Einar ráðinn þjóðgarðsvörður

Einar Á. E. Sæmundsen
Einar Á. E. Sæmundsen

Þingvallanefnd hefur samþykkt að ráða Einar Á. E. Sæmundsen, fræðslufulltrúa þjóðgarðsins, til eins árs í stöðu þjóðgarðsvarðar, frá og með 1. október nk.

Á sama tíma lætur Ólafur Örn Haraldsson af störfum vegna aldurs.

Einar Á.E. Sæmundsen er landfræðingur og landslagsarkitekt að mennt. Hann hefur starfað sem fræðslufulltrúi þjóðgarðsins frá 2001 og unnið að skipulagi fræðslustarfs á Þingvöllum. Hann hefur jafnframt haft umsjón með þjóðgarðinum og sinnt ýmsu sem viðvíkur því að Þingvellir eru á heimsminjaskrá UNESCO.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert