Bullum, gerum grín og stríðum hvert öðru

Gaman saman. Jogvan, Guðrún og Sigga hittust í hádeginu í ...
Gaman saman. Jogvan, Guðrún og Sigga hittust í hádeginu í gær til að rifja upp brandarana fyrir kvöldið í kvöld. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Vinskapurinn milli þeirra Siggu, Jogvans og Guðrúnar hefur vaxið með samstarfi þeirra í söng og þau hittast oft í hádeginu til að hlæja. Þau ætla að skemmta gestum sínum í kvöld í þrítugasta sinn, og hlæja mikið. Þau skemmta sér sjálf manna best á tónleikunum þar sem þau segja sögur og gera grín hvert að öðru.

Við höfum rosalega gaman af þessu sjálf, það skilar sér alltaf til tónleikagesta. Auk þess erum við ekki bara að syngja heldur göntumst við heilmikið á milli laga, bullum og gerum grín að okkur sjálfum og stríðum hvert öðru. Það er hlegið svo mikið að fólk fer nánast með hláturkrampa í maganum af tónleikunum. Ég held að þetta samspil tóna og tals sé það sem höfðar til fólks,“ segir Sigríður Beinteinsdóttir söngkona þegar hún er spurð að því hvað geri það að verkum að tónleikar þar sem þau þrjú, hún, Guðrún Gunnarsdóttir og Jogvan Hansen, koma fram saman ganga svo vel sem raun ber vitni, en þrítugustu tónleikar þeirra verða í kvöld í Salnum í Kópavogi.

„Okkur finnst auðvitað frábært hvað þetta hefur gengið vel, fólk kemur aftur og aftur til að hlusta á okkur syngja, en það kemur líka til að heyra okkur segja sögur af okkur sjálfum. Jogvan gerir heilmikið grín að okkur gömlu kellunum, því hann er náttúrlega miklu yngri en við Guðrún. Þetta fer út í allskonar vitleysu og stundum verður þetta hálfgerð revía.“

Lög sem þær Guðrún héldu upp á þegar þær voru stelpur

Sigga segir að engir tónleikar séu eins hjá þeim.

„Það eina sem við göngum út frá er að við ætlum að hafa gaman og að við ætlum að hlæja. Við höfum aðeins breytt dagskránni núna, skiptum nokkrum lögum út fyrir ný. Okkur fannst nauðsynlegt að breyta lagavalinu aðeins af því við erum búin að gera þetta svo oft, það gefur okkur nýtt líf að fá fersk lög inn. Einnig er það nauðsynlegt í ljósi þess að margir gestir eru að koma í þriðja eða fjórða sinn. Fólki finnst svo gott að fá að hlæja.“

Sigga segir að lögin á dagskránni séu lög sem hún og Guðrún héldu upp á þegar þær voru ungar stúlkur.

„Þetta eru allskonar íslensk gömul og góð lög, til dæmis lög með Elly Vilhjálms, og svo syngur Jogvan gömul lög sem fólk þekkir í flutningi Ragga Bjarna. Við erum líka með gömul lög eins og Kveiktu ljós, með blönduðum kvartett frá Siglufirði, en við Guðrún elskuðum báðar það lag í bernsku,“ segir Sigga og bætir við að þau syngi öll sóló á tónleikunum en líka saman, ýmist tvö, tvær eða þrjú. Þetta sé bland í poka hjá þeim.

Þau eru bara svo yndisleg

Sigga segir að gestir þeirra á tónleikunum, sem kannski mætti frekar kalla söngskemmtun, séu á öllum aldri, vissulega komi fólk sem þekkir þessi lög frá fyrri tíð, en líka yngra fólk, því þau þrjú séu að bulla um daginn og veginn og fólki á öllum aldri finnist það skemmtilegt. Auk þess hafi yngra fólk líka gaman af gömlum lögum.

Vinskapurinn milli þeirra þriggja, Siggu, Jogvans og Guðrúnar, hefur sannarlega vaxið með þessu samstarfi en þau hafa þekkst lengi í gegnum söng og tónlist.

„Við hittumst oft í hádeginu bara til að hlæja og hafa gaman. Við höfum líka farið nokkrum sinnum út á land með þetta prógramm og það eru yndislegar ferðir sem tengja okkur þrjú enn frekar saman sem manneskjur.

Við náum vel saman þetta þríeyki, við erum öll alltaf svo spennt þegar við erum að fara að halda þessa tónleika, okkur finnst þetta svo gaman. Það er alltaf gaman að syngja á tónleikum, en það er alveg extra skemmtilegt með þeim tveim, þau eru bara svo yndisleg bæði tvö, Guðrún og Jogvan.“

Við eigum samleið

Jogvan Hansen, Sigga Beinteins og Guðrún Gunnarsdóttir halda tónleika í kvöld, föstudaginn 22. sept., í Salnum í Kópavogi kl. 20. Söngdagskráin þeirra, Við eigum samleið, hefur gengið fyrir fullu húsi í á þriðja ár og nú hafa þau endurnýjað stærstan hluta dagskrárinnar og bætt við mörgum lögum sem ekki heyrast oft í lifandi flutningi, t.d lög eins og: Í Rökkurró, Fjórir kátir þrestir, Án þín, Enn birtist mér í draumi o.fl.

Ekki aðeins fá gestir að njóta þess að hlusta á þau syngja skemmtileg og falleg lög, heldur segja þau líka sögur sem tengjast lögunum sem og sögur úr eigin ranni.

Með þeim Jogvani, Guðrúnu og Siggu leikur hljómsveit undir stjórn Karls Olgeirssonar. Miðasala er á salurinn.is

Innlent »

Logi skilaði inn framboði

22:17 Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, hefur afhent framboð sitt til áframhaldandi formennsku í flokknum.  Meira »

„Ævintýri“ að sjá ís á veginum

22:02 Fljótandi ís olli ökumönnum vanda sem óku um þjóðveginn, rétt vestan við Jökulsárlón í dag.  Meira »

Seltjarnarnesbær má fjarlægja söluskála

21:58 Seltjarnarnesbæ er heimilt að fjarlægja fimmtíu fermetra söluskála sem stendur við íþróttamiðstöð bæjarins. Söluskálinn hefur um tíma staðið auður, en síðast hýsti hann verslunina Systrasamlagið, sem nú er til húsa á Óðinsgötu í Reykjavíku. Meira »

Selaveisla með samgöngunefnd?

21:45 „Núna finnst okkur boltinn vera hjá yfirvöldum,“ segir Eyþór Stefánsson en hann var einn þeirra sem skipulagði viðburð þar sem íbúar á Borgarfirði eystra steyptu þriggja metra langan vegakafla á mánudag. Heimafólk er langþreytt á aðgerðaleysi stjórnvalda og slæmum veg. Meira »

„Átti von á að það yrði kaldara“

21:30 Veðrið hefur gert mörgum lífið leitt í dag. Fjölmargir ferðamenn eru staddir á landinu og þeir létu rok og rigningu ekki stöðva sig í að skoða sig um í bænum. Mæðgurnar Patricia Schaeffer og Dana McDonald eru í heimsókn frá Boston og þær segja veðrið ekki hafa haft mikil áhrif á ferðalagið. Meira »

Fyrsti vinningur gekk ekki út

21:21 Fyrsti vinningur í Víkingalottóinu gekk ekki út í kvöld en í pottinum voru um 2,2 milljarðar króna.  Meira »

Öryggisverðinum sagt upp störfum

20:31 Starfsmanni Öryggismiðstöðvarinnar sem var hnepptur í gæsluvarðhald vegna innbrots í gagnaver Advania hefur verið sagt upp störfum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu. Þar segir að málið sé mikið áfall fyrir starfsfólk fyrirtækisins, enda sé traust eitt af lykilgildum þess. Meira »

690 dómar kveðnir upp í Hæstarétti

20:35 690 dómar voru kveðnir upp í Hæstarétti á árinu 2017. Er það nokkru minna en undanfarin ár, en þeir voru 762 í fyrra. Þetta kemur fram í ársskýrslu Hæstaréttar, sem kom út í dag. Ástæða fækkunarinnar er sú að dómurum við réttinn fækkaði um tvo í september í fyrra. Meira »

Reglur settar um álaveiðar

20:19 Ráðherra getur með reglugerð sett reglur um álaveiðar, m.a. um að banna eða takmarka álaveiðar um allt land eða á tilteknum svæðum ef það er talið nauðsynlegt að mati Hafrannsóknastofnunar. Þetta segir í frumvarpi til laga um breytingar á lögum um lax- og silungsveiði sem sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra lagði fram. Meira »

Norðurljós og rafiðnaður

20:04 Þrír nemar á fjórða og síðasta ári í raftækniskóla í Hollandi eru í fjórðu og síðustu vinnuvikunni hjá rafverktakafyrirtækinu Rafholti í Kópavogi í samvinnu við Raftækniskólann og fara héðan reynslunni ríkari um helgina. „Þetta hefur verið frábært í alla staði,“ segir Matteüs Abdalla, einn Hollendinganna. Meira »

Allt á floti á flugvellinum

19:45 Það var ekki fögur sjón sem blasti við starfsmönnum flugvallarþjónustunnar á Keflavíkurflugvelli í morgun. Ís og krapi stíflaði niðurföllin á flugbrautum alveg við Leifsstöð sem varð til þess að flugbrautin fylltist af vatni. Meira »

Öryggisvörður einn hinna handteknu

19:31 Alls hafa níu verið handteknir vegna rannsóknar á þremur innbrotum í gagnver í desember og janúar. Einn þeirra er starfsmaður Öryggismiðstöðvarinnar. Meira »

Fjölgun lána ÍLS á Norðurlandi vestra

19:22 Íbúðalánasjóður (ÍLS) veitti færri lán með veði í íbúðarhúsnæði alls staðar á landinu milli 2016 og 2017 nema á Norðurlandi vestra og í Vestmannaeyjum. Þetta kemur fram í svari samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra við fyrirspurn frá Unni Brá Konráðsdóttur um hlutfall lána með veði í íbúðarhúsnæði. Meira »

Boðar lækkun veiðigjalda

18:38 Lilja Rafney Magnúsdóttir, formaður atvinnuveganefndar, boðar endurskoðun veiðigjalda og segir undirbúning þess hafinn í sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu. Þetta kom fram á þingfundi í dag. Meira »

Stór áfangi að leiðrétta „rangláta dóma“

18:26 Lögmenn Al­berts Kla­hn Skafta­sonar, Kristjáns Viðars Júlí­us­sonar og Tryggva Rúnars Leifssonar eru allir ánægðir með kröfu setts saksóknara í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu um að þeir verði sýknaðir. Meira »

Hæfileikabúnt hjá Verslunarskólanum

18:40 Verslunarskóli Íslands sýnir söngleikinn Framleiðendurnir í Háskólabíói. Sýningin er metnaðarfull og öllu til tjaldað. Söngleikurinn fjallar um framleiðenda og endurskoðanda sem ákveða að setja upp versta söngleik í sögu Broadway. Meira »

Slökkviliðið sinnt um 40 verkefnum

18:27 Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hefur haft í nógu að snúast í dag. Alls hefur slökkviliðið sinnt um fjörutíu verkefnum í dag, en kalla þurfti út aukaliðsstyrk vegna anna. Meira »

Dæmdir fyrir 100 milljóna skattsvik

18:20 Héraðsdómur dæmdi í gær tvo karlmenn, Örn Björnsson og Kristján Ólason, í 14 og 15 mánaða fangelsi fyrir meiri háttar brot á skattalögum upp á samtals tæplega 100 milljónir króna. Brotin tengjast rekstri einkahlutafélagsins Endurbætur. Meira »
Dekk til sölu
2 stk 195x55x15 lítið slitin snjó eða heilsársdekk til sölu ...
Laust í feb-mars. Biskupstungur..
Sumarhús, - Gisting fyrir 5-6, leiksvæði og stutt að Geysi og Gullfossi. Velkomi...
UHD skjáir ( 4k )
Upplýsingar gefur Ólafur hjá Varmás ehf. sími 566 8144 ...
Egat Diva - Snyrti-Nuddbekkur,Rafmagns fyrir Snyrti,Fótaaðgerða,spa....
Egat Diva - Rafmagns snyrti-/nuddbekkur, Vatnshelt áklæði, svartir og beige ...
 
Skipulag
Tilkynningar
Rangárþing ytra Auglýsing um skipulags...
Uppboð
Tilkynningar
UPPBOÐ Boðnir verða up...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, for...
Útkeyrsla - lagermaður
Lager/útkeyrsla
Útkeyrsla/ Lagermaður óskast E...