Enginn hefur skoðað Núp

Myndarlegar byggingar eru á staðnum. Ríkið vill selja þær allar. …
Myndarlegar byggingar eru á staðnum. Ríkið vill selja þær allar. Aftur á móti finnst enginn kaupandi. Ljósmynd/Guðmundur Helgason

Ríkiskaup auglýstu í júlí síðastliðnum til sölu þrjár húseignir að Núpi í Dýrafirði. Um er að ræða skólabyggingu og tvær heimavistir, alls rúmlega 4.500 fermetra.

Guðmundur Ástvaldsson á Núpi átti að sýna áhugasömum eignirnar en enginn hefur haft samband við hann, að því er hann tjáði blaðamanni í gær. Sumarhótel hefur verið rekið á Núpi en starfsemi hefur verið lítil yfir veturinn. Eitt og eitt námskeið, að sögn Guðmundar.

Eignirnar þrjár á Núpi sem ríkið vill selja eru gamli skólinn, hús með heimavist, kennslustofum og íbúðum og loks skólastjórahús og heimavist.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert