„Ég hef oft upplifað miklar sveiflur“

Katrín Jakobsdóttir gengur til fundar við Bjarna Benediktsson, eftir kosningarnar ...
Katrín Jakobsdóttir gengur til fundar við Bjarna Benediktsson, eftir kosningarnar í fyrra. mbl.is/Eggert

„Mig langar ekkert sérstaklega að verða forsætisráðherra en mig langar að leiða góða ríkisstjórn fyrir fólkið í landinu,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri hreyfingarinnar græns framboð, í samtali við mbl.is.

Flestir vilja sjá Katrínu sem næsta for­sæt­is­ráðherra Íslands, sam­kvæmt skoðana­könn­un Fé­lags­vís­inda­stofn­un­ar sem gerð var fyr­ir Morg­un­blaðið í síðustu viku. 46% þeirra sem tóku afstöðu vilja að Katrín verði forsætisráðherra eftir komandi alþingiskosningar. Samkvæmt þeirri könnun nýtur VG stuðnings 30% kjósenda.

Katrín segist vera mjög þakklát fyrir þann stuðning sem birtist í skoðanakönnuninni en bendir á að um hafi verið að ræða eina könnun. „Við finnum fyrir mikilli jákvæðni úti í samfélaginu. En ég er búin að vera í þessu í tíu ár og það sem skiptir máli er það sem kemur upp úr kössunum á kjördegi. Ég hef oft upplifað miklar sveiflur.“ Hún taki því þeim byr sem birtist í skoðanakönnunum með ­jafnaðargeði.

Stuðningur við Katrínu er töluvert meiri en við flokkinn sem hún leiðir, VG. Spurð hvernig hún upplifi þann persónulega stuðning sem hún njóti í skoðanakönnunum svarar hún því til að auðvitað sé hann mjög hvetjandi. „Maður finnur fyrir stuðningi og jákvæðni þegar maður fer út á meðal fólks.“ Hún segir að sá stuðningur veiti henni bjartsýni fyrir komandi kosningabaráttu.

Meirihlutaræðið ekki gott

Þingi var slitið seint í gærkvöldi og fáein mál voru til afgreiðslu. Við þinglokin segist Katrín sæmilega sátt en segir að það hafi verið vonbrigði að Sjálfstæðisflokkurinn hafi greitt atkvæði gegn þeirri tillögu sem samþykkt var um börn á flótta.

Í síðustu ræðu sinni á Alþingi lét Birgitta Jónsdóttir þung orð falla. Hún sagðist upplifa mikla spillingu í vinnubrögðum á Alþingi og sagði að enn væri verið að „skítamixa“. Þar vísaði hún til þeirra mála sem afgreidd voru í gær. „Þetta allt sem við erum með hérna, þessi ör­fáu mál, þau eru plástr­ar. Við erum ekki að taka á rót vand­ans. Eft­ir öll þessi ár sem við höf­um haft til þess að laga hlut­ina og læra af því sem var or­sök og af­leiðing hruns­ins. Þetta hérna er bara enn ein birt­inga­mynd þess hvernig við höf­um ekki lært.“ Hún sagði ömurlegt að fylgjast með vinubrögðum þingsins.

Birgitta Jónsdóttir hefur flutt sína síðustu ræðu á þingi.
Birgitta Jónsdóttir hefur flutt sína síðustu ræðu á þingi. mbl.is/Eggert

Katrín hefur setið lengi á þingi, og lengst af í stjórnarandstöðu, líkt og Birgitta. Spurð hvort hún deili þeim sjónarmiðum sem Birgitta setti fram svarar hún því til að margt megi gera miklu betur í íslensku samfélagi og stjórnsýslu. Sérstaklega geti stjórnvöld staðið sig betur í að hafa ákvarðanir opnar og gagnsæjar. Hún segist oft hafa gagnrýnt menningu meirihlutaræðis á Íslandi. Hún sé hvorki góð fyrir lýðræði né þingræði. „En um leið vil ég segja – ég er búin að vera í 10 ár á þingi – að mér finnst oft hafa náðst gríðarlega góður árangur á þingi, í góðu samstarfi flokkanna. Þetta er ekki einlit mynd fyrir mér.“

Hún segir að hún upplifi Alþingi sem mjög mikilvæga stofnun í íslensku samfélagi sem oft hafi unnið vel að góðum málum. Hún nefnir í því samhengi afgreiðslu útlendingalaga á sínum tíma og breytingar á húsnæðislögum, þar sem allir hafi unnið í takt. „Það eru til góð dæmi en það er líka margt sem hægt er að gera betur.“

Eftirspurn eftir stöðugri ríkisstjórn

Ekki verður liðið ár frá síðustu alþingiskosningum, þegar kjósendur stíga inn í kjörklefa 28. október. Katrín segir að ekki sé æskilegt að kosningar séu árlegur. Hún heyri mjög víða, ekki síst úr sveitarstjórnum og stofnunum, að fólki þyki sú óvissa sem uppi er um fjárframlög til stofnana og ýmissa verkefna bagaleg. Hún nefnir sauðfjárbændur og aðra þá sem þurfi að gera áætlanir til lengri tíma. „Þetta er ekki gott. Síðustu fjárlög voru samþykkt án pólitísks starfandi meirihluta og við afgreiðslu þeirra voru mjög mörg mál skilin eftir. Ég les það þannig að það er mikil eftirspurn eftir stöðugri ríkisstjórn til næstu ára.“

Vonast eftir samstöðu

Þegar Katrín er spurð um hvaða mál hún vilji að verði á oddinum í kosningabaráttunni nefnir hún kjör eldri borgara og öryrkja. Eldri borgarar séu jafn ósáttir við frítekjumarkið nú og þeir voru fyrir ári, enda hafi fyrirheit ríkisstjórnarflokkanna um bætt kjör þessara hópa ekki skilað sér til fólksins. Hún segir dapurlegt að upplifa skort á efndum þegar kemur að loforðum um uppbyggingu innviða, en um það hafi kosningabaráttan í fyrra snúist. Í því samhengi nefnir hún styrkingu heilbrigðiskerfisins, greiðsluþátttöku sjúklinga, heilsugæsluna og svo skólana, sem þurft hafi að takast á við skerðingu, ef eitthvað sé.

Loks nefnir Katrín stöðu þolenda í kynferðisbrotum, málefnið sem felldi ríkisstjórnina. „Ég held og vona að það séu möguleikar til þverpólitískrar samstöðu um þau mál og að það verði varanleg viðhorfsbreyting í þeim efnum.“

Illskeyttari umræða

Katrín vonast til að kosningabaráttan snúist um málefnin og hvernig vinnulagið sé í stjórnkerfinu. Opna þurfi fyrir aðgang að upplýsingum. Hún segir að pólitísk umræða sé að mörgu leyti orðin illskeyttari en hún var áður. „Það eru mikil átök á hinu pólitíska leiksviði.“ Hún segir að þó hún sé ekki gömul hafi samfélagsmiðlar ekki verið til þegar hún var að byrja í pólitík. „Umræðan er gríðarlega mikið breytt með samskiptamiðlunum. Þeir hafa gjörbreytt umræðunni og gefið fólki meira vald, sem er frábært. Almenningur hefur dagskrárvaldið en ekki fjölmiðlar eða stjórnmálaflokkar. En stjórnmálamennirnir hafa líka notað sér þessa miðla til að taka illskeyttari umræðu en áður. Það er dökka hliðin á þessu.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Gengur ekki til lengdar

13:55 Varðstjóri lögreglunnar á Suðurlandi var mættur í Reynisfjöru um hálfsjöleytið í morgun til að setja upp nýja borða sem girða af austasta hluta fjörunnar eftir að stór skriða féll þangað úr Reynisfjalli aðfaranótt þriðjudags. Meira »

Langir biðlistar vandræðaástand

13:27 Dóra Ingvadóttir, formaður Gigtarfélags Íslands, segir langa biðlista eftir því að fá tíma hjá gigtarlækni vera vandræðaástand. Hún bætir við að margir gigtarlæknar muni hverfa frá störfum á næstu árum sökum aldurs og hefur áhyggjur af því að ungir læknar sem sérmennta sig erlendis snúi ekki aftur til Íslands. Meira »

Líklega hæsta krafa allra tíma

13:19 Lögmaður Kristjáns Viðar Viðarssonar, sem dæmdur var í 16 ára fangelsi vegna Guðmundar- og Geirfinnsmálanna árið 1980 en sýknaður í fyrrahaust, hefur lagt fram bótakröfu í máli hans sem hann áætlar að verði sú langhæsta í Íslandssögunni vegna óréttar í sakamáli. Meira »

Furðar sig á þeim sem gera lítið úr Ásgeiri

12:53 „Við þurfum greinilega að ræða stam og málhelti meira sem samfélag,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri í færslu á Facebook-síðu sinni. Dagur furðar sig á fólki sem hefur gert lítið úr Ásgeiri Jónssyni, sem tók við starfi Seðlabankastjóra í vikunni, sökum þess að hann stamar. Meira »

Kafbátur við leit í Þingvallavatni

12:50 Kafbátur hefur hafið leit að nýju í Þingvallavatni að belgíska ferðamanninum sem talinn er hafa fallið í vatnið í síðustu viku. Hann fer tvær ferðir í dag og kafar í fimm klukkustundir í senn. Myndefni úr honum verður svo skoðað í kvöld og næstu daga. Meira »

Ákvörðun Katrínar vekur heimsathygli

12:02 Er Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra að sýna samnorrænum ráðherrum sínum stuðning með því að vera ekki á landinu þegar Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, kemur í heimsókn til Íslands í byrjun næsta mánaðar? Meira »

Þeir sem vita gefi sig fram

11:45 „Ég hvet þá sem enn eru á lífi og vita hvað gerðist í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu að stíga fram og útskýra hvað gerðist. Fyrr lýkur þessum málum ekki.“ Þetta segir Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður Guðjóns Skarphéðinssonar eins þeirra sakborninga í málinu sem sýknaðir voru í Hæstarétti í fyrra. Meira »

Ræða verklag lögreglu á borgarhátíðum

11:39 Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, hefur boðað komu sína á fund mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs Reykjavíkurborgar í dag, en þar verður verklag lögreglu á hátíðum á vegum borgarinnar til umræðu. Meira »

Þór dregur fiskibát í land

11:34 Skipstjóri á fiskibáti með bilaða stýrisvél á Húnaflóa hafði samband við stjórnstöð Landhelgisgæslunnar snemma í morgun og óskaði eftir aðstoð. Meira »

CLN-máli áfrýjað til Landréttar

11:21 Embætti ríkissaksóknara hefur áfrýjað CLN-málinu svokallaða, sem einnig hefur verið kallað Chesterfield-málið, til Landsréttar. Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari staðfestir þetta í samtali við mbl.is. Meira »

Búið að ráða í 98% stöðugilda

11:17 Búið var að ráða í 98% stöðugilda í grunnskólum borgarinnar og 96% í leikskólum 16. ágúst, að því er fram kemur í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Er ekki seinna vænna, enda hefst skólastarf í grunnskólum í dag. Meira »

Allt að árs bið eftir gigtarlækni

10:58 Bið eftir tíma hjá gigtarlækni er nú tveir til tólf mánuðir, sem er mun lengri tími en viðmiðunarmörk embættis landlæknis segja fyrir um. Meira »

Styrkja félaga sem lenti í bílslysi

10:46 Annað kvöld fer fram leikur Knattspyrnufélagsins Elliða og Ægis á Würth-vellinum í Árbæ, þar sem fé verður safnað til styrktar Aroni Sigurvinssyni, ungum manni sem lenti í alvarlegu bílslysi til móts við Rauðhóla um verslunarmannahelgina. Hann var tíu daga á gjörgæslu, en er nú á batavegi. Meira »

Á 200 km/klst. í hrauninu

09:42 „Það verður bara asnalegt að keyra bílinn hratt á almennum vegi,“ segir Benedikt Eyjólfsson, eigandi Bílabúðar Benna, um útrásina sem fæst af því að keyra hratt í Kvartmílubrautinni. Í vikunni hefur fólki gefist kostur á að prufa nýjustu Porsche-bílana í brautinni og fá kennslu hjá finnskum ökuþór. Meira »

3,1% atvinnuleysi í júlí

09:13 3,1% atvinnuleysi var í júlí, samkvæmt árstíðaleiðréttingu Hagstofu Íslands. Litlar breytingar voru á milli mánaða og var árstíðaleiðrétt atvinnuþátttaka 81,2%, sem er rétt um 0,2 prósentustigum lægra en í júní. Meira »

Sandauðnirnar þekja um fimmtung Íslands

08:18 Sandauðnir þekja um 22.000 km2 af Íslandi. Áfokið frá sandauðnunum hefur haft mikil áhrif á vistkerfi landsins. Áður gat sandfokið verið slíkt að búfénaður drapst og bújarðir lögðust í eyði bæði á Suðurlandi og Norðausturlandi. Það voru hamfarir sem fólk í dag á bágt með að skilja. Meira »

Pysjum fjölgar og stofn styrkist

07:57 Ævintýratími er nú runninn upp í Vestmannaeyjum. Helsta skemmtun krakka í bænum er að leita uppi pysjur sem nú á síðsumarskvöldum sveima úr klettum og fjöllum að ljósunum í bænum, en fatast þar flugið. Meira »

Fjarlægðu tvö tonn af drasli úr fjörunni

07:37 Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, og fjöldi sjálfboðaliða lögðu Marglyttunum og Bláa hernum lið við að hreinsa fjöruna í Mölvík við Grindavík í gærkvöldi. Meira »

Allt að 18 stiga hiti

07:08 Búast má við norðaustlægri eða breytilegri átt, 3-10 m/s, hvassast norðvestanlands, í dag. Skýjað og dálítil væta fyrir austan, en bjartara yfir og þurrt að kalla vestan til. Þó einhverjar smáskúrir síðdegis. Meira »
Greinakurlari
Glussastýrður greinakurlari fyrir traktor, www.hardskafi.is Sími 896 5486...
Varstu í bústað, ólykt eftir vetur, viltu eyða
Varstu í bústaðnum, var ólykt / fúkkalykt eftir veturinn, viltu eyða, hér er lau...
Infrarauðir Hitalampar fyrir allskyns verki 300w
Stórkostleg jákvæð áhrif á gikt, eykur virkni ýmissa ensíma sem bæta blóðrás og ...
Sumarbústaðalóðir til sölu í Vaðnesi
Til sölu fallegar sumarhúsalóðir með aðgangi að heitu og köldu vatni í vinsælu s...