Þurfum að hætta að breyta nemendum

Edda Óskarsdóttir skrifaði um nám án aðgreiningar í doktorsritgerð sinni.
Edda Óskarsdóttir skrifaði um nám án aðgreiningar í doktorsritgerð sinni. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Það gengur ekki að við séum að byggja upp tvö ólík skólakerfi, annars vegar almennt skólakerfi og hins vegar sérkennslu. Við þurfum að byggja skólann upp sem heild,“ segir Edda Óskarsdóttir. Þetta kemur fram í doktorsritgerð hennar um nám án aðgreiningar sem hún varði nýlega við menntavísindasvið Háskóla Íslands. Ritgerðin nefnist Skipulag stuðnings í skóla án aðgreiningar: fagleg sjálfsrýni.  

Edda bendir á að hverjum bekk tilheyri fjölbreyttur hópur nemenda og til að nám og kennsla gangi upp þarf virkt samstarf milli kennara og þeirra sem eru með meiri sérþekkingu t.d. á sérkennslu til að gera nemendum kleift að ná árangri í skólanum. Þetta samstarf þarf ekki endilega að vera byggt á því að taka nemandann út úr kennslustofunni heldur þarf að skipuleggja kennsluna með þeim hætti að nemendur geti valið námsefni og námsaðferðir sem höfða til þeirra. „Í stað þess að kennarar skipuleggi eina leið fyrir meirihluta nemenda og eitthvað annað fyrir restina, þarf að hafa kennsluna eins og hlaðborð þar sem allir geti fundið eitthvað við sitt hæfi,“ segir Edda.

Þarf að bæta umræðuna um nám án aðgreiningar

Í umræðunni um skóla án aðgreiningar gætir misskilnings, að mati Eddu. Í rannsóknum sínum komst hún að því ólíkur skilningur er lagður í hugtakið nám á aðgreiningar bæði milli starfsfólks og einnig foreldra og nemenda. Lítil umræða um skóla án aðgreiningar hefur farið fram innan veggja skólanna og hvað stefnan þýðir fyrir starf kennara og skipulag skóla, að mati Eddu.

Þessar niðurstöður Eddu eru samhljóma úttektar Evr­ópumiðstöðvar um nám án aðgrein­ing­ar á öll­um stig­um ís­lenska skóla­kerf­is­ins, þ.e.a.s. á leik-, grunn- og fram­halds­skóla­stigi, sem var unnin að ósk menntamálaráðuneytisins. Í henni kom meðal annars fram að skilgreina þarf betur hugtakið skóla án aðgreiningar.  

Innleiðing skóla án aðgreiningar hefur talsvert verið gagnrýnd. „Mér hefur fundist umræðan um stefnu um skóla án aðgreiningar oft hafa verið á þá leið að allt sem miður fer í skólum væri hægt að hengja á stefnuna en það er ekki þannig. Ég hef séð til margra kennara sem leysa þetta vel en þeirra starf fer ekki hátt,“ segir Edda. Hún tekur fram að vissulega megi margt betur fara en innleiðingarferlið taki tíma og allir þurfa að vera vakandi yfir því hvort ákvarðanir og stefnur sem teknar eru séu í takt við hugmyndafræðina.  

Samræmdur hugsunarháttur ríkjandi í menntakerfinu

Skóli án aðgreiningar er byggður hugmyndum um jafnræði og réttlæti en ekki á því að allir séu á sama stað á sama tíma að gera það sama. Stundum hentar nemanda að vera með samnemendum í bekknum að vinna verkefni, stundum hentar að fara annað í minni hóp. „Þetta snýst líka um að það er ekki alltaf sami nemandinn sem þarf að fara eitthvert annað og sú ákvörðun á ekki alltaf að koma utan frá heldur á nemandinn að hafa þar ákvörðunarrétt,“ segir Edda.

Í þessu samhengi bendir hún á að samræmd hugsun sé ríkjandi í skólakerfinu og nefnir samræmd próf í grunnskólum máli sínu til stuðnings. Hún segir að þau stríði í raun gegn þeim áherslum aðalnámskrár grunnskólanna að útskrifa fólk sem býr yfir ákveðinni hæfni, lykilhæfni sem er byggð á grunnþáttum menntunar. Hæfninni er skipt niður í fimm liði eins og t.d. að geta tjáð hugsanir sínar, borið ábyrgð á námi sínu o.fl.   

„Það er gert ráð fyrir að við útskrifum hæft fólk. Kennslan á ekki að ganga út á að fylla fólk af staðreyndum. Heimurinn er öðruvísi. Við erum með alls konar nemendur í skólanum með fjölbreyttan og ólíkan bakgrunn, sumir eru tvítyngdir eða kunna fleiri tungumál. Nemendur búa yfir ólíkri hæfni og áhugasvið þeirra eru misjöfn. Við þurfum að aðlaga skólakerfið að nemendum í stað þess að reyna stöðugt að breyta þeim.“

Edda er sannfærð um að nám án aðgreiningar sé gott ...
Edda er sannfærð um að nám án aðgreiningar sé gott fyrir nemendur og skólakerfið í heild. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Þurfum að búa til lærdómsumhverfi

Edda hefur enn staðfastari trú á stefnunni um skóla án aðgreiningar eftir að hafa lokið við doktorsritgerðina en áður en hún byrjaði. Edda er sérkennari að mennt og starfaði sem kennari, sérkennari og deildarstjóri stoðþjónustu frá 1993 til 2014. Hún taldi upphaflega mikilvægt að standa vörð um stoðþjónustuna en vill nú leggja ríkari áherslu á samstarf milli kennara og sérkennara og ábyrgð þeirra gagnvart nemendum.

„Við þurfum að styðja betur við kennara og búa til lærdómsumhverfi þar sem sérkennarar og kennarar nýta og deila betur þekkingu sinni sín á milli,“ segir Edda. Hún er bjartsýn á framtíðina og telur að við séum á réttri leið en það megi ekki sofna á verðinum heldur halda áfram. 

Hún er sannfærð um að nám án aðgreiningar sé gott fyrir nemendur og skólakerfið í heild sinni, og sé í raun eina færa leiðin áfram ef við viljum búa í samfélagi sem er án aðgreiningar. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Enginn samningur og ekkert samráð

21:58 Stjórn Neytendasamtakanna hafa áhyggjur af stöðu leigjendamála á Íslandi og lýsir yfir furðu á samráðsleysi við samtökin í tengslum við tillögur átakshóps við vanda á húsnæðismarkaði. Þá gagnrýnir stjórnin að samningur Neytendasamtakanna og ríkisins um leigjendaaðstoð hafi ekki verið endurnýjaður. Meira »

Lögreglan varar við grýlukertum

21:31 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu varar við grýlukertum en þau eru víða að finna þessa dagana. Í færslu á Facebook-síðu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir að nokkur hætta geti stafað af grýlukertum og því sé full ástæða til að hvetja vegfarendur til að sýna aðgát, ekki síst á miðborgarsvæðinu. Meira »

Sleginn ítrekað í andlitið

21:26 Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann í 30 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa veist með ofbeldi að öðrum manni í Mosfellsbæ og slegið hann ítrekað með krepptum hnefa í andlitið. Meira »

Óvíst með lögmæti upplýsingagjafar

20:39 Félagsmálaráðuneytið sér sér ekki fært að afhenda Alþingi upplýsingar um kaupendur fullnustueigna Íbúðalánasjóðs árin 2008 til 2017 vegna lagalegrar óvissu um heimild til opinberrar birtingar slíkra persónuupplýsinga. Meira »

Favourite fer í almenna sýningu

20:25 Tilnefningar til Óskarsverðlaunanna voru gerðar opinberar í gær og eru þar í forystu Netflix-kvikmyndin Roma og kvikmyndin The Favourite, sem hljóta tíu tilnefningar hvor, meðal annars sem kvikmyndir ársins. Athygli hefur vakið að The Favourite hefur ekki verið í sýningu hér á landi. Meira »

Sjáum slaka í félagslegu taumhaldi

19:36 Samvera grunnskólabarna í 9. og 10. bekk á Akureyri með foreldrum sínum mældist örlítið undir landsmeðaltali í könnun Rannsókna og greininga. Margrét Lilja Guðmundsdóttir, sérfræðingur hjá Rannsóknum og greiningu, segir akureyrsk ungmenni annars koma svipað út og ungmenni annars staðar. Meira »

Fyrsti vinningur gekk ekki út

19:31 Fyrsti vinningur gekk ekki út í Víkingalottóinu í kvöld en hann hljóðaði upp á tæpa 1,2 milljarða króna. Enginn hlaut heldur annan vinning, þar sem rúmar 33 milljónir króna voru í boði. Meira »

Auglýsti eftir líffæri á Facebook

19:30 Það var alger tilviljun að líffæragjafi og líffæraþegi kæmu að uppsetningu sýningarinnar „LÍFfærin," sýningu nýrra glerlíffæra í Ásmundarsal. Sýningin er unnin í samstarfi Ásmundarsalar og Corning Museum of Glass, Siggu Heimis, Gagarín og fleiri listamanna. Meira »

Rafvæðing dómstóla til skoðunar

19:17 Ómar R. Valdimarsson lögmaður segir miðlæga gagnagátt í dómsmálum geta straumlínulagað dómskerfið, flýtt málsmeðferð og sparað samfélaginu töluverða fjármuni. Nokkur umræða skapaðist í Facebook-hóp lögfræðinga í gær þar sem Ómar vakti máls á óhagræðinu sem fylgir núverandi fyrirkomulagi dómstóla. Meira »

Gjaldeyrisbrask og hlutabréfaást í héraði

18:36 Alls gáfu átta vitni skýrslu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í dag, við aðalmeðferð máls sem varðar innherjasvik fyrrverandi forstöðumanns hjá Icelandair. Lýstu vitnin meðal annars braski með japönsk jen og ást eins ákærða á hlutabréfamörkuðum, sem rekja megi allt til barnæsku. Meira »

Börnin blómstra í íþróttastarfinu

18:30 Þátttaka er sigur! Íþróttafélagið Ösp er opið öllum, ekki síst börnum með sérþarfir. Starf félagsins var kynnt um helgina. Boltagreinar, boccia og frjálsar íþróttir eru í boði og fleira er væntanlegt á dagskrána. Meira »

Skýringar á áverkum oft fáránlegar

18:26 Áverkar á börnum sem hafa orðið fyrir ofbeldi eru allt öðruvísi en þeir áverkar sem koma af slysförum segir Gestur Pálsson barnalæknir. Hann segir að oft séu skýringar á áverkum fáránlegar og læknar sem skoði börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi sjá að skýringin á ekki við. Meira »

Virkja Tungufljót í Biskupstungum

18:00 Góður gangur er í framkvæmdum við byggingu Brúarvirkjunar í Tungufljóti í Biskupstungum og um 60 manns eru þar nú að störfum. Meira »

Brekkurnar loksins opnaðar

17:30 Opnun Skíðasvæðisins í Bláfjöllum hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu að sögn Einars Bjarnasonar, rekstrarstjóra, en svæðið opnaði í fyrsta skipti í vetur í dag. Skíðafólk lét ekki bíða eftir sér og mbl.is var á staðnum þegar fyrstu ferðirnar niður fjallið voru í skíðaðar í frábæru færi. Meira »

„Vasar þeirra ríku dýpka“

17:11 „Stefna Samfylkingarinnar er skýr um jöfn tækifæri allra,“ sagði Bjartur Aðalbjörnsson, varaþingmaður Samfylkingarinnar, sem flutti jómfrúarræðu sína á Alþingi í dag. Hann sagði samneyslu þar sem gæðunum sé jafnt dreift þannig að öllum séu tryggð lífsviðurværi sé leiðin. Meira »

Tíu bækur tilnefndar

16:30 Tíu bækur voru fyrir stundu tilnefndar til Viðurkenningar Hagþenkis, félags höfunda fræðirita og kennslugagna, fyrir árið 2018. Verðlaunin sjálf verða afhent í Þjóðarbókhlöðunni 3. mars og nema verðlaunin 1.250.000 krónum. Meira »

Samþykkti kerfisáætlun Landsnets

16:26 Fyrir helgi var tekin ákvörðun um það af hálfu Orkustofnunar að samþykkja kerfisáætlun Landsnets fyrir tímabilið 2018-2027.   Meira »

„Ekkert nýtt“ að fá sér bjór á vinnutíma

16:22 „Ég fékk póst,“ segir Karl Gauti Hjaltason þingmaður, um tölvupóst sem honum barst frá Helgu Völu Helgadóttur, þingmanni Samfylkingarinnar og nefndarmanni í umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis, á meðan fundi nefndarinnar stóð 1. júní í fyrra. Í póstinum stendur að hún, og fleiri þingmenn, hefðu brugðið sér á barinn Klaustur. Meira »

Samþykktu breytingar á Hamraneslínu

16:14 Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum í dag að veita Landsneti tvö framkvæmdaleyfi fyrir breytingum á legu Hamraneslínu 1 og 2. Meira »
Fjarnámskeið í ljósmyndun - fyrir alla
Lærðu á myndavélina þina, lærðu að taka enn beti myndir. Nú getur þú lært ljósmy...
Byggingarstjóri
Löggildur byggingarstjóri Stefán Þórðarson 659 5648 stebbi_75@hotmail.com...
Útsala!!! Kommóða ofl..
Kommóða til sölu.3ja skúffu ljós viðarlit.. Mjög vel útlítandi..Verð kr 2000. ...
Húsaviðgerðir
https://www.husco.is...