunnar segir að tvær nýjar stöðvar muni mæta þessari þróun og sé þetta fyrirkomulag í takti við þá áherslu sem sé í nágrannalöndunum á minni heilsugæslustöðvar.

Inngangur í heilsugæslustöðina er einnig frá Gilsbakkavegi. Þaðan er gengið ...
Inngangur í heilsugæslustöðina er einnig frá Gilsbakkavegi. Þaðan er gengið inn á efstu hæðina, en lítið um bílastæði þeim megin hússins. mbl.is/Skapti Hallgrímsson
mbl.is

Innlent »

Búið af aflétta óvissustigi

10:52 Óvissustigi var aflýst í Ólafsfjarðarmúla klukkan átta í morgun og búið er að opna Siglufjarðarveg.   Meira »

Ákvörðun um framboð tekin fljótlega

10:28 Á Sósíalistaþingi í gær var rætt um mögulegt framboð flokksins til sveitastjórna í vor. Mikill fjöldi fundarmanna tók til máls á fundinum, segir í frétt á vef flokksins. Samþykkt var að boða fljótlega til félagsfundar þar sem ákvörðun yrði tekin um framboð til sveitastjórna. Meira »

Slær í 35-40 m/s í hviðum

09:24 Síðdegis í dag verður snjófjúk s.s. á Hellisheiði, Mosfellsheiði og Kjalarnesi. Undir Eyjafjöllum er spáð austanstormi frá klukkan 17 í dag og í hviðum fer vindhraðinn í allt að 35-40 m/s. Þar verður hvassast í kvöld. Í Öræfum við Sandfell skellur óveðrið á um klukkan 15, segir á vef Vegagerðarinnar. Meira »

49 greind með RS-veirusýkingu

09:00 Alls haf 49 verið greindir með RS-veirusýkingu á veirufræðideild Landspítalans á fyrstu tveimur vikum ársins. Í síðustu viku voru 29 greindir með RV en þar af voru 15 börn á fyrsta og öðru ári. Meira »

Fangageymslur fullar

08:44 Nóg hefur verið að gera hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og eru allar fangageymslur fullar eftir nóttina. Flestir eru vistaðir vegna ölvunar / annarlegs ástands. Meira »

Snjónum fagnað á skíðasvæðum

08:20 Börn og unglingar fá frítt í allar lyftur í Hlíðarfjalli í dag að tilefni þess að alþjóðaskíðasambandið stendur fyrir degi sem nefnist Snjór um víða veröld. Meira »

Mjög alvarlegt slys í nótt

06:48 Mjög alvarlegt umferðarslys varð á Arnarnesvegi við Reykjanesbraut í nótt, samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Meira »

Óveður á leiðinni

07:08 Spáð er staðbundnu óveðri síðdegis syðst á landinu og með ströndinni að Öræfajökli. Þarna er útlit fyrir austan storm eða jafnvel rok og ofankomu með köflum. Mun skárra veður annars staðar á landinu í dag. Hvessir með úrkomu víðar um land á morgun. Meira »

Spá staðbundnu óveðri

Í gær, 22:36 Spáð er staðbundnu óveðri eftir hádegi á morgun syðst á landinu og með ströndinni að Öræfajökli. Þarna er útlit fyrir austanstorm eða -rok og ofankomu með köflum. Mun skárra veður verður annars staðar á landinu. Meira »

Eins og rússnesk rúlletta

Í gær, 22:00 „Það er þyngra en tárum taki að baráttunni um betri vegasamgöngur frá Reykjanesbæ um Reykjanesbraut sé enn ekki lokið,“ segir Þórólfur Júlían Dagsson, stjórnarmaður Pírata á Suðurnesjum. Meira »

Ásgerður skipar fyrsta sætið

Í gær, 21:38 Alls greiddu 711 atkvæði í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins á Seltjarnarnesi fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor. Ásgerður Halldórsdóttir bæjarstjóri fékk flest atkvæði eða 534 atkvæði alls, en 463 í fyrsta sætið. Meira »

Fjórir létust úr listeríusýkingu

Í gær, 21:13 Óvenjumargir eða sjö einstaklingar greindust með listeríusýkingu á síðasta ári. Fjórir af þessum sjúklingum létust, þrír af þeim voru eldri einstaklingar með undirliggjandi sjúkdóma en einn var nýfætt barn. Sýkingarnar voru taldar innlendar í sex af þessum tilfellum. Meira »

Blær les Ísfólkið sem verða nú hljóðbækur

Í gær, 19:46 Leikkonan Þuríður Blær Jóhannsdóttir byrjaði í vikunni að lesa upp bækurnar um Ísfólkið en þær verða nú að hljóðbókum. „Ég er svo spennt. Þetta eru 47 bækur, þetta er rosa mikið og mikilvægt hlutverk." Meira »

Landspítalann aldrei jafnöflugur og nú

Í gær, 19:38 Forstjóri Landspítalans, Páll Matthíasson, segir að spítalinn hafi aldrei verið öflugri en nú og rangt sé að hann ætli að draga úr starfsemi líkt og fram hafi komið í fréttum. Meira »

Beinbrunasótt greind á Íslandi

Í gær, 18:54 Ungur maður kom í nóvember heim til Íslands eftir að hafa dvalist á Filippseyjum. Hann veiktist á heimleiðinni með hita, skjálfta, niðurgangi og almennum slappleika. Staðfest var með blóðprófi að um beinbrunasótt (Dengue) var að ræða en aðeins einu sinni áður hefur hún greinst hér á landi. Meira »

Mikið framboð af lækna­dópi „sláandi“

Í gær, 19:45 „Mér fannst slá­andi hversu mikið fram­boð er af fíkni­efn­um, sérstaklega af am­feta­míni, kókaíni og lækna­dópi og hversu auðvelt það er að kom­ast í þessa hópa ef maður hef­ur áhuga á því,“ seg­ir Inga Rut Helgadóttir sem skoðaði sölu fíkni­efna á sam­fé­lags­miðlum. Meira »

Tvöfaldur pottur næst

Í gær, 19:27 Fyrsti vinningur gekk ekki út að þessu sinni og verður lottópotturinn tvöfaldur í næstu viku. Einn miðaeigandi var með bónusvinninginn og hlýtur hann 656.100 kr., en miðinn var keyptur í N1, Hafnargötu 86 í Reykjanesbæ. Meira »

27 greindust með HIV í fyrra

Í gær, 18:44 Samtals greindust 27 einstaklingar með HIV-sýkingu á árinu 2017. Meðalaldur hinna sýktu er 35 ár (aldursbil 16‒59 ára). Af þeim sem greindust á árinu voru þrjár konur og 18 voru af erlendu bergi brotnir (67%). Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

STURTUKERRUR _ STURTUKERRUR
Sturtukerrur, rafdrifnar, fjarstýring, sturta aftur og til beggja hliða, hæð sk...
Útsala
Bókaútsala Mikið magn bóka á 500 kr. stk. Aðrar bækur með 25% afslætti Hjá Þorva...
Olíumálverk eftir Ásgrím Jónsson
Olíumálverk eftir Ásgrím Jónsson, málað í Húsafelli. Stærð ca. 70x63 cm. Uppl í ...
 
Hafnarvörður
Skrifstofustörf
????????????? ???????????? ??? ??????? ...
Skattadagurinn
Fundir - mannfagnaðir
SKATTADAGUR FLE Ráðstefna um skattam...
Aðalfundur isnic 2018
Fundir - mannfagnaðir
Aðalfundur ISNIC 2018 Aðalfundur Inter...
Háseti
Sjávarútvegur
Háseti Vísir hf óskar eftir að...