Listræn ljósmóðir sem málar og skrifar

Inga María Hlíðar Thorsteinson hjúkrunarfræðingur og verðandi ljósmóðir stendur vaktina ...
Inga María Hlíðar Thorsteinson hjúkrunarfræðingur og verðandi ljósmóðir stendur vaktina á Landspítalanum milli þess sem hún málar. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Nei alls ekki, þetta er bara áhugamál,“ segir Inga María Hlíðar Thorsteinson hjúkrunarfræðingur spurð um myndlist sína en hún hefur málað og haldið myndlistarsýningu þrátt fyrir að hafa í nægu að snúast bæði í námi og starfi sem hjúkrunarfræðingur og nú verðandi ljósmóðir.

„Þegar ég var lítil sótti ég eitt sumarið frístundanámskeið í myndlist og ég valdi alltaf myndlist í vali í skóla ef ég gat en það var aldrei neitt meira en það hjá mér. Áhuginn að mála vaknaði í raun ekki fyrr en ég var komin í hjúkrunarfræðinám og þá kannski fyrst og fremst til að hjálpa mér í gegnum prófin eða svona til að byrja með,“ segir hún en hjúkrunarfræði, líkt og allt nám í heilbrigðisvísindum, er mjög krefjandi og getur tekið bæði á líkama og sál.

„Þegar ég var alveg að gefast upp á svokölluðum numerus clausus í upphafi námsins lofaði ég sjálfri mér að ég myndi mála mynd að yfirstaðinni próftörn. Eitthvað sem ég gæti þá gefið mér tíma í og gert fyrir sjálfa mig.“

Í kjölfarið segir Inga María að hún hafi sett upp auðan striga sem varð henni hvatning, eins konar gulrót, sem kom henni í gegnum próftörnina.

„Þetta komst svo upp í hefð hjá mér að mála mynd í hvert skipti sem ég kláraði önn í náminu,“ segir hún og tekur það jafnframt fram að þetta hafi verið í fyrsta sinn sem hún hafi tekið sig til og málað, en af myndunum hennar að dæma mætti ætla að hún hafi málað myndir alla sína ævi.

Inga María seldi málverk til að fjármagna Kambódíuferð.
Inga María seldi málverk til að fjármagna Kambódíuferð.


Inga María er hógvær og segist ekki hafa mikla teiknihæfileika heldur skapi hún það sem er á striganum eftir ljósmyndum annarra.

„Ég get ekki sagt að ég hafi hugmyndaflugið eða hæfileikann til að mála hvað sem kemur upp í kollinn á mér. Þetta eru myndir sem ég mála eftir ljósmyndum og reyni því bara að herma eftir því sem ég sé á ljósmyndinni,“ segir Inga María en hún hélt fyrir tveimur árum myndlistarsýningu til styrktar mannúðarmálum.

„Mér finnst óþægilegt að vera að selja verkin mín því ég er ekki alveg með höfundarréttinn á hreinu. Þetta er málað eftir ljósmyndum annarra en þar sem verkin voru seld til góðgerðarstarfs lét ég verða af því að halda sýningu.“

Verkin hennar seldust mjög vel og safnaði hún nokkur hundruð þúsund krónum til að kosta ferð sína sem hún fór í ásamt vinkonum sínum í náminu til Kambódíu þar sem þær sinntu hjálparstarfi.

„Það var mjög áhugaverð lífsreynsla og við fengum að kynnast allt öðrum menningarheimi. Ég hefði kannski viljað geta gert meira gagn úti en þetta var góður skóli í því hvernig koma skal að ólíkum aðstæðum og gera gagn.“

Vissi snemma hvað hún vildi

Íslenska náttúran er eitt af viðfangsefnum Ingu Maríu.
Íslenska náttúran er eitt af viðfangsefnum Ingu Maríu.


Inga María hefur alltaf vitað hvað hún vildi gera í lífinu og að loknu hjúkrunarfræðinámi árið 2016 sótti hún strax um að komast inn í ljósmæðranámið en aðeins 10 nemar eru teknir inn í námið á hverju ári.

„Ætli það sé ekki reynsla mín í gegnum lífið sem hefur leitt mig á þessa braut. Foreldrar mínir misstu tvíbura þegar móðir mín var mjög langt gengin og síðan var ég óvart viðstödd fæðingu bróður míns, sem er tólf ára í dag. Þá vissi ég nákvæmlega hvað ég ætlaði að verða,“ segir hún og bætir því við að fæðing sé oftast ein mesta gleðistund í lífi fólks. „Þetta getur líka verið mjög erfitt og ég vil vera til staðar fyrir konur og eftir atvikum maka þeirra á þessum tímapunkti í lífinu.“

Ljósmóðir er að hennar sögn oftast fyrsta snerting barnshafandi kvenna við heilbrigðiskerfið en ljósmæður sinna konum á meðgöngu, í fæðingu og allt að tveimur vikum eftir fæðingu.

„Þá er alltaf ljósmóðir viðstödd fæðingu en síðan er eftir atvikum læknir viðstaddur ef eitthvað óvænt kemur upp á eða talin þörf á.“

Það sem skiptir Ingu Maríu mestu máli er að vera með og sinna sínum sjúklingum.

Málar og skrifar

Inga María sækir innblástur víða, m.a. í hugarheim J. R. ...
Inga María sækir innblástur víða, m.a. í hugarheim J. R. R. Tolkien.


Spurð hvernig hún fái hugmyndir að málverkum sínum og hvenær henni gefst færi á að mála þegar hún er í fullu ljósmæðranámi og að taka vaktir sem hjúkrunarfræðingur segir hún listina vera hálfgerða hvatvísishugmynd.

„Ég fæ oft þörf fyrir að mála eitthvað og ef ég er í fríi daginn eftir eða á kvöldvakt byggist oft upp svona tilhlökkun yfir daginn og ég byrja þá að mála um kvöldið. En stundum reyni ég að mála en ekkert gerist og það eina sem kemur frá mér er bara eitthvað hræðilegt. Einhverra hluta vegna verð ég bara að komast í gírinn,“ segir Inga María og viðurkennir að hún noti listina til að kúpla sig út eftir langan vinnudag.

„Þegar ég er búin að vera alveg á fullu í nokkra daga fæ ég stundum þessa hugdettu; að nú þurfi ég að mála mynd. Ég mála þá oftast á kvöldin og nóttunni enda get ég ekki málað um hábjartan dag og verið að svara í símann eða eitthvað álíka. Þetta verður að gerast í næði,“ segir hún og bendir jafnframt á að hún noti ritlistina einnig til að fá útrás fyrir sköpunargleði sína.

„Síðastliðið ár hef ég skrifað pistla inn á Rómur.is þar sem ég hef fengið tækifæri til að setja á blað vangaveltur mínar um málefni líðandi stundar og hugleiðingar mínar um lífið og tilveruna.“

Innlent »

Spá staðbundnu óveðri

Í gær, 22:36 Spáð er staðbundnu óveðri eftir hádegi á morgun syðst á landinu og með ströndinni að Öræfajökli. Þarna er útlit fyrir austanstorm eða -rok og ofankomu með köflum. Mun skárra veður verður annars staðar á landinu. Meira »

Eins og rússnesk rúlletta

Í gær, 22:00 „Það er þyngra en tárum taki að baráttunni um betri vegasamgöngur frá Reykjanesbæ um Reykjanesbraut sé enn ekki lokið,“ segir Þórólfur Júlían Dagsson, stjórnarmaður Pírata á Suðurnesjum. Meira »

Ásgerður skipar fyrsta sætið

Í gær, 21:38 Alls greiddu 711 atkvæði í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins á Seltjarnarnesi fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor. Ásgerður Halldórsdóttir bæjarstjóri fékk flest atkvæði eða 534 atkvæði alls, en 463 í fyrsta sætið. Meira »

Fjórir létust úr listeríusýkingu

Í gær, 21:13 Óvenjumargir eða sjö einstaklingar greindust með listeríusýkingu á síðasta ári. Fjórir af þessum sjúklingum létust, þrír af þeim voru eldri einstaklingar með undirliggjandi sjúkdóma en einn var nýfætt barn. Sýkingarnar voru taldar innlendar í sex af þessum tilfellum. Meira »

Blær les Ísfólkið sem verða nú hljóðbækur

Í gær, 19:46 Leikkonan Þuríður Blær Jóhannsdóttir byrjaði í vikunni að lesa upp bækurnar um Ísfólkið en þær verða nú að hljóðbókum. „Ég er svo spennt. Þetta eru 47 bækur, þetta er rosa mikið og mikilvægt hlutverk." Meira »

Mikið framboð af lækna­dópi „sláandi“

Í gær, 19:45 „Mér fannst slá­andi hversu mikið fram­boð er af fíkni­efn­um, sérstaklega af am­feta­míni, kókaíni og lækna­dópi og hversu auðvelt það er að kom­ast í þessa hópa ef maður hef­ur áhuga á því,“ seg­ir Inga Rut Helgadóttir sem skoðaði sölu fíkni­efna á sam­fé­lags­miðlum. Meira »

Tvöfaldur pottur næst

Í gær, 19:27 Fyrsti vinningur gekk ekki út að þessu sinni og verður lottópotturinn tvöfaldur í næstu viku. Einn miðaeigandi var með bónusvinninginn og hlýtur hann 656.100 kr., en miðinn var keyptur í N1, Hafnargötu 86 í Reykjanesbæ. Meira »

Landspítalann aldrei jafnöflugur og nú

Í gær, 19:38 Forstjóri Landspítalans, Páll Matthíasson, segir að spítalinn hafi aldrei verið öflugri en nú og rangt sé að hann ætli að draga úr starfsemi líkt og fram hafi komið í fréttum. Meira »

Beinbrunasótt greind á Íslandi

Í gær, 18:54 Ungur maður kom í nóvember heim til Íslands eftir að hafa dvalist á Filippseyjum. Hann veiktist á heimleiðinni með hita, skjálfta, niðurgangi og almennum slappleika. Staðfest var með blóðprófi að um beinbrunasótt (Dengue) var að ræða en aðeins einu sinni áður hefur hún greinst hér á landi. Meira »

27 greindust með HIV í fyrra

Í gær, 18:44 Samtals greindust 27 einstaklingar með HIV-sýkingu á árinu 2017. Meðalaldur hinna sýktu er 35 ár (aldursbil 16‒59 ára). Af þeim sem greindust á árinu voru þrjár konur og 18 voru af erlendu bergi brotnir (67%). Meira »

Konu bjargað upp úr gjá

Í gær, 18:06 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins og björgunarsveitarfólk komu göngukonu til bjargar í Heiðmörk á sjötta tímanum en konan hafði fallið niður í gjá á gönguleið. Meira »

Peningar eru ekki vandamálið

Í gær, 17:44 „Það er mjög óheppilegt að þetta skuli koma upp og hefði verið gott ef menn hefðu hugsað þetta áður en lagt var af stað,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra um stöðuna í millilandaflugi á Akureyri. Meira »

Ábyrgð samfélagsmiðla nú til umræðu

Í gær, 17:39 Lærdómurinn fyrir íslenska unglinga, sem eru endalaust að senda nektarmyndir af sér í gegnum Snapchat, er sá að þegar fólk áframsendir nektarmyndir af fólki sem er börn í lagalegum skilningi, þá er það að deila barnaklámi,“ segir María Rún Bjarnadóttir, doktorsnemi í lögfræði. Meira »

Óvissustig í Ólafsfjarðarmúla

Í gær, 16:20 Siglufjarðarvegur er enn lokaður vegna snjóflóðahættu og óvissustig gildir í Ólafsfjarðarmúla vegna snjóflóðahættu, samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Veðurspáin hefur hins vegar skánað fyrir morgundaginn. Meira »

Látinn laus í Malaga

Í gær, 14:50 Íslenskum karlmanni á fertugsaldri, sem Fréttablaðið greindi frá því í gær að hefði verið úrskurðaður í gæsluvarðhald í Malaga á Spáni, grunaður um alvarlegt ofbeldisbrot gegn þrítugri eiginkonu sinni, hefur verið sleppt úr haldi. Meira »

Sýning fellur niður

Í gær, 17:33 Leiksýningin Himnaríki og helvíti fellur niður á morgun, sunnudaginn 21. janúar, vegna veikinda.  Meira »

Gera kröfu í dánarbú meints geranda

Í gær, 15:32 Óskað verður eftir opinberri rannsókn á meintum fjárdrætti fyrrverandi starfsmanns Malbikunarstöðvarinnar Höfða hf. á árunum 2010-2015. Lögmanni Höfða hefur verið falið að gera kröfu í dánarbú meints geranda. Meira »

Allt uppselt á innan við klukkustund

Í gær, 14:26 Bræðurnir Daníel Ólafur og Róbert Frímann voru fyrir jól í gönguferð um Gróttu ásamt föður sínum þegar Róbert stakk upp á því að hefja sölu á kakói í Gróttu. Svo bættust kleinur við og í dag mættu þeir í annað skiptið að selja til gesta og gangandi. Þeir hafa vart undan og uppselt var strax. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

NOTAÐ&NÝTT
NOTAÐ&NÝTT er ný verslun á Skemmuvegi 6 á bak við Byko. Mikið úrval af fallegum ...
Eldtraustur peningaskápur til sölu.
Penigaskápur með nýum talnalás, tegund VICTOR . breidd, 58cm, hæð, 99 cm, dýp...
Bækur til sölu
Um Urnot, bókin hennar Bjarkar, Færeyingasaga 1832, Njála 1772, Það blæðir úr mo...
50 Tonna legupressur
50 Tonna legupressur loft / glussadrifnar, snilldargræja á fínu tilboðsverði nú...
 
L edda 6018011619i
Félagsstarf
? EDDA 6018011619 I Mynd af auglýsin...
Aðalfundur isnic 2018
Fundir - mannfagnaðir
Aðalfundur ISNIC 2018 Aðalfundur Inter...
Fundur
Fundir - mannfagnaðir
Fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna...
Ert þú skapandi
Sérfræðistörf
Ert þú SKAPANDI? Árvakur leitar eftir...