Segir styttinguna bitna á tungumálakennslu

Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti, telur máltækni mikilvæga við varðveislu íslenskunnar. ...
Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti, telur máltækni mikilvæga við varðveislu íslenskunnar. Evrópski tungumáladagurinn er í dag. mbl.is/Golli

Máltækninni, sem er samvinna tungumáls og tölvutækni þar sem m.a. er hægt að stjórna tækjum og tólum með því að tala til þeirra, má líkja við prentbyltinguna. Þetta segir Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands og velgjörðarsendiherra tungumála hjá UNESCO.

„Prentun er ein tegund varðveislu og það er stafræna tæknin líka. Með því að leggja áherslu á íslenska máltækni gerum við allt sem er í okkar valdi til að varðveita þær gersemar sem íslensk tunga er,“ segir Vigdís í viðtali í Morgunblaðinu.

Evrópski tungumáladagurinn er í dag og af því tilefni verður málþing í Veröld – húsi Vigdísar, þar sem rætt verður um kennslu erlendra tungumála.

Áskorun að börn á flótta fái að viðhalda móðurmáli sínu

Vigdís segir að á alþjóðavettvangi sé mikið rætt um tungumálakennslu. Ein áskorunin á því sviði sé að börn á flótta fái að viðhalda móðurmáli sínu á sama tíma og þau tileinki sér tungumálið sem talað er í nýjum heimkynnum.

Hún segir miður að ekki sé nægileg áhersla lögð á önnur erlend tungumál en ensku í grunn- og framhaldsskólum og segir ástæðu til að hafa áhyggjur af áhrifum styttingar náms til stúdentsprófs á tungumálakennslu. „Við Íslendingar höfum einfaldlega ekki ráð á að þrengja að tungumálakennslu.“ 

Núna séu t.d. milljónir manna á flótta undan átökum og stríði, talsverður hluti þeirra sé börn og huga þurfi að því að þau fái að viðhalda móðurmáli sínu á sama tíma og þau tileinki sér tungumálið sem talað er í nýjum heimkynnum. „Ótal rannsóknir sýna að það er vænlegast að börn, sem eru byrjuð að tala tungumál heimalands síns, séu studd til að viðhalda því. Ég hef persónulega reynslu af þessu, því ég á vini sem komu hingað til lands frá Þýskalandi fyrir seinni heimsstyrjöldina sem tala skínandi góða íslensku en tókst jafnframt að viðhalda móðurmáli sínu. Þegar við bjóðum fólk velkomið til okkar eigum við að bera virðingu fyrir þeirra tungumáli. Við þyrftum að gera gangskör að þessu,“ segir Vigdís.

Öll tungumál styrkja hvert annað

Að standa vörð um íslenskuna hefur löngum verið Vigdísi hugleikið og hún segir að áhersla á málvernd styðji vel við að leggja áherslu á kennslu erlendra tungumála. „Öll tungumál styrkja hvert annað. Við, þessi fámenna þjóð, verðum allar stundir að gera allt sem í okkar valdi stendur til að standa vörð um einstakt og orðríkt tungumál okkar. En á sama tíma verðum við auðvitað að geta umgengist heiminn með tungumálum annarra þjóða.“

Vigdís segir ástæðu til að hafa áhyggjur af áhrifum styttingar náms til stúdentsprófs á tungumálakennslu. Ljóst sé að það hafi þegar haft áhrif. „Stytting framhaldsskólanna hefur bitnað á tungumálakennslunni og ég er hrædd um að við eigum eftir að gjalda fyrir það, því miður. Nemendur eru sennilega ekki búnir að átta sig á því ennþá, það er svo stutt liðið síðan námstíminn var styttur. En þegar þeir ljúka stúdentsprófi og fara utan að læra gætu margir skynjað að þeir hafi ekki fengið nægilega undirstöðu. Við Íslendingar höfum einfaldlega ekki ráð á að þrengja að tungumálakennslu.“

Veröld - hús Vigdísar.
Veröld - hús Vigdísar. Ljósmynd/Kristinn Ingvarsson

Vigdís segir miður að ekki sé nægileg áhersla lögð á önnur erlend tungumál en ensku í grunn- og framhaldsskólum. „Það er mikill misskilningur að alls staðar sé hægt að koma sér áfram með því að kunna sæmilega ensku. Enska er ekki sá aðgöngumiði að heiminum sem margir halda. Það er okkur auðvitað nauðsynlegt að kunna ensku, en það er ekki síður nauðsynlegt að kunna önnur tungumál. Einsleitni getur aldrei verið af hinu góða.“

Talið berst að dönskukennslu í grunnskólum og því að fyrir nokkrum árum var dregið þar úr vægi dönskunnar og ensku þá gert hærra undir höfði. „Að mínu mati er börnnum ekki kennd danska á réttum tíma,“ segir Vigdís. „Það á að kenna þeim þetta gagnlega tungumál fyrir okkur Norðurlandabúa fyrr, áður en þau fara að velta því mikið fyrir sér hvort það sé gagnlegt að læra dönsku eða ekki. Við eigum vissulega að kenna börnunum okkar Norðurlandamálin og ég hef heyrt fjölmargt ungt fólk segjast sjá eftir því að hafa ekki lagt meiri rækt við dönskuna.“

 Viðtalið við Vigdísi má lesa í heild í Morgunblaðinu í dag

Innlent »

Benedikt og Frú Ragnheiður verðlaunuð

15:38 Uppreisnarverðlaunin voru veitt í fyrsta skipti til viðurkenningar á markverðu og óeigingjörnu starfi í þágu frjálslyndis og almannahagsmuna. Uppreisn, ungliðahreyfing Viðreisnar, veitir verðlaunin sem þakklætisvott í garð þeirra sem skarað hafa fram úr á framangreindum sviðum Meira »

Bíll valt í Norðurá

15:24 Tveir ferðamenn voru fluttir á slysadeild á Akureyri í hádeginu eftir að bíll þeirra valt í Norðurá í Skagafirði. Að sögn lögreglunnar á Sauðárkróki eru þeir ekki alvarlega slasaðir. Meira »

Frekari fregnir væntanlegar á morgun

13:44 Forsvarsmenn United Silicon fara nú yfir gögn en heimild til greiðslustöðvunar fyrirtækisins rennur út á morgun. Karen Kjartansdóttir, talsmaður fyrirtækisins, sagði að frekari fregnir væru væntanlegar á morgun en vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið. Meira »

Segir grein Frosta rökleysu

12:54 Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og bæjarfulltrúi í Mosfellsbæ, segir að borgarlína sé vitrænn háttur til að efla almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu. Hún gagnrýndi grein Frosta Sigurjónssonar, fyrrverandi þingmanns Framsóknarflokksins, um borgarlínu. Meira »

Telur að hann eigi að fara út úr fjölmiðlum

12:01 Eyþór Arnalds sem sækist eftir oddvitasæti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík segist telja rétt að hann losi sig út úr fjölmiðlarekstri ef hann verður kjörinn borgarfulltrúi. Meira »

Banaslys á Arnarnesvegi

11:50 Ungur maður lést í bílslysi á Arnarnesvegi um hálfþrjú í nótt, samkvæmt upplýsingum frá aðalvarðstjóra í lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Meira »

Skora á þingmenn

11:02 Bæjarstjórn Hafnarfjarðar lýsir yfir vonbrigðum með að ekki sé tryggt fjármagn á árinu 2018 við áframhaldandi framkvæmdir við Reykjanesbraut innan Hafnarfjarðar. Bókun þess efnis var samþykkt einróma á fundi bæjarstjórnar í síðustu viku. Meira »

Borgarlína og spítali

11:13 Borgarlínan var mál málanna í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Hilmar Þór Björnsson arkitekt fjallaði meðal annars um borgarlínuna, samgöngumál og þéttingu byggða. Jafnframt var spítalinn til umræðu. Meira »

Búið af aflétta óvissustigi

10:52 Óvissustigi var aflýst í Ólafsfjarðarmúla klukkan átta í morgun og búið er að opna Siglufjarðarveg.   Meira »

Ákvörðun um framboð tekin fljótlega

10:28 Á Sósíalistaþingi í gær var rætt um mögulegt framboð flokksins til sveitastjórna í vor. Mikill fjöldi fundarmanna tók til máls á fundinum, segir í frétt á vef flokksins. Samþykkt var að boða fljótlega til félagsfundar þar sem ákvörðun yrði tekin um framboð til sveitastjórna. Meira »

Slær í 35-40 m/s í hviðum

09:24 Síðdegis í dag verður snjófjúk s.s. á Hellisheiði, Mosfellsheiði og Kjalarnesi. Undir Eyjafjöllum er spáð austanstormi frá klukkan 17 í dag og í hviðum fer vindhraðinn í allt að 35-40 m/s. Þar verður hvassast í kvöld. Í Öræfum við Sandfell skellur óveðrið á um klukkan 15, segir á vef Vegagerðarinnar. Meira »

49 greind með RS-veirusýkingu

09:00 Alls haf 49 verið greindir með RS-veirusýkingu á veirufræðideild Landspítalans á fyrstu tveimur vikum ársins. Í síðustu viku voru 29 greindir með RV en þar af voru 15 börn á fyrsta og öðru ári. Meira »

Fangageymslur fullar

08:44 Nóg hefur verið að gera hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og eru allar fangageymslur fullar eftir nóttina. Flestir eru vistaðir vegna ölvunar/annarlegs ástands. Meira »

Óveður á leiðinni

07:08 Spáð er staðbundnu óveðri síðdegis syðst á landinu og með ströndinni að Öræfajökli. Þarna er útlit fyrir austanstorm eða jafnvel rok og ofankomu með köflum. Mun skárra veður verður annars staðar á landinu í dag. Hvessir með úrkomu víða um land á morgun. Meira »

Spá staðbundnu óveðri

Í gær, 22:36 Spáð er staðbundnu óveðri eftir hádegi á morgun syðst á landinu og með ströndinni að Öræfajökli. Þarna er útlit fyrir austanstorm eða -rok og ofankomu með köflum. Mun skárra veður verður annars staðar á landinu. Meira »

Snjónum fagnað á skíðasvæðum

08:20 Börn og unglingar fá frítt í allar lyftur í Hlíðarfjalli í dag að tilefni þess að alþjóðaskíðasambandið stendur fyrir degi sem nefnist Snjór um víða veröld. Meira »

Mjög alvarlegt slys í nótt

06:48 Mjög alvarlegt umferðarslys varð á Arnarnesvegi við Reykjanesbraut í nótt, samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Meira »

Eins og rússnesk rúlletta

Í gær, 22:00 „Það er þyngra en tárum taki að baráttunni um betri vegasamgöngur frá Reykjanesbæ um Reykjanesbraut sé enn ekki lokið,“ segir Þórólfur Júlían Dagsson, stjórnarmaður Pírata á Suðurnesjum. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Flutnings, heimilis og Airbnb þrif
Vantar þig þrif ? Sendu okkur skilaboð og fáðu tilboð strax í dag! Systur ehf ...
Bátakerru stolið
Þessari kerru var stolið um Hvítasunnuhelgina í bryggjuhverfinu í Reykjavík. Þei...
ALLT MILLI HIMINS OG JARÐAR !!!!!!!!!!
NOTAÐ&NÝTT er ný verslun á Skemmuvegi 6 á bak við BYKO. Mikið úrval af fallegum ...
Eldtraustur peningaskápur til sölu.
Penigaskápur með nýum talnalás, tegund VICTOR . breidd, 58cm, hæð, 99 cm, dýp...
 
Háseti
Sjávarútvegur
Háseti Vísir hf óskar eftir að...
Skattadagurinn
Fundir - mannfagnaðir
SKATTADAGUR FLE Ráðstefna um skattam...
Byggðakvóti
Tilkynningar
Auglýsing vegna úthlutunar byggða...
Lausafjáruppboð
Nauðungarsala
Lausafjáruppboð Einnig birt á www.naud...