Eldri hjón unnu 24 milljónir

Eldri hjón unnu duttu í lukkupottinn þegar þau unnu 23,8 milljónir í lottó. Þau voru glaðhlakkaleg er þau heimsóttu skrifstofu Íslenskrar getspár ásamt syni sínum í vikunni.

„Meðferðis var vinningsmiðinn góði sem var keyptur í 10-11 við Suðurfell í Reykjavík síðasta laugardag og færði þeim hjónum rúmlega 23,8 skattfrjálsar milljónir,“ segir í tilkynningu.

Þar segir ennfremur að konan hafi greint starfsfólki Íslenskrar getspár frá því að þegar hún var ung kona hafi hún farið til spákonu sem sagði henni m.a. að þegar hún yrði talsvert eldri myndi hún vinna stóran vinning. 

„Hún lifði í voninni og því kom þetta henni ekkert sérstaklega mikið á óvart og átti samt sem áður erfitt með að trúa þessu. Þau hjón keyra um á tólf ára gömlum bíl og ætla nú að láta drauminn um nýjan bíl, beint úr kassanum, rætast,“ segir í tilkynningunni.

Nánar á vef Íslenskrar getspár.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert