Óvissa í Eyjum sögð skaðleg

Herjólfur við Vestmannaeyjar
Herjólfur við Vestmannaeyjar mbl.is/Árni Sæberg

„Það hefði átt að vera fullt hjá mér um helgina en vegna þess að ekki er hægt að stóla á samgöngur hætti hópur við,“ segir Svava Gunnarsdóttir, eigandi gistihússins Hamars í Vestmannaeyjum, en Morgunblaðið setti sig í samband við eigendur nokkurra fyrirtækja í Eyjum til að kanna áhrif slæmra samgangna á milli lands og Eyja á rekstur þeirra.

Berglind Sigmarsdóttir, eigandi veitingastaðarins Gott, segir stöðugar samgöngur lykilatriði þegar rekstur fyrirtækja er annars vegar, einkum þeirra sem starfa í ferðaþjónustu. Að sögn hennar lokast Vestmannaeyjar hreinlega við aðstæður á borð við þær sem nú eru uppi.

„Þar sem við erum með lítið samfélag skiptir ferðamaðurinn fyrirtækið miklu máli. Það er því rosalegt áfall að fá ekkert fólk,“ segir Berglind í umfjöllun um samgöngumál Eyjamanna í Morgunblaðinu í dag, og bætir við að sér finnist menn ekki vanda nægjanlega til verka þegar kemur að því að tryggja eðlilegar samgöngur til Vestmannaeyja.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »