Dómur kveðinn upp í Birnumáli á morgun

Dómur verður kveðinn upp yfir Thomasi Olsen í Héraðsdómi Reykjaness …
Dómur verður kveðinn upp yfir Thomasi Olsen í Héraðsdómi Reykjaness á morgun. Kristinn Magnússon

Á morgun kl. 13:30 verður dómur kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness í máli héraðssaksóknara gegn Thomasi Fredrik Møller Olsen, sem ákærður er fyrir að hafa banað Birnu Brjánsdóttur þann 14. janúar síðastliðinn.

Ákæruvaldið hefur farið fram á a.m.k. 18 ára fangelsivist yfir Olsen og telur sig hafa fært fullnægjandi sönnur á sekt hans, að því er fram kom í máli Kolbrúnar Benediktsdóttur varahéraðssaksóknara eftir að dómþingi í aðalmeðferð málsins var slitið, þann 1. september síðastliðinn.

Farið var fram á að ákærði yrði dæmd­ur til refs­ing­ar fyr­ir mann­dráp og stór­fellt fíkni­efna­brot. Hon­um verði gert að greiða sak­ar­kostnað, tæp­lega 4,5 millj­ón­ir króna og þessu til viðbót­ar eru einka­rétt­ar­kröf­ur for­eldra og aðstand­enda Birnu.

Olsen hefur allt frá upphafi neitað sök í málinu, en verjandi hans, Páll Rún­ar M. Kristjáns­son, krefst sýknu af báðum ákæru­liðum sem um­bjóðandi hans er sakaður um. Hann seg­ir margt í gögn­um máls­ins styðja þessa kröfu og seg­ir að eft­ir að Ol­sen var hand­tek­inn hafi aðrir mögu­leik­ar ekki verið rann­sakaðir að fullu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert