Kom hingað til að lifa af

Majid Zarei kom hingað til lands í mars 2016. Hann ...
Majid Zarei kom hingað til lands í mars 2016. Hann er 26 ára gamall flóttamaður frá Íran. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Majid Zarei vissi ekki að hann væri á Íslandi fyrr en hann sótti um alþjóðlega vernd hér á landi hjá lögreglunni á Keflavíkurflugvelli. Majid var handtekinn á flugvellinum og eyddi tveimur vikum í Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg. Ástæðan fyrir því að Majid flúði eru pólitískar og fékk hæli á þeim grundvelli á Íslandi.

mbl.is/Kristinn Garðasson

Í höndum smyglara að ákveða áfangastaðinn

Að sögn Majid var hringt í hann einn daginn og hann varaður við því að koma heim til sín þar sem leyniþjónustan biði hans þar. Síðan þá hefur hann verið flóttamaður. Hann fór með aðstoð smyglara til Tyrklands og í desember 2015 hófst flóttinn þaðan með aðstoð smyglara. „Það var í þeirra höndum að ákveða hvert ég færi,“ segir Majid.

Með því að kaupa þjónustu smyglara var Majid algjörlega upp á þá kominn. „Mér var komið fyrir í flutningalestum, gámum flutningabíla og svo mætti lengi telja frá Tyrklandi og alla leið hingað,“ segir Majid og segist ekki geta sagt hvert ferðalagið leiddi hann. Því hann viti það ekki.

Majid leitaði til smyglara strax í Íran og þeir komu honum til Tyrklands. Þaðan var farið með bát yfir til Evrópu en Majid, líkt og svo margir aðrir flóttamenn, lenti ítrekað í sjávarháska.

Tilraunirnar við að komast yfir hafið voru nokkrar þangað til hann kom annaðhvort til Ítalíu eða Grikklands. „Ég var falinn í vélarrými fiskibáts og sá ekki neitt,“ segir hann. Þaðan var farið með Majid í flutningabíl, svo lest en á þessari leið var hann falinn í gámi þannig að ekki er mögulegt fyrir hann að upplýsa um leiðina þegar blaðamaður spyr hann.

Majid dvaldi nokkrar vikur í húsi einhvers staðar í Evrópu þar sem dregið var fyrir alla glugga og þaðan fór hann á flugvöll þaðan sem hann flaug til Íslands. Á flugvellinum fylgdi hann tilmælum eins smyglarans sem sýndi honum með látbragði hvernig hann ætti að komast hingað. Við komuna til landsins framvísaði hann fölsuðu vegabréfi og farmiðanum.

Hegningarhúsið við Skólavörðustíg var fyrsti dvalarstaður Majid á Íslandi en ...
Hegningarhúsið við Skólavörðustíg var fyrsti dvalarstaður Majid á Íslandi en hann var dæmdur í fangelsi fyrir að framvísa fölsuðum skilríkjum við komuna til Íslands. mbl.is/Golli

Spurður hvers vegna hann hafi verið dæmdur í fangelsi segir hann ástæðuna vera þá að hann var með fölsuð skilríki og í raun hafi hann átt að sitja í fangelsi í einn mánuð en refsingin var stytt í tvær vikur.

Eftir að Majid var látinn laus var hann fluttur í Bæjarhraun í Hafnarfirði þar sem hælisskráningar fara fram. Eftir viðtal var hann fluttur í Arnarholt á Kjalarnesi þar sem hann dvaldi tímabundið á vegum Útlendingastofnunar.

Eignaðist fjölskyldu á Íslandi

Í apríl var umsókn hans um vernd hér á landi samþykkt og í kjölfarið fékk hann húsnæði til að búa í með aðstoð góðra vina sem hann kynntist fljótlega eftir komuna hingað.

„Ég vissi ekki neitt um Ísland og  þekkti ekki nokkra sálu hér áður ég kom hingað. Ég hef kynnst hér frábæru fólki sem eru vinir mínir og fjölskylda,“ segir Majid. Þeir hafi veitt honum ómetanlegan stuðning við að koma sér fyrir í nýju landi.

„Ég var að flýja aðstæður sem þessar í heimalandinu, það er fangelsi og svo er ég settur beint í fangelsi hér,“ segir Majid og brosir.

„Allan tímann var ég viss um að þeir myndu senda mig aftur til Íran og ég er þakklátur fyrir að það var ekki gert. Því ég er í alvarlegri hættu heima fyrir einkum vegna trúar minnar. Ég vil hins vegar ekki tjá mig opinberlega um það sem gerðist nákvæmlega það er einfaldlega ekki óhætt,“ segir Majid.

Majid segir blaðamanni frá því að í Íran hafi hann búið við allsnægtir þar sem hann kemur úr góðri og vel efnaðri fjölskyldu. Hann lauk námi í byggingarverkfræði frá Apadana-háskólanum í Shiraz og býr fjölskylda hann öll enn þar fyrir fyrir utan systur hans sem einnig varð að flýja land af pólitískum ástæðum.

Fjölskyldan varð fyrir mikilli áreitni af hálfu yfirvalda vegna Majid fyrst eftir að hann lét sig hverfa en hann heldur að það hafi batnað.

„Að minnsta kosti segja þau það en kannski segja þau það bara til þess að róa mig og láta mér liða betur,“ segir Majid. Hann er í samskiptum við fjölskylduna í gegnum síma og netið en það fer leynt því mikið eftirlit er með netinu í Íran.

Mjög hefur verið rætt um fjölgun umsókna um alþjóðlega vernd á Íslandi undanfarin ár en að sögn Majid voru ekki margir í svipaðri stöðu og hann þegar hann sótti um hæli hér á landi þar sem flestir þeirra hafi verið frá ríkjum sem skilgreind eru sem örugg af íslenskum stjórnvöldum, svo sem Albaníu og Makedóníu. Umsóknarferlið hafi tekið stuttan tíma og segist hann ekki hafa yfir neinu að kvarta í sínu tilviki en hann fékk alþjóðlega vernd hér um miðjan apríl 2016.

Klerkastjórn er við völd í Íran og er Hassan Rouhani ...
Klerkastjórn er við völd í Íran og er Hassan Rouhani forseti landsins. AFP

Meðal þeirra sem hafa veitt Majid aðstoð er kona sem er eins og móðir fyrir honum. „Hún hjálpaði mér að komast til læknis en ég er nýrnaveikur. Eins að finna húsnæði og í rauninni allt. Fyrst fékk ég vinnu á veitingastað og sem næturvörður í verslun. Núna starfa ég sem tæknifræðingur hjá Eykt þar sem Páll Daníel Sigurðsson framkvæmdastjóri hefur veitt mér mikinn stuðning og eins eigandi Eyktar, Pétur Guðmundsson.

Páll hefur hvatt mig til þess að læra íslensku og að leggja hart að mér í vinnunni og ég hef reynt mitt besta. Ég er byrjaður í íslensku í háskólanum og vonast til þess að það skili sér í starfi mínu hjá Eykt og í framtíðinni varðandi frekari menntun í byggingarverkfræði,“ segir Majid.

Majid hóf íslenskunám hjá Dósaverksmiðjunni (The Tin Can Factory) í Borgartúni fljótlega eftir komuna hingað en nafnið er dregið af verksmiðju Ora sem þar var eitt sinn til húsa. Hann segir að hann hafi lært margt þar og geti bjargað sér á íslensku en stundum verði hann pínu ringlaður og blandi saman íslensku og ensku. Svari kannski spurningum á blendingi úr tungumálunum tveimur og enginn skilur neitt, segir Majid og hlær.

Spurður út í framhaldið og hvort hann ætli sér að setjast að á Íslandi er því auðsvarað: „Þetta er heimili mitt núna. Ég á fjölskyldu hér og hér vil ég vera.

Ég átti aldrei von á því að yfirgefa Íran og þar átti ég gott líf. Fjölskylda mín hefur það mjög gott og hefur töluverð áhrif í Shiraz. Þegar ég kom hingað byrjaði ég upp á nýtt – líf mitt fór á byrjunarreit og eiginlega neðar því ég var allslaus í orðsins fyllstu merkingu. Fólkið sem hjálpaði mér er fjölskylda mín í dag en ég kynntist þeim í gegnum húsnæðisauglýsingu. Ég deili öllu með þeim og ég treysti þeim fyrir lífi mínu,“ segir Majid.

Fangelsið var erfiðast

Þegar Majid er spurður út í hvað hafi reynst honum erfiðast er fljótur til svars: „Fangelsið. En einnig mikill menningarmunur. Eins er vont að upplifa vantraust í minn garð hjá sumum vegna þess að ég er frá Mið-Austurlöndum. Sumir halda að allir karlmenn frá Mið-Austurlöndum séu hryðjuverkamenn, ómenntaðir og svikahrappar sem ætli að ræna þá lífsgæðunum. Þessu er alls ekki þannig farið. Ég bjó við lífsgæði í Íran en það sem ég bjó ekki við var öryggi. Það geri ég hér og bý við vissu um að ég verði ekki tekinn af lífi fyrir skoðanir mínar,“ segir hann.

Majid er einn þeirra fjölmörgu sem hafa flúið yfir Miðjarðarhafið ...
Majid er einn þeirra fjölmörgu sem hafa flúið yfir Miðjarðarhafið með aðstoð smyglara. Hann átti engra annrra úrkosta völ ef hann ætlaði að lifa sem frjáls maður. AFP

Hann sagðist hafa reynt í fyrstu að útskýra fyrir fólki að Íran er menningarríki og að siðmenningin eigi í raun upptök sín á þessu svæði en svo gafst hann upp. „Þið sem viljið ekki hlusta gerið það fyrir mig að sjá hvernig ég er og kynnast mér. Dæmið mig og aðra flóttamenn ekki fyrir fram heldur sjáið hvernig við erum og kynnist. Þið getið myndað ykkur skoðun eftir það,“ segir Majid en hann er einn þeirra sem tóku þátt í gerð myndskeiðs á vegum Amnesty International á Íslandi Vel­kom­in – Horf­umst í augu í tengsl­um við her­ferð sam­tak­anna í þágu flótta­fólks. 

„Ég á eldri foreldra og varð að skilja þau eftir án þess einu sinni að kveðja. Ég kom ekki hingað til þess að vinna eða stela frá einhverjum. Ég kom hingað til þess að lifa af. Það er ósanngjarnt að þurfa sífellt að svara slíkum fullyrðingum. Fólk sem vill ekki fá útlendinga hingað á alveg rétt á því að vera með skoðanir sínar en það á ekki rétt á að dæma aðra án þess að vita nokkuð um viðkomandi. Að dæma fólk fyrir fram. Það er líka óþarfi að segja rasistabrandara því þeir eru einfaldlega ekki fyndnir,“ segir Majid.

Majid Zarei er menntaður byggingarverkfræðingur og starfar sem tæknifræðingur hjá ...
Majid Zarei er menntaður byggingarverkfræðingur og starfar sem tæknifræðingur hjá Eykt. Hann er ánægður í vinnunni og segir yfirmenn sína og vinnufélaga hafa reynst sér frábærlega. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hann tekur fram að miklu fleiri Íslendingar eru jákvæðir í garð flóttafólks en neikvæðir og nefnir þar fólkið sem hann hefur kynnst hér og á sem vini. „Ef mér líður illa eða eitthvað annað bjátar á þá er það reiðubúið að veita aðstoð. Mig langaði ekki til þess að fara frá Íran og skilja allt eftir sem var mér kærast – fjölskylduna. En lífsviljinn er meiri og ég fór og á núna heima á Íslandi þar sem ég get verið öruggur. Fyrir það er ég þakklátur,“ segir Majid.

mbl.is/Kristinn Garðasson
mbl.is/Kristinn Garðarsson
mbl.is/Kristinn Garðarsson
mbl.is/Kristinn Garðarsson
mbl.is

Innlent »

Nafn Rúriks misnotað

05:36 Rúrik Gíslason, landsliðsmaður í knattspyrnu, sendi frá sér yfirlýsingu í gærkvöldi þar sem fram kemur að stofnaðir hafi verið falskir samfélagsmiðlareikningar í hans nafni. Um er að ræða reikninga á Snapchat og Tinder. Meira »

Þingið kemur saman

05:30 Alþingi kemur saman í dag í fyrsta skipti á nýju ári. Stjórnmálaflokkarnir sammæltust um helgina um að hefja þingstörf á almennum leiðtogaumræðum um stöðu stjórnmálanna. Meira »

Vilja reisa verksmiðju

05:30 Áform eru uppi um að reisa steinullarveksmiðju vestan við Eyrarbakka, sem gæti skapað allt að 50 ný tæknistörf. Sveitarfélagið Árborg hefur veitt vilyrði fyrir lóð undir verksmiðjuna. Meira »

Telur komugjöld vera besta kostinn

05:30 Fyrir vöxt og framgang ferðþjónustunnar á Íslandi er há tíðni flugferða lykilatriði.   Meira »

Blindflugsbúnaði í október

05:30 Vonir standa til að svokallaður blindflugsbúnaður (ILS) verði til taks á Akureyrarflugvelli í byrjun október, en búnaðurinn er liður í því að skipa flugvellinum stærri sess í millilandaflugi á Íslandi. Meira »

Óvenjumörg banaslys í upphafi árs

05:30 Það sem af er ári hafa þrír látist í banaslysum í umferðinni, en það eru jafnmargir og samanlagður fjöldi banaslysa í janúar síðustu fimm ár. Í öllum tilvikum á þessu ári hafa ökumennirnir verið ungir karlmenn. Meira »

Úrslit í formannskjöri í dag

05:30 Úrslit í formannskjöri Félags grunnskólakennara verða kunngerð í dag klukkan 14, en rafræn kosning hefur staðið yfir á vef félagsins síðan 18 janúar sl. Meira »

Dregur til tíðinda hjá flugfreyjum

05:30 Flugfreyjufélag Íslands mun boða stjórn og trúnaðarráð félagsins til fundar í vikunni.   Meira »

Landsfundur haldinn í mars

05:30 Miðstjórn Sjálfstæðisflokksins hefur ákveðið að landsfundur flokksins verði helgina 16.-18. mars nk. í Laugardalshöll.  Meira »

Jörð skelfur í Grindavík

Í gær, 21:55 Jarðskjálfti af stærð 3,5 mældist um kílómetra norðaustur af Grindavík á tíunda tímanum í kvöld. Hulda Rós Helgadóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni, segir skjálftann hafa fundist vel í bænum og fjölmargar tilkynningar hafi borist Veðurstofunni. Meira »

Íslendingur í annað sinn

Í gær, 21:48 Í lok árs veitti Alþingi 76 einstaklingum ríkisborgararétt. Hinir nýju Íslendingar koma hvaðanæva úr heiminum, til að mynda frá Líbíu, Sýrlandi og Austurríki. Uppruni eins hinna nýju ríkisborgara er þó óvenjulegri en flestra annarra. Það er María Kjarval, en hún er fædd á Íslandi árið 1952. Meira »

8-10 vikna bið eftir dagvistun

Í gær, 21:41 Biðtími eftir dagvistunarplássi fyrir yngstu börn í Hafnarfirði er á bilinu 8-10 vikur samkvæmt þeim biðlista sem eru upplýsingar um hjá daggæslufulltrúa Hafnarfjarðar. Þetta segir Einar Bárðarson, samskiptastjóri Hafnarfjarðar. Meira »

Páskaegg í búðir 10 vikum fyrir páska

Í gær, 21:17 Þrátt fyrir að enn séu um 10 vikur í páska eru páskaegg komin í sölu, alla vega í einni verslun Hagkaupa. Þegar ljósmyndara mbl.is bar að garði í verslun fyrirtækisins í Skeifunni var búið að koma upp einni appelsínugulri körfu þar sem hægt var að finna lítil páskaegg í stærð tvö. Meira »

United Silicon ljúki öllum úrbótum

Í gær, 19:44 United Silicon fær ekki heimild til að hefja framleiðslu á ný fyrr en lokið hefur verið við nær allar þær úrbætur sem tilteknar eru í mati norska ráðgjafafyrirtækisins Multiconsult sem rannsakað hefur tækjabúnað fyrirtækisins. Þetta kemur fram í úrskurði Umhverfisstofnunar sem tilkynnt var um í dag. Meira »

Sindri Freysson fær Ljóðstaf Jóns úr Vör

Í gær, 18:44 Sindri Freysson fékk í dag afhentan Ljóðstaf Jóns úr Vör fyrir ljóðið Kínversk stúlka les uppi á jökli. Þetta er í sautjánda sinn sem Lista- og menningarráð Kópavogs afhendir Ljóðstaf Jóns úr Vör. Meira »

Kastaðist út úr bílnum

Í gær, 20:44 Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út fyrr í kvöld eftir að bíll valt út af veginum um Lyngdalsheiði. Einn farþeganna kastaðist úr bílnum og var hann fluttur með þyrlunni á bráðamóttökuna í Fossvogi. Maðurinn er þó ekki talinn í lífshættu. Meira »

Mikil spenna og smá stress á Sundance

Í gær, 18:45 „Þetta er stórt skref og mikill heiður,“ segir Ísold Uggadóttir. Fyrsta kvikmynd hennar í fullri lengd, Andið eðlilega, keppir til aðalverðlauna á Sundance-kvikmyndahátíðinni í Park City í Bandaríkjunum á morgun. Meira »

Reynslusögur af daggæslu

Í gær, 18:38 Bið eftir leikskólaplássi er vandamál sem margir foreldrar kannast við þegar fæðingarorlofinu sleppir. Á dögunum var stofnaður á Facebook-umræðuhópur fyrir foreldra í þessari stöðu, og á örfáum dögum eru meðlimir komnir yfir þúsund. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Harðviður til húsbygginga
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...
ORNIKA - TREGGING frá YEST
Þær eru komnar aftur, vinsælu ORNIKA treggingsbuxurnar frá YEST Vertu þú sjál...
 
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristni- boðssalnum. R...
Endurskoðun aðalskipulags
Tilkynningar
Endurskoðun aðalskipulags Akraness Alm...
Byggðakvóti
Tilkynningar
Auglýsing vegna úthlutunar byggða...
Lausafjáruppboð
Nauðungarsala
Lausafjáruppboð Einnig birt á www.naud...