Missti af því að byrja að drekka

mbl.is/Kristinn Magnússon

Marta Magnúsdóttir segir að í skátunum hætti enginn að leika sér. Þessi 23 ára gamli skátahöfðingi Íslands hefur ferðast víða um heim og er meira að segja pólfari. Hún er uppalin í Grundarfirði og unir sér illa í borgum. Hún segir að það besta við að vera í skátunum sé að maður fái að vera maður sjálfur.

Marta brennur fyrir skátastarfi en hún tók við sem skátahöfðingi Íslands í vor. „Markmiðið er alltaf að skapa betri heim, það er útgangspunkturinn. Fólk heldur stundum að við séum bara að gera einhverja hnúta en það er ekki rétt,“ segir Marta sem er á svipinn eins og hún sé alltaf brosandi, sem er eflaust afleiðing af allri jákvæðninni og kraftinum sem verður greinilegur í samtali við hana.

„Þú upplifir að þú tilheyrir stærri heild sem er um allan heim. Þegar þú hittir annan skáta veistu strax hvaða gildi hann hefur. Þið hittist á sameiginlegum grundvelli óháð menningarbakgrunni og trúarbrögðum. Fyrir mér er það eitt það flottasta í þessu. Uppruni, stjórnmálaskoðanir, trúarbrögð og fleira skiptir ekki máli, allir sameinast um sömu gildin,“ segir hún og bendir á að á heimsmóti skáta, sem fram fór hérlendis í sumar hafi þetta verið raungert. „Þarna eru allir saman og það gengur vel. Við fundum einhvern stað í miðjunni til að mætast á og það er skátaheitið,“ segir hún og útskýrir að í skátastarfi með börnum og ungmennum sé reynt að mæta öllum á þeirra forsendum.

Kynntist skátastarfi fimmtán ára

Það er auðvelt að ímynda sér að skátahöfðinginn hafi byrjað í skátunum barnung en svo var ekki. „Ég kynntist skátunum þegar ég var fimmtán ára, þá byrjaði skátastarf heima hjá mér í Grundarfirði,“ segir Marta, sem segist á þessum tíma hafa fundist margt skemmtilegt en ekki hafa verið með brennandi ástríðu fyrir neinu.

mbl.is/Kristinn Magnússon

„Það var skáti sem flutti til Grundarfjarðar og endurvakti skátafélagið eftir langan dvala. Hann var með stuttan kynningarfund á starfinu í skólanum og sagði að hann yrði með kynningarfund síðar á skátamóti sem yrði um sumarið. Mér fannst þetta hljóma spennandi en okkur í bekknum fannst þetta samt eitthvað púkalegt. Ímyndin sem ég hafði var neikvæð en mótið hljómaði of vel til að sleppa kynningunni þannig að við ákváðum nokkur að fara á kynninguna,“ segir Marta sem fór á fundinn, heillaðist, borgaði fljótlega staðfestingargjaldið fyrir mótið og eftir það varð ekki aftur snúið.

„Fyrst ætlaði ég að hætta strax eftir ferðina á mótið, ætlaði sko ekki að taka þátt í skátastarfi, það var of hallærislegt fyrir mig, ætlaði bara í þessa flottu ferð,“ segir Marta sem fór þá um sumarið á Evrópumótið sem haldið var hérlendis árið 2009.

„Ég mætti á mótið og þetta var það tjúllaðasta sem ég hafði gert á ævinni, ég elskaði hverja einustu mínútu. Þegar við komum heim, sendi skátaforinginn okkar í gamni tengil á skátamót í Kenía árið eftir og við skráðum okkur strax daginn eftir. Ég var bara heilluð af þessu og fannst þetta alveg geggjað,“ segir hún en við tók fjáröflun og skipulagning.
„Veturinn var undirlagður. Það var í okkar höndum að koma okkur þangað. Það voru íslenskir fararstjórar sem sáu um stóru praktísku málin en eftir stóðu persónulegu málin,“ segir Marta og útskýrir að hún hafi sjálf þurft að setja upp fjárhagsplan, fara í bólusetningar og skipuleggja fjáröflun. „Áður hafði ég verið í fjáröflun þar sem einhver annar sá um að segja mér hvar og hvenær ég ætti að mæta og hvað ég ætti að gera.“

mbl.is


Hún segir það hafa verið þroskandi að þurfa að kljást við þetta sjálf ásamt jafnöldrum en þau skipulögðu til dæmis bíósýningar í samvinnu við Sambíóin auk þess að taka að sér hin ýmsu verkefni og selja hitt og þetta.

„Þetta var heilmikið verkefni þennan veturinn en við fórum líka í útilegur og sóttum viðburði á landsvísu þar sem maður kynntist öðrum krökkum. Þetta voru helgarútilegur og líka vikulegir fundir,“ segir Marta en þetta var fyrsta vetur hennar í framhaldsskóla en hún gekk í Fjölbrautaskóla Snæfellinga í Grundarfirði.

Ekki hægt að hlaupa á eftir tískustraumum

Hún segir að margir á hennar aldri hafi á þessum tíma byrjað að drekka áfengi og en hún hafi verið með hugann við Keníaferðina en ekki partístand og fannst hún ekki getað tekið þátt í þessu. „Og enn þann dag í dag er ég ekki byrjuð að drekka. Ég var á þessum aldri oft spurð að því af hverju ég drykki ekki og ég svaraði bara að ég hefði eiginlega misst af því, ég var upptekin við annað. Það var ekki hægt að eyða krónu í eitthvert rugl og heldur ekki hægt að hlaupa á eftir tískustraumum. Ég var búin að ákveða að peningurinn færi í þessa ferð. Þó það kæmi nýr sími á markaðinn var ekkert hægt að eltast við það. Ég er ánægð með mig þegar ég hugsa um þetta núna, að ég hafi staðið með sjálfri mér og ákveðið að taka þátt í skátastarfinu af fullum krafti þó ég vissi það mætavel að mörgum þætti það hallærislegt enda fannst mér það sjálfri áður en ég kynntist starfinu,“ segir Marta sem hefur farið á hverju sumri síðan til útlanda með skátunum þannig að skátastarfið hefur leitt hana á margar spennandi slóðir innan- og utanlands.

„Það sem við erum að gera í dag og síðustu hundrað árin er það sem er í tísku í þjóðfélaginu, náungakærleikur, að vera trúr sjálfum sér, vera virkur í samfélaginu, vilja skapa betri heim, hugsa um náttúruna og náungann,“ segir hún að ógleymdri útivistinni.

„Við erum mikið í útivistinni og allskonar ferðum, í tjöldum eða skálum en það eru skátaskálar hér og þar um landið. Maður er oft í varnarstöðu gagnvart því að það sé litið niður á þetta starf. Þetta er svo mikið skotmark, það er orðið frekar þreytt en við höldum okkar striki og þeir sem vilja dæma án þess að vita um hvað þetta snýst, það er þeirra mál.“

Ítarlegt viðtal er við Mörtu Magnúsdóttur í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins um helgina.

Bloggað um fréttina

Innlent »

Tæplega 1800 skjálftar á sólarhring

Í gær, 19:47 Skjálftahrinan við Grímsey heldur ótrauð áfram og hafa tæplega 1800 jarðskjálftar mælst á svæðinu frá því á miðnætti. „Það er engin sérstök breyting greinanleg, þetta er á mjög svipuðu róli og undanfarið,“ segir Salóme Jórunn Bernharðsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Meira »

Vann 52 milljónir í lottóinu

Í gær, 19:26 Einn var með allar tölur réttar í lottóinu í kvöld og fær hann 52,3 milljónir króna í sinn hlut.  Meira »

Ískaldir ferðamenn elska Ísland

Í gær, 18:33 Á meðan landinn þráir sól og hita er bærinn fullur af ferðamönnum sem virðast ekki láta kulda, snjókomu, rigningu og rok stöðva sig í því að skoða okkar ástkæra land. Blaðamaður fór á stúfana til að forvitnast um hvað fólk væri að sækja hingað á þessum árstíma þegar allra veðra er von. Meira »

4 fluttir á slysadeild

Í gær, 18:24 Fjórir voru fluttir á bráðamóttökuna í Fossvogi eftir tvo þriggja bíla árekstra á höfuðborgarsvæðinu á sjötta tímanum.  Meira »

Harður árekstur í Kópavogi

Í gær, 17:28 Töluverðar tafir eru á umferð á Hafnarfjarðarveginum í suðurátt en harður árekstur varð undir Kópavogsbrúnni.   Meira »

Par í sjálfheldu á Esjunni

Í gær, 17:22 Björgunarsveitarmenn eru á leið upp Esjuna til þess að koma pari til aðstoðar sem er í sjálfheldu. Að sögn Davíðs Más Bjarnasonar, upplýsingafulltrúa Landsbjargar, eru þau vel búin og væsir ekki um þau. Meira »

Aðstæður eins og þær verða bestar

Í gær, 16:44 „Þetta er búinn að vera frábær dagur,“ segir Magnús Árnason, framkvæmdastjóri skíðasvæðanna í Bláfjöllum og Skálafelli. Aðstæður til skíðaiðkunar í nágrenni höfuðborgarsvæðisins hafa verið góðar í dag en það snjóaði töluvert í nótt. Meira »

Hálkublettir á höfuðborgarsvæðinu

Í gær, 17:16 Hálkublettir eru á höfuðborgarsvæðinu og á Reykjanesbraut en á Suðurlandi er hálka eða snjóþekja á vegum.  Meira »

Fjórmenningunum sleppt úr haldi

Í gær, 16:10 Fjórmenningarnir sem eru til rannsóknar vegna líkamsárásar og frelsissviptingar á Akureyri hefur öllum verið sleppt úr haldi. Gæsluvarðhaldsúrskurður yfir mönnunum rann út klukkan þrjú í dag en þremur þeirra var sleppt í gærkvöldi og einum í dag, samkvæmt upplýsingum frá Bergi Jónssyni, lögreglufulltrúa hjá lögreglunni á Norðurlandi. Meira »

Von á enn einum storminum

Í gær, 15:43 Von er á enn einum storminum á morgun þegar gengur í suðaustan hvassviðri eða storm seint á morgun á Suður- og Vesturlandi. Gul viðvörun er í gildi á öllu landinu. Meira »

Var með barnið á heilanum

Í gær, 15:10 Tæplega sextugur karlmaður situr í gæsluvarðhaldi grunaður um alvarleg kynferðisbrot gagnvart ungum pilti og að hafa haldið honum nauðugum í fleiri daga í síðasta mánuði. Pilturinn er átján ára gamall í dag en brotin hófust þegar hann var 15 ára. Meira »

Vigdís vill verða borgarstjóri

Í gær, 14:42 Vigdís Hauksdóttir, oddviti Miðflokksins í Reykjavík, segist stefna að því að flokkurinn nái 4-6 borgarfulltrúum í komandi sveitarstjórnarkosningum. Þá fari hún fram sem borgarstjóraefni flokksins og vilji verða borgarstjóri Reykjavíkur. Meira »

Kvennaathvarfið ætlar að reisa 16 íbúðir

Í gær, 14:12 „Þetta endurspeglar það sem ég hef haft áhuga á,“ segir Eygló Harðardóttir, fyrrverandi ráðherra. Hún hefur verið ráðinn sem verkefnisstjóri hjá Kvennaathvarfinu þar sem hún mun vera í forystu í húsnæðissjálfseignastofnun sem Kvennaathvarfið hefur stofnað vegna áætlana um að byggja 16 íbúðir. Meira »

„Þetta er góður og rólegur strákur“

Í gær, 12:42 „Mér skilst að bílstjórinn hafi verið miður sín og að þetta hafi komið á óvart. Þetta er góður og rólegur strákur,“ segir Guðmundur Heiðar Helguson, upplýsingafulltrúi Strætó. Strætóbílstjóri var handtekinn síðdegis í gær fyrir að hafa ráðist á pilt. Meira »

Bestu fréttirnar í langan tíma

Í gær, 11:38 Fjölskylda Sunnu Elviru Þorkelsdóttur á ekki von á neinum viðbrögðum frá Spáni um helgina en greint var frá því í Morgunblaðinu í dag að einungis ætti eftir að ganga frá formsatriðum varðandi það að íslenska lögreglan taki yfir mál Sunnu og hún verði laus úr farbanni. Meira »

Vilja kostnaðartölur upp á borðið

Í gær, 13:43 Oddný Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, og Lilja Alfreðsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins og mennta- og menningarmálaráðherra, segja báðar að gögn um greiðslur til þingmanna og kostnað sem greiddur væri af ríkinu fyrir störf þeirra ættu að vera upp á borðinu. Meira »

Gáfu út ákæru sem þeir máttu ekki gera

Í gær, 12:08 Landsréttur vísaði í gær frá máli sem lögreglustjórinn á Norðurlandi vestra hafði ranglega ákært í fyrir tveimur árum. Hafði maður verið ákærður fyrir að aka án skráningarmerkja og á ótryggðri bifreið og í kjölfarið haft í hótunum við lögregluna. Meira »

Fundu ástina í Costco og barn á leiðinni

Í gær, 11:00 Einhverjir vilja meina að áhrif Costco á íslenska smásöluverslun séu veruleg. Aðrir telja áhrifin ofmetin. Á þessu eru skiptar skoðanir og eflaust túlkunaratriði hvort er rétt. Það er hins vegar óhætt að fullyrða að áhrif Costco á líf Þóreyjar og Ómars hafi verið ansi dramatísk. Meira »
Laust í feb-mars. Biskupstungur..
Sumarhús, - Gisting fyrir 5-6, leiksvæði og stutt að Geysi og Gullfossi. Velkomi...
SUMARHÚS- GESTAHÚS- BREYTINGAR
Sumarhús - Gestahús - Breytingar ? Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stær...
NOTAÐ&NÝTT
NOTAÐ&NÝTT er ný verslun á Skemmuvegi 6 á bak við Byko. Mikið úrval af fallegum ...
Sumarhús til sölu...
Fallegt sumarhús í Biskupstungum til sölu. 55 fm á einni hæð, viðhaldslaus klæ...
 
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Félag sjálfstæðismanna Smáíbúða-...
Mat á umhverfisáhrifum
Tilkynningar
Mat á umhverfisáhrifum Athu...
Félagslíf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa frá kl 9, ...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, for...