Ekki mikilvægast að koma börnum í skjól

Gunnar Bragi Sveinsson.
Gunnar Bragi Sveinsson. mbl.is/Ómar

„Ég tek ekki undir með háttvirtum þingflokksformanni Vinstri grænna, að mikilvægasta málið sé að koma börnum í skjól. […] Það er jafn mikilvægt að bjarga fjölskyldum og búum sauðfjárbænda.“ Þetta sagði Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Framsóknarflokksins, í umræðu um breytingar á lögum um uppreista æru.

Gunnar Bragi, sem sér nú fram á harða baráttu við Ásmund Einar Daðason um atkvæði samflokksmanna sinna í Norðvesturkjördæmi, sagði í ræðu sinni að ef mál sauðfjárbænda væri ekki til lykta leitt fyrir þinglok, tæki hann ekki þátt í að afgreiða þau þrjú mál sem formenn flokkanna hafa komið sér saman um að klára.

Hann tjáir sig um málið á Facebook og segir þar að mikilvægt sé að hjálpa börnum á flótta en það sé líka mikilvægt mál að hjálpa íslenskum bændafjölskyldum „sem leggja það á sig að framleiða mat fyrir okkur hin.“

Sauðfjárbændur hafa mátt þola miklar lækkanir á afurðaverði en Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, kynnti á dögunum tillögur sem áttu að stuðla að fækkun sauðfjár og lausn vandans. Ekki voru allir á eitt sáttir um tillögurnar en slit Bjartrar framtíðar á ríkisstjórnarsamstarfinu setti málið á ís.

Gunnar Bragi er afar ósáttur við að slíti eigi þingi án þess að taka á málefnum sauðfjárbænda, en á meðal þeirra þriggja mála sem stendur til að afgreiða á þinginu í dag, eru breytingar á útlendingalöggjöfinni sem miða að því að tryggja réttindi barna sem eru á flótta. Um það hefur ríkt sátt.

„Ég verð að segja það að þetta eru allt mikilvæg mál. En ég spyr, herra forseti […], hvernig stendur á því að við erum ekki hérna með á dagskrá eitt brýnasta málið sem þarf að fylgjast með?“ sagði Gunnar Bragi í pontu og hélt áfram. „Og ég tek ekki undir með háttvirtum þingflokksformanni Vinstri grænna, að mikilvægasta málið sé að koma börnum í skjól – ég held hann hafi sagt það. Það er mikilvægt mál. En það er jafn mikilvægt og að koma til móts og bjarga fjölskyldum og búum sauðfjárbænda, sem enginn hefur nefnt hér í þessum sal.“

Hann spurði hverjir hefðu komið í veg fyrir að hægt væri að leysa þau mál fyrir þinglok. „Mér er sagt að það hafi verið rætt á fundum formanna að leysa þau mál en að um það hafi ekki náðst samkomulag. Ég sagði á þingflokksfundi á síðustu viku að ef þetta yrði skilið útundan herra forseti, þá tæki ég ekki þátt í að afgreið þau mál sem hér eru á dagskrá.“

Hann bætti við: „Það mál sem ég nefndi hér; fjölskyldur, býli, framtíð, atvinna sauðfjárbændanna, er ekki minna mikilvægt heldur en þessi þrjú mál hér.“mbl.is

Innlent »

Drengir yngri en 11 ára horfa á klám

11:11 Íslenskir drengir eiga Norðurlandamet í klámáhorfi og meðalaldur íslenskra drengja er 11 ára þegar þeir byrja að horfa á klám. Margir eru því mun yngri en 11 ára þegar þeir sjá klám í fyrsta skipti. Þetta kom fram í erindi Kolbrúnar Hrundar Sigurgeirsdóttur, verkefnastjóra jafnréttismála. Meira »

Komið til móts við gagnrýni

10:57 Til stendur að fara yfir gagnrýni sem komið hefur fram á reglugerð um útlendingamál sem Sigríður Andersen dómsmálaráðherra undirritaði á dögunun og kanna hvernig hægt verður að koma til móts við hana. Meira »

Segir hugmyndir Eyþórs galnar

10:36 Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, segir hugmyndir frambjóðenda Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík um varðandi Keldnahverfi óraunsæjar og skorta framtíðarsýn og þekkingu í samgöngu- og skipulagsmálum. Meira »

Aðalmeðferð í næsta mánuði

10:34 Aðalmeðferð í máli karlmannsins, sem er grunaður um að hafa tælt 18 ára dreng til sam­ræðis í nokk­ur skipti eft­ir að hafa gefið hon­um mikið magn lyfja í um viku­tíma, hefst föstudaginn 13. apríl fyrir héraðsdómi Reykjaness. Meira »

Kæra innflutning landbúnaðaráhalda

10:31 Matvælastofnun hefur kært til lögreglu meint brot á lögum um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim. Í tilvikinu sem um ræðir voru flutt inn notuð landbúnaðaráhöld frá Danmörku og þau afhent kaupanda án tollafgreiðslu, samkvæmt fréttatilkynningu frá Matvælastofnun. Meira »

Hvaða samfélagsmiðlatýpa ertu?

10:26 Í morgunspjalli dagsins í morgunþættinum Ísland vaknar var talað um allt mögulegt, eins og venjulega.  Meira »

2,4% atvinnuleysi í febrúar

09:14 Samkvæmt vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands er áætlað að 198.300 manns á aldrinum 16–74 ára hafi að jafnaði verið á vinnumarkaði í febrúar 2018, sem jafngildir 80,1% atvinnuþátttöku. Meira »

Vilja skýrslu um „hulduaðila“

10:21 Hópur þingmanna hefur óskað eftir skýrslu frá Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra um aðkomu og hlutdeild hulduaðila í kosningum til Alþingis. Óskað er eftir því að þeirri spurningu verði meðal ananrs svarað hvort mögulegt sé „að greina aðkomu og hlutdeild hulduaðila í síðustu tvennum kosningum til Alþingis og hvort og þá hvernig komið verði í veg fyrir nafnlausar kosningaauglýsingar og áróður.“ Meira »

Þakklát fyrir að hafa sest í sófann

09:14 Litlu mátti muna að illa færi á heimili Sólveigar Láru Kjærnested fyrir stuttu þegar lítill leikfangabolti í samstarfi við sólina kveikti næstum því í sófanum í stofunni. Meira »

„Ekki óeðlilegt að hafa áhuga á útlitsþáttum“

09:00 „Það er ekki óeðlilegt að við höfum áhuga á útlitsþáttum í eigin fari og annarra. Áhugi á útliti liggur djúpt í mannseðlinu. Talað er um kynval í þróunarlíffræði því við erum ein af þeim tegundum sem notar meðal annars útlitsþætti þegar við veljum okkur maka,“ segir sálfræðingur um áhrif hugsana um eigið útlit á líðan ungmenna. Meira »

Skora á stjórnvöld að stórefla skógræktina

08:57 Raunhæft er að binda eina milljón tonna af koltvíoxíði árlega í íslenskum skógum um miðja öldina. Um leið mætti stórauka tekjur af skógrækt. Meira »

Kaupir Ráðagerði á 100 millj. króna

08:37 Kaup Seltjarnarnesbæjar á húsinu Ráðagerði, því vestasta í bænum, fyrir 100 milljónir króna eru í höfn. Bærinn hafði forkauprétt á húsinu sem var byggt árið 1890. Meira »

Vill afnema 25 ára regluna

08:28 „Ég vil afnema hina svo kölluðu 25 ára „reglu“ við innritun nemenda í framhaldsskóla,“ segir Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra í aðsendri grein sem birt er í Fréttablaðinu í dag. Meira »

Krapi og éljagangur á heiðavegum

07:03 Krapi og éljagangur er á Hellisheiði en snjóþekja og éljagangur á Mosfellsheiði og Kjósarskarði.  Meira »

Ekið á gangandi vegfaranda

06:55 Ekið var á gangandi vegfaranda á gatnamótum Kringlumýrarbrautar og Hamrahlíðar í gærkvöldi. Tilkynning um slysið barst lögreglu um klukkan 18.30. Meira »

Flutningabíll valt

07:48 Flutningabíll valt á Vestfjarðavegi í Vattarfirði um klukkan 2 í nótt. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Vestfjörðum er talið að meiðsl bílstjórans hafi verið minniháttar. Meira »

Á vespu á 61 km/klst

07:00 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í gærkvöldi afskipti af fjórtán ára réttindalausum ökumanni vespu á Brúnavegi vegna hraðaaksturs. Meira »

Ölvuð með börnin í bílnum

06:52 Í gærkvöldi stöðvaði lögreglan á höfuðborgarsvæðinu bíl á Höfðabakka í Reykjavík. Ökumaðurinn var ung kona og var hún handtekin grunuð um ölvun við akstur og ítrekaðan akstur án ökuréttinda Meira »
UHD skjáir ( 4k )
Upplýsingar gefur Ólafur hjá Varmás ehf. sími 566 8144 ...
NOTAÐ&NÝTT
NOTAÐ&NÝTT er ný verslun á Skemmuvegi 6 á bak við Byko. Mikið úrval af fallegum ...
Stimplar
...
Armbönd
...
 
Félagsstarf aldraðra
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og f...
Frestun aðalfundar
Fundir - mannfagnaðir
Frestun aðalfundar ?? ??? ?????????...
Tillaga að deiliskipulagi
Tilkynningar
Breiðdalshreppur Tillaga ...
Íbúar í breiðholti
Fundir - mannfagnaðir
Félag sjálfstæðismanna í Skóga- o...