Hætta á skriðuföllum

Ekkert lát er á rigningunni næstu daga.
Ekkert lát er á rigningunni næstu daga. mbl.is/Golli

Búist er við mikilli rigningu í nótt á Suðausturlandi og sunnanverðum Austfjörðum. Vatnavextir þar eru því líklegir í nótt. Áfram er útlit fyrir talsverða eða mikla rigningu suðaustan til á landinu út vikuna og vatnavextir á þeim slóðum áfram líklegir. Þetta kemur fram á vef Veðurstofu Íslands.

„Í dag verður í fyrstu suðaustan 13-18 m/s en hægari og suðlægari um hádegi. Rigning verður á Suðausturlandi og á Austfjörðum en úrkomuminna suðvestan til og úrkomulítið norðanlands. 

Fer að rigna um mestallt land seint í kvöld og gengur í suðaustan 15-20 m/s austan til en hæg norðvestlæg átt verður vestanlands. Mikil rigning verður í nótt á Suðausturlandi og á sunnanverðum Austfjörðum en úrkomuminna á morgun, en þó áfram talsverð rigning þar. Annars staðar á landinu verða víða skúrir og því fá allflestir landshlutar einhverja vætu.

Útlit er fyrir að suðaustlægar áttir verði ríkjandi fram yfir helgi með rigningu af og til um allt land en varla heill þurr dagur suðaustan til á landinu. Því má búast við vatnavöxtum á því svæði sem eykur einnig líkur á skriðuföllum,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings.

Veðurspá fyrir næstu daga

Suðaustan 13-18 m/s, en lægir með deginum. Rigning suðaustan til en úrkomuminna suðvestanlands. Hægari vindur og þurrt að mestu norðan heiða. Gengur í suðaustan 15-20 austan til seint í kvöld en mun hægari vindur vestanlands. Rigning um mestallt land og talsverð eða mikil rigning suðaustanlands. Vestlæg átt 3-8 og víða skúrir á morgun en áfram suðaustanstrekkingur austan til með talsverðri rigningu suðaustanlands. Hiti 8 til 13 stig.

Á miðvikudag:

Suðaustan 13-20 m/s á austanverðu landinu, annars breytileg átt og mun hægari vindur. Mikil rigning á Suðausturlandi og Austfjörðum, en rigning með köflum í öðrum landshlutum. Hiti 8 til 16 stig, hlýjast á Norðausturlandi. 

Á fimmtudag:
Suðaustan 10-18 um landið austanvert, talsverð rigning og hiti 10 til 15 stig. Norðan 5-10 vestan til, rigning með köflum og hiti 6 til 10 stig. 

Á föstudag:
Austan 10-18 m/s. Úrkomulítið á Norðurlandi, en rigning annars staðar og talsverð rigning suðaustanlands. Hiti 7 til 14 stig. 

Á laugardag:
Suðlægátt 10-18 og rigning, en þurrt að kalla norðanlands. Hiti breytist lítið. 

Á sunnudag:
Stefnir í austlæga átt með rigningu, einkum austan til á landinu. Hiti 7 til 12 stig. 

Á mánudag:
Útlit fyrir norðlæga átt og rigningu en rigning með köflum sunnan til á landinu. Hiti breytist lítið.

mbl.is

Innlent »

Búið að opna Reykjanesbrautina

09:37 Búið er að opna á umferð um Reykjanesbraut á ný. Mikið hvassviðri er þar þó enn og vatnselgur að því er fram kemur á vef Vegagerðarinnar. Veðrið hefur nú líklega náð hámarki á höfuðborgarsvæðinu að mati vakthafandi veðurfræðings hjá Veðurstofunni. Meira »

Björgunarsveitir kallaðar í Hlíðarsmára

09:19 Björgunarsveitir voru kallaðar út að Hlíðarsmára í Kópavoginum á níunda tímanum í morgun eftir að rúða fór úr glugga í ofsaveðrinu. Fyrr í morgun höfðu björgunarsveitamenn verið kallaðir til þegar svalahurð fór af annars staðar í borginni. Meira »

53 m/s undir Hafnarfjalli

09:19 Vindhraði hefur mælst allt að 53 m/s í hviðum undir Hafnarfjalli í morgun. Meðalvindhraðinn er 29 m/s.   Meira »

Fundi með bæjarstjóra frestað vegna veðurs

09:12 Fundur eldri sjálfstæðismanna með Aldísi Hafsteinsdóttur, bæjarstjóra í Hveragerði, sem fara átti fram í Valhöll í hádeginu í dag fellur niður vegna veðurs. Meira »

Sex létust í árás á lögreglustöð

08:56 Sex létust er hópur vopnaðra manna réðst inn á lögreglustöð í Suður-Afríku í dag og rændi þar skotvopnum. Fimm hinna látnu voru lögreglumenn og einn var hermaður. Meira »

Umferðin hæg en áfallalaus

08:26 Umferðin hefur gengið vel fyrir sig á höfuðborgarsvæðinu í morgun að sögn umferðardeildar lögreglunnar, þrátt fyrir ofsaveðrið sem nú gengur þar yfir. Meira »

Hús íslenskra fræða bíður enn

08:18 Hús íslenskra fræða er eitt af þeim verkefnum sem bíða úrlausnar í fjármálaáætlun til næstu fimm ára sem nú er í vinnslu á Alþingi. Meira »

Rafmagnslaust í Mosfellsdal

08:26 Rafmagnslaust er enn í hluta Mosfellsdals en unnið er að viðgerð.   Meira »

Foreldrar meti aðstæður

08:15 Skólahald hefur ekki verið fellt niður í Árborg en foreldrar eru eins og alltaf þegar veður er vont beðnir um að meta aðstæður og fylgjast með frekari upplýsingum á heimasíðum skólanna. Meira »

Skoða að stækka Hótel Ísland

07:57 Fasteignafélagið Reitir hefur til skoðunar að innrétta hótel í Ármúla 7. Meðal hugmynda er að tengja reksturinn við Hótel Ísland í Ármúla 9. Guðjón Auðunsson, forstjóri Reita, segir málið á hugmyndastigi. Meira »

Öllum aðalleiðum frá borginni lokað

07:57 Í morgun hefur Vegagerðin lokað öllum helstu leiðum til og frá höfuðborgarsvæðinu. Gert er ráð fyrir að fleiri vegum verði lokað víðsvegar um landið þegar líður á daginn. Meira »

Bílar tollstjóra í nýjum búningi

07:37 „Þetta er smá tilraunastarfsemi hjá okkur. Við prófuðum þessar merkingar á tveimur bílum og ætlum að sjá hvernig mönnum líst á þetta,“ segir Kári Gunnlaugsson yfirtollvörður. Meira »

Bílar farnir að kastast til

07:32 Reykjanesbrautinni var lokað fyrir umferð nú um hálfátta, en ástandið þar var farið að verða slæmt að sögn Davíðs Más Bjarnasonar, upplýsingafulltrúa Landsbjargar. „Það voru farnar að koma tilkynningar frá vegfarendum um að bílar séu farnir að kastast til á Reykjanesbrautinni,“ segir hann. Meira »

„Lægðin afhjúpar þá eðli sitt...“

07:12 Trausti Jónsson veðurfræðingur rýndi í lægðina sem gengur yfir landið í dag á bloggi sínu í gær. Á gervihnattamynd sem hann skoðaði sá hann fyrirbrigði sem kallast „hlýtt færiband“. Meira »

Foreldrar fylgi börnum í skólann

06:46 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hvetur foreldra til að fylgja börnum sínum í skólann nú í morgun, en Veður­stof­an sendi í gær frá sér app­el­sínu­gula viðvör­un fyr­ir höfuðborg­ar­svæðið, Suður­land, Faxa­flóa, Breiðafjörð og Norður­land vestra. Meira »

Skólahald fellur niður fyrir hádegi

07:27 Allt skólahald í leik- og grunnskólum á Kjalarnesi fellur niður fyrir hádegi í dag, miðvikudag, þar sem von er á ofsaveðri. Búið er að loka veginum um Kjalarnes. Meira »

Lægðin „í beinni“

06:50 Það gengur í suðaustanstorm og -ofsaveður á öllu landinu með morgninum samkvæmt upplýsingum Veðurstofunnar.   Meira »

Nær hámarki um klukkan 9

06:38 „Þetta verður hvellur eins og við spáðum,“ segir Þorsteinn V. Jónsson, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, um storm og ofsaveður sem gengur yfir landið í dag. Veðrið mun ná hámarki um klukkan 9 suðvestanlands og þar með á höfuðborgarsvæðinu. Meira »
Chesterfield sófi.
Til sölu þessi gullfallegi Chesterfield leðursófi. Til sýnis í versluninni Notað...
STIGAR OG HANDRIÐ ALLAR MÖGULEGAR GERÐIR
Sjá meðal annars: http://www.youtube.com/watch?v=73dIQgOl2JQ&feature=channel L...
Leikjavefurinn Snilld - www.snilld.is
www.snilld.is - Frábært úrval af leikjum á leikjavefnum Snilld. Skelltu þér in...
Rómversk messubók
Rómversk messubók, aðeins 50 eintök gefin út og þar af flest eintök í vörslu kaþ...
 
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...
Framhald suðurland
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Fulltrúaráðsfundur
Fundir - mannfagnaðir
Vörður - fulltrúaráð sjálfstæðisf...
Félagslíf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa frá kl 9, ...