Rafknúnir bátar undanþegnir gjöldum

Árlega fara um 250 þúsund útlendingar í hvalaskoðunaferðir frá höfnum …
Árlega fara um 250 þúsund útlendingar í hvalaskoðunaferðir frá höfnum innan Faxaflóahafna. mbl.is/Hanna Andresdottir

Í nýsamþykktri gjaldskrá Faxaflóahafna fyrir árið 2018 var sett inn nýtt ákvæði til bráðabirgða um að bátar sem alfarið eru knúnir rafmagni og notaðir til skipulagðra siglinga með farþega séu undanþegnir bryggju- og lestargjaldi til ársloka 2025.

Engir af þeim bátum sem nú sigla í hvalaskoðunarferðir eða aðrar slíkar ferðir frá höfnum við Faxaflóa eru knúnir rafmagni, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

„Ákvæðið er hvatning til þeirra sem eru í þessari starfsemi. Rafknúnir bátar gætu hentað vel í þetta og eru eflaust framtíðin,“ segir Gísli Gíslason, hafnarstjóri Faxaflóahafna. Fjölmargir bátar eru gerðir út frá Reykjavík til hvalaskoðunar, fuglaskoðunar og fleiri ferða. Um 250 þúsund útlendingar fara í hvalaskoðunarferðir árlega.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert