Óska dómkvadds matsmanns

Vesturbygging Orkuveituhússins við Bæjarháls er ónothæf.
Vesturbygging Orkuveituhússins við Bæjarháls er ónothæf. mbl.is/Kristinn Magnússon

Orkuveita Reykjavíkur lagði í síðustu viku fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur beiðni um að dómkvaddur verði hæfur og óvilhallur matsmaður vegna galla og tjóns á vesturhúsi fyrirtækisins við Bæjarháls.

Er matsmanni ætlað að meta kostnað við úrbætur á göllum á húsinu og skila af sér rökstuddu áliti. Matið kann í kjölfarið að verða notað í dómsmáli til heimtu bóta úr höndum matsþola vegna tjóns matsbeiðanda, segir í matsbeiðni Orkuveitunnar sem aðgengileg er á heimasíðu fyrirtækisins.

Eins og kom fram í fjölmiðlum í ágúst er vesturbygging Orkuveituhússins talin ónothæf og heilsuspillandi. Kostnaður við viðgerðir verður minnst 1.700 milljónir króna og til tals hefur komið að rífa húsið.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert