Flokkur Sigmundar heitir Miðflokkurinn og býður fram undir X-M

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Rax / Ragnar Axelsson

Framboð Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, fyrrverandi forsætisráðherra og formanns Framsóknarflokksins, til alþingiskosninganna í lok október heitir Miðflokkurinn og mun bjóða fram undir listabókstafnum M.

Eftir nokkra daga verður opnuð vefsíðan midflokkurinn.is og opnuð hefur verið facebooksíða fyrir framboðið.

Samkvæmt upplýsingum frá aðstandendum framboðsins gengur söfnun undirskrifta til stuðnings framboðinu vel í öllum kjördæmum. 

Fyrr í dag lýsti Björn Ingi Hrafnsson, sem áður hafði tilkynnt um framboð Samvinnuflokksins í komandi alþingiskosningum, að Samvinnumenn hygðust ganga til liðs við framboð Sigmundar. Þá hefur nokkur fjöldi félaga í Framsóknarflokknum sent frá sér yfirlýsingar undanfarna daga um útgöngu úr flokknum. 

Samkvæmt könnun MMR á fylgi flokkanna, sem birt var í dag, fengi Miðflokkurinn 7,3% atkvæða ef gengið yrði til kosninga nú. Það er meira fylgi en Framsóknarflokkurinn mælist með, sem er 6,4%.

mbl.is

Bloggað um fréttina