Ásetningur og alvarleiki þyngdu dóminn

Kolbrún Benediktsdóttir, varahéraðssaksóknari við dómsuppkvaðninguna í dag.
Kolbrún Benediktsdóttir, varahéraðssaksóknari við dómsuppkvaðninguna í dag. mbl.is/Hanna

Fyrir stundu var kveðinn upp dómur í Héraðsdómi Reykjaness í Birnumálinu. mbl.is var á staðnum og fékk viðbrögð Kolbrúnar Benediktsdóttur saksóknara við niðurstöðu dómara í málinu þar sem Thom­as Möller Ol­sen var dæmdur í 19 ára fangelsi fyrir að hafa banað Birnu Brjánsdóttur en hún hafði farið fram á 18 ára fangelsisdóm við aðalmeðferð málsins.

Kolbrún segir að í dómsorði komi fram að alvarleiki brotsins og ásetningurinn sem fólst í því að koma líki Birnu fyrir í sjó hafi þyngt dóminn yfir Thom­asi Möller Ol­sen.

Viðtal við Kolbrúnu má sjá í myndskeiðinu hér fyrir neðan.

Myndin er frá aðalmeðferð málsins.
Myndin er frá aðalmeðferð málsins. mbl.is/Eggert
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert