Þurfum að hætta að breyta nemendum

Edda Óskarsdóttir skrifaði um nám án aðgreiningar í doktorsritgerð sinni.
Edda Óskarsdóttir skrifaði um nám án aðgreiningar í doktorsritgerð sinni. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Það gengur ekki að við séum að byggja upp tvö ólík skólakerfi, annars vegar almennt skólakerfi og hins vegar sérkennslu. Við þurfum að byggja skólann upp sem heild,“ segir Edda Óskarsdóttir. Þetta kemur fram í doktorsritgerð hennar um nám án aðgreiningar sem hún varði nýlega við menntavísindasvið Háskóla Íslands. Ritgerðin nefnist Skipulag stuðnings í skóla án aðgreiningar: fagleg sjálfsrýni.  

Edda bendir á að hverjum bekk tilheyri fjölbreyttur hópur nemenda og til að nám og kennsla gangi upp þarf virkt samstarf milli kennara og þeirra sem eru með meiri sérþekkingu t.d. á sérkennslu til að gera nemendum kleift að ná árangri í skólanum. Þetta samstarf þarf ekki endilega að vera byggt á því að taka nemandann út úr kennslustofunni heldur þarf að skipuleggja kennsluna með þeim hætti að nemendur geti valið námsefni og námsaðferðir sem höfða til þeirra. „Í stað þess að kennarar skipuleggi eina leið fyrir meirihluta nemenda og eitthvað annað fyrir restina, þarf að hafa kennsluna eins og hlaðborð þar sem allir geti fundið eitthvað við sitt hæfi,“ segir Edda.

Þarf að bæta umræðuna um nám án aðgreiningar

Í umræðunni um skóla án aðgreiningar gætir misskilnings, að mati Eddu. Í rannsóknum sínum komst hún að því ólíkur skilningur er lagður í hugtakið nám á aðgreiningar bæði milli starfsfólks og einnig foreldra og nemenda. Lítil umræða um skóla án aðgreiningar hefur farið fram innan veggja skólanna og hvað stefnan þýðir fyrir starf kennara og skipulag skóla, að mati Eddu.

Þessar niðurstöður Eddu eru samhljóma úttektar Evr­ópumiðstöðvar um nám án aðgrein­ing­ar á öll­um stig­um ís­lenska skóla­kerf­is­ins, þ.e.a.s. á leik-, grunn- og fram­halds­skóla­stigi, sem var unnin að ósk menntamálaráðuneytisins. Í henni kom meðal annars fram að skilgreina þarf betur hugtakið skóla án aðgreiningar.  

Innleiðing skóla án aðgreiningar hefur talsvert verið gagnrýnd. „Mér hefur fundist umræðan um stefnu um skóla án aðgreiningar oft hafa verið á þá leið að allt sem miður fer í skólum væri hægt að hengja á stefnuna en það er ekki þannig. Ég hef séð til margra kennara sem leysa þetta vel en þeirra starf fer ekki hátt,“ segir Edda. Hún tekur fram að vissulega megi margt betur fara en innleiðingarferlið taki tíma og allir þurfa að vera vakandi yfir því hvort ákvarðanir og stefnur sem teknar eru séu í takt við hugmyndafræðina.  

Samræmdur hugsunarháttur ríkjandi í menntakerfinu

Skóli án aðgreiningar er byggður hugmyndum um jafnræði og réttlæti en ekki á því að allir séu á sama stað á sama tíma að gera það sama. Stundum hentar nemanda að vera með samnemendum í bekknum að vinna verkefni, stundum hentar að fara annað í minni hóp. „Þetta snýst líka um að það er ekki alltaf sami nemandinn sem þarf að fara eitthvert annað og sú ákvörðun á ekki alltaf að koma utan frá heldur á nemandinn að hafa þar ákvörðunarrétt,“ segir Edda.

Í þessu samhengi bendir hún á að samræmd hugsun sé ríkjandi í skólakerfinu og nefnir samræmd próf í grunnskólum máli sínu til stuðnings. Hún segir að þau stríði í raun gegn þeim áherslum aðalnámskrár grunnskólanna að útskrifa fólk sem býr yfir ákveðinni hæfni, lykilhæfni sem er byggð á grunnþáttum menntunar. Hæfninni er skipt niður í fimm liði eins og t.d. að geta tjáð hugsanir sínar, borið ábyrgð á námi sínu o.fl.   

„Það er gert ráð fyrir að við útskrifum hæft fólk. Kennslan á ekki að ganga út á að fylla fólk af staðreyndum. Heimurinn er öðruvísi. Við erum með alls konar nemendur í skólanum með fjölbreyttan og ólíkan bakgrunn, sumir eru tvítyngdir eða kunna fleiri tungumál. Nemendur búa yfir ólíkri hæfni og áhugasvið þeirra eru misjöfn. Við þurfum að aðlaga skólakerfið að nemendum í stað þess að reyna stöðugt að breyta þeim.“

Edda er sannfærð um að nám án aðgreiningar sé gott ...
Edda er sannfærð um að nám án aðgreiningar sé gott fyrir nemendur og skólakerfið í heild. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Þurfum að búa til lærdómsumhverfi

Edda hefur enn staðfastari trú á stefnunni um skóla án aðgreiningar eftir að hafa lokið við doktorsritgerðina en áður en hún byrjaði. Edda er sérkennari að mennt og starfaði sem kennari, sérkennari og deildarstjóri stoðþjónustu frá 1993 til 2014. Hún taldi upphaflega mikilvægt að standa vörð um stoðþjónustuna en vill nú leggja ríkari áherslu á samstarf milli kennara og sérkennara og ábyrgð þeirra gagnvart nemendum.

„Við þurfum að styðja betur við kennara og búa til lærdómsumhverfi þar sem sérkennarar og kennarar nýta og deila betur þekkingu sinni sín á milli,“ segir Edda. Hún er bjartsýn á framtíðina og telur að við séum á réttri leið en það megi ekki sofna á verðinum heldur halda áfram. 

Hún er sannfærð um að nám án aðgreiningar sé gott fyrir nemendur og skólakerfið í heild sinni, og sé í raun eina færa leiðin áfram ef við viljum búa í samfélagi sem er án aðgreiningar. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Ekkert meira en sæmilegur stormur

16:08 „Hann er búinn að rjúka upp síðustu klukkustundina hjá okkur,“ segir Þorsteinn Gunnarsson, sveitarstjóri í Skútustaðahreppi. Óveður sem gekk yfir suðvesturhluta landsins í morgun hefur haldið för sinni áfram og er mesti vindurinn núna á Norðaustur- og Austurlandi. Meira »

Þingið væri sent heim vegna hráefnisskorts

15:49 Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, gerði málafæð ríkisstjórnarinnar að umtalsefni í umræðum um störf þingsins á Alþingi í dag. Sagði hann þingmálaskrána ekki mjög beysna. Meira »

Bifreið elti barn á heimleið

15:31 Foreldrar barna í Fossvogsskóla í Reykjavík hafa fengið tölvupóst frá skólayfirvöldum þar sem greint er frá því að bifreið hafi elt stúlku, sem er nemandi við skólann, þegar hún var á leið heim til sín um kvöldmatarleytið í gær. Málið hefur verið tilkynnt til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Meira »

Krefst sýknu að öllu leyti

15:02 Davíð Þór Björgvinsson, full­trúi ákæru­valds­ins í end­urupp­töku Guðmund­ar- og Geirfinns­máls­ins og sett­ur rík­is­sak­sókn­ari, krefst sýknu að öllu leyti í málinu. Davíð Þór, skilaði greinargerð sinni vegna málsins til Hæstaréttar í dag. Meira »

Stálu 600 tölvum - þrír í haldi

14:57 Tveir íslenskir karlmenn sitja nú í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikillar rannsóknar lögreglunnar á Suðurnesjum á þremur innbrotum í gagnaver í Reykjanesbæ og Borgarbyggð þar sem samtals 600 tölvum var stolið. Meira »

Læknar ánægðir með umskurðarfrumvarp

14:55 Rúmlega 400 íslenskir læknar lýsa yfir ánægju með frumvarp sem banna á umskurð drengja nema læknisfræðilegar ástæður liggja til grundvallar. Segja læknarnir málið ekki flókið, þó það hafi ýmsar hliðar. Telja þeir þær aðgerðir sem gerðar séu án læknisfræðilegra ástæðna ganga gegn Genfaryfirlýsingu lækna. Meira »

„Við erum í góðum málum“

14:32 Vorið er komið á Siglufirði ef marka má fréttaritara mbl.is og bæjarstjórann í Fjallabyggð, Gunnar Birgisson. Hitastigið í bænum er rétt tæpar tíu gráður og þar bærist vart hár á höfði. Meira »

Forsendur kjarasamninga brostnar

14:35 Forsendur kjarasamninga eru brostnar að mati ASÍ en samkvæmt ákvæði í samningunum koma þeir til endurskoðunar fyrir lok þessa mánaðar. Meira »

Vegurinn um Súðavíkurhlíð opinn

14:23 Veðrinu hefur slotað og ófanflóðahætta sem skapaðist yfir Súðavíkur- og Kirkjubólshlíð er talin liðin hjá að sögn lögreglunnar á Vestfjörðum. Vegurinn er því opinn. Meira »

Átti ekki að vera einn með börnum

13:34 Velferðarsvið Reykjavíkurborgar vill koma því á framfæri vegna rannsóknar á meintu kynferðisbroti starfsmanns, að hann hafi í daglegum störfum sínum ekki átt að vera einn samvistum við börn. Nú fer hins vegar fram ítarleg athugun af hálfu sviðsins á hvort frá því hafi nokkuð verið undantekning. Meira »

Kaplakriki á floti í morgun

13:27 Loka þurfti Kaplakrika um tíma í dag vegna þess að þar flæddi inn. Eins og sagði á vefsíðu FH var „allt á floti og ekki æskilegt að fólk sé hér við æfingar“. Meira »

Bílar drápu á sér í vatnsflaumnum

13:07 Bílstjórarnir sem virtu ekki lokanir á vegi undir brúnni við Smáralind vegna vatnselgsins, sjá væntanlega eftir því núna þar sem vélarnar gáfust upp í djúpu vatninu og bílarnir sátu þar fastir. Starfsmenn Kópavogsbæjar þurftu að hafa sig alla við að ítreka það við fólk að vegurinn væri lokaður. Meira »

Ók út af bryggjunni á Fáskrúðsfirði

12:57 Karlmaður ók út af bryggjunni á Fáskrúðsfirði um sjöleytið í morgun, en mikil hálka var á svæðinu. Maðurinn komst sjálfur út úr bílnum við illan leik áður en hann sökk. Þetta staðfestir Óskar Þór Guðmundsson, varðstjóri hjá lögreglunni á Fáskrúðsfirði. Meira »

Jónas Már skyndhjálparmaður ársins

12:45 Jónas Már Karlsson var í dag útnefndur skyndihjálparmaður ársins 2017, en Jónas bjargaði eldri konu sem hann var að keyra út mat til með því að beita heimlich aðferðinni á hana áður en hann kallaði til sjúkrabíl. Meira »

Aflýsa innanlandsflugi

12:26 Búið er aflýsa öllu innanlandsflugi Air Iceland Connect í dag, utan flugs til Akureyrar klukkan fjögur. Athuga á með þá vél um hálfþrjúleytið í dag. Flug til Nuuk á Grænlandi nú síðdegis er hins vegar á áætlun. Meira »

Bílakjallari hálffullur af vatni

12:46 Mjög mikið annríki hefur verið hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu í morgun vegna vatnsleka. „Við erum með bíla í átta útköllum vegna vatnsleka og það bíður álíka fjöldi,“ segir slökkviliðsmaður á vakt í samtali við mbl.is. Þegar er slökkviliðið búið að sinna um 30 útköllum vegna vatnsleka. Meira »

Kemur til greina að niðurgreiða flugfargjöld

12:30 Til greina kemur að „niðurgreiða flugfargjöld fyrir íbúa tiltekinna svæða“ í innanlandsflugi. Innanlandsflug verður einnig hagstæðari valkostur en nú er, en samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra mun beita sér fyrir slíkum aðgerðum. Meira »

Komið fárviðri á Reykjum í Hrútafirði

12:11 Veðurofsinn á höfuðborgarsvæðinu er búinn að ná hámarki og er nú tekinn að dvína, en komið er fárviðri á Reykjum í Hrútafirði þar sem vindhraði mælist nú 33 m/s. Meira »
Viðeyjarbiblía 1841 til sölu
Til sölu Viðeyjarbiblía frá 1841, upplýsingar í síma 772-2990 eða á netfangið rz...
Skjóni eftir Nínu Tryggvadóttur
til sölu barnabókin Skjóni myndskreytt af Nínu Tryggvadóttur, útg. 1967, afar go...
CANON EOS NÁMSKEIÐ 26. FEB. - 1. MARS
3ja DAGA NÁMSKEIÐ FYRIR CANON EOS 26. FEB. - 1. MARS ÍTARLEGT NÁMSKEIÐ FYRI...
NOTAÐ&NÝTT
NOTAÐ&NÝTT er ný verslun á Skemmuvegi 6 á bak við Byko. Mikið úrval af fallegum ...
 
Bækur til sölu
Til sölu
Bækur til sölu Menntamál 1.-42. árg. ...
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Uppboð
Tilkynningar
UPPBOÐ Boðnir verða up...
Fulltrúaráðsfundur
Fundir - mannfagnaðir
Vörður - fulltrúaráð sjálfstæðisf...