Ný miðstöð verði sambærileg við aðallestarstöðvar

U-reiturinn þar sem stefnt er á að samgöngumiðstöð rísi til ...
U-reiturinn þar sem stefnt er á að samgöngumiðstöð rísi til framtíðar. Umferðamiðstöðin verður þungamiðjan en stefnt er að frekari uppbyggingu á svæðinu. Nálægðin við flugvöllin setur skorður við hæð bygginga. Ljósmynd/ Reykjavíkurborg/ Sigurður Ólafur Sigurðsson

Efnt verður til samkeppni um deiliskipulag og þróun samgöngumiðstöðvar þar sem Umferðarmiðstöðin (BSÍ) er núna og á nærliggjandi svæði. Borgarráð ákvað á fundi sínum nýlega að stofna tvo starfshópa til að fylgja þessu verkefni eftir. Markmiðið er að samgöngumiðstöð í Reykjavík verði lifandi og áhugaverður viðkomustaður, sambærilegur við aðallestarstöðvar í miðborgum erlendis.

Gert er ráð fyrir að samgöngumiðstöðin taki við af Hlemmi sem helsta tímajöfnunarstöð Strætó, auk þess að vera endastöð áætlanaleiða út á land og flugrútu. Flutningur tímajöfnunar frá Hlemmi yfir á BSÍ krefjist ekki mikilla breytinga.

Í greinargerð um þróun samgöngumiðstöðvar og nánasta umhverfis er sett fram sú framtíðarsýn að á U-reit verði samgöngumiðstöð Reykjavíkur og tengipunktur við landið allt. Samgöngumiðstöðin þjóni samgöngum á landi: verði meginskiptistöð almenningssamgangna innan höfuðborgarsvæðisins (Strætó, borgarlína), upphafs- og endastöð almenningssamgangna út fyrir höfuðborgarsvæðið, upphafs- og endastöð fjölda hópferðabifreiða og tengipunktur við aðra ferðamáta (hjólreiðar, skyndibílar, leigubílar, gangandi umferð, einkabílar).

Áætlað er um 7-8 fari um stöðina á degi hverjum ...
Áætlað er um 7-8 fari um stöðina á degi hverjum bæði farþegar almenningssamgangna og ferðaþjónustu sem fari um samgöngumiðstöð.

7-9 þúsund farþegar á dag

Fram kemur að miðað við þekktar tölur megi ætla að samanlagt verði fjöldi farþega almenningssamgangna og ferðaþjónustu sem fari um samgöngumiðstöð á venjulegum degi við opnun hennar af stærðargráðunni 7-8 þúsund talsins. Í ljósi spár um aukna hlutdeild almenningssamgangna og áætlana um fjölgun íbúa á svæðinu megi gera ráð fyrir að farþegafjöldinn 2035 verði um 15 þúsund farþegar á dag.

„U-reitur (Umferðarmiðstöðvarreitur) er hluti flatlendis í nágrenni stærstu og fjölmennustu vinnustaða landsins og miðborgar Reykjavíkur. Þar gefst því einstakt tækifæri til að flétta saman almenningssamgöngur, hjólreiðar og 12 vistvæna samgöngumáta. Mikilvægt er að göngu- og hjólaleiðir að og frá miðstöðinni verði mjög góðar og þar verði þegar í upphafi boðið upp á hjólageymslur og hjólaleigu,“ segir í greinargerðinni. Það var niðurstaða skýrslu vinnuhóps frá 2013 að U-reitur væri nægilega stór til að rúma samgöngumiðstöð og athafnasvæði hennar auk umtalsverðs byggingarmagns til viðbótar. Hins vegar setur nálægðin við Reykjavíkurflugvöll skorður hvað hæð bygginga varðar.

Í drögum keppnislýsingar vegna fyrirhugaðrar samkeppni kemur m.a. fram að gera þurfi ráð fyrir þeim möguleika til framtíðar að tengja lest milli alþjóðaflugvallar(Keflavík) og Reykjavíkur við samgöngumiðstöð. Skipulagstillögur þurfi að taka tillit til þess.

Samkvæmt upplýsingum frá aðilum sem vinna að athugun á lest milli Reykjavíkur og Keflavíkur sé á frumstigi þess verkefnis miðað við að brautarpallur endastöðvar lestarinnar við samgöngumiðstöð á U- reit verði neðanjarðar. Brautarpallur neðanjarðar þurfi að vera um 200 metra langur og með spor beggja vegna sem sameinast í eitt spor í jarðgöngum sem liggja undir byggð og suður fyrir Straumsvík. Breidd á pallinum verði 8-10 metrar auk tvöfaldrar breiddar lestarspors. Að/frá brautarpalli ferðist lestarfarþegar með rúllustigum og lyftum upp á yfirborð. Miða á við að lestarfarþegar komi þar upp í viðbyggingu við samgöngumiðstöð eða í byggingu sem standi sem næst henni.

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Innlent »

Björguðu ketti ofan af þaki

08:40 Eftir mikinn eril hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins í gærkvöldi, þegar það sinnti þremur brunaútköllum og fjölda sjúkraflutninga vegna slysa á fólki í miðbænum, var nóttin nokkuð tíðindalaus. Meira »

„Svikalogn“ á vesturströndinni á morgun

07:32 Gul viðvörun er í gildi á höfuðborgarsvæðinu, í Faxaflóa, á Suður- og Suðausturlandi og á miðhálendinu síðdegis í dag þegar lægð, sem nú er stödd syðst á Grænlandshafi, gengur yfir landið. Meira »

Í ýmsu að snúast hjá lögreglu

07:16 Menningarnótt fór vel fram í alla staði, að því er fram kemur í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Þar segir að mikill fjöldi gesta hafi lagt leið sína í miðborg Reykjavíkur og að 141 mál hafi komið upp á löggæslusvæði 1 frá sjö í gærkvöldi og til klukkan fimm í morgun. Meira »

Tugþúsundir fylgdust með

Í gær, 23:15 Menningarnótt hefur farið mjög vel fram í alla staði, segir Unnar Már Ástþórsson, aðalvarðstjóri í lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu þegar blaðamaður mbl.is ræddi við hann í kvöld. Flugeldasýningin hófst klukkan 23:10 og var lokaatriði Menningarnætur 2019. Tugþúsundir fylgdust með. Meira »

Mikið að gera hjá slökkviliðinu

Í gær, 21:45 Það hefur verið annasamt það sem af er kvöldi hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Þrjú brunaútköll og mikið álag vegna slysa í miðbæ Reykjavíkur. Þetta segir varðstjóri slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu í samtali við mbl.is. Meira »

Loksins gekk potturinn út

Í gær, 19:56 Loksins gekk lottópotturinn út en hann var áttfaldur í kvöld og nam alls 131 milljón króna. Fimm miðaeigendur voru með allar tölur réttar og fær hver þeirra rúmlega 26 milljónir króna í sinn hlut. Meira »

Stormviðvörun á höfuðborgarsvæðinu

Í gær, 19:41 Gefin hefur verið út gul stormviðvörun um sunnan- og vestanvert landið á morgun en spáð er 30-35 m/s í hviðum á Kjalarnesi, undir Hafnarfjalli og Eyjafjöllum. Höfuðborgarbúar eru beðnir um að ganga frá lausum munum, svo sem garðhúsgögnum og trampólínum til að forðast tjón. Meira »

Terturnar komu í lögreglufylgd

Í gær, 19:23 Brauðterturnar sem tóku þátt í brauðtertusamkeppni í Listasafni Reykjavíkur í dag komu til keppni í lögreglufylgd. Alls voru brauðterturnar 17 talsins sem tóku þátt í keppninni, að sögn Erlu Hlynsdóttur, sem var í dómnefnd keppninnar. Meira »

Kæra niðurfellingu máls

Í gær, 18:35 Foreldar ungrar konu sem lést í kjölfar afskipta lögreglu af henni í apríl síðastliðnum hafa kært ákvörðun héraðssaksóknara um niðurfellingu málsins til ríkissaksóknara. Meira »

7203 hlupu 10 km

Í gær, 18:06 Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka fór fram í 36.sinn í frábæru hlaupaveðri í dag. Til þátttöku voru skráðir 14.667 hlauparar á öllum aldri. Þátttökumet var sett í 10 km hlaupinu þar sem 7203 tóku þátt og 3 km skemmtiskokki þar sem 2436 voru skráðir til þátttöku. Meira »

Mikil gleði í miðborginni

Í gær, 18:06 „Við erum bara í hæstu hæðum. Þetta hefur gengið alveg ótrúlega. Ótrúlega mikið af fólki, sólin að skína á okkur og mikið af viðburðum út um allt. Þannig að við erum alveg ótrúlega sátt og glöð,“ segir Björg Jónsdóttir, verkefnisstjóri menningarnætur, í samtali við mbl.is. Meira »

Tekur hart á unglingadrykkju

Í gær, 16:44 Lögreglan mun taka hart á drykkju unglinga á Menningarnótt og biður foreldra um að taka þátt í að koma í veg fyrir hana. Unglingar yngri en 16 ára verða færðir í athvarf séu þeir úti eftir lögboðinn útivistartíma. Meira »

Fólk eigi að geta notað peninga

Í gær, 16:20 „Ég veit ekki til þess að þetta sé beinlínis bannað með lögum,“ segir Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, spurður um greiðslufyrirkomulag hjá Air Iceland Connect. Flugfélagið tekur ekki við peningum í greiðslu fyrir flug heldur eingöngu kortum. Meira »

Áheitametið fallið

Í gær, 16:07 Áheitametið í tengslum við Reykjavíkurmaraþonið frá því í fyrra er fallið og allt stefnir í að áheitin fari yfir 160 milljónir í ár, en þau eru þegar komin í rúmlega 159 milljónir króna. Áheitasöfnunin verður opin til miðnættis á mánudag. Meira »

14 aukavagnar vegna álags

Í gær, 15:47 Það er óhætt að segja að mikið er um að vera hjá Strætó í dag, en að venju boðið er frítt far vegna menningarnætur. Þá er þetta mesti álagsdagur ársins hjá fyrirtækinu, að sögn Guðmundar Heiðars Helgasonar, upplýsingafulltrúa Strætó bs. Meira »

Taka ekki við peningum sem greiðslu

Í gær, 14:45 Flugfarþegar með innanlandsflugi Air Iceland Connect geta ekki greitt fyrir flugfarið með peningaseðlum. Eingöngu er tekið við greiðslum með kortum í afgreiðslunni. Þessi breyting tók gildi fyrir um ári síðan. Meira »

Eins og að fara í ræktina

Í gær, 14:28 Mannræktarstarfi frímúrara má líkja við það að stunda líkamsrækt. Þetta segir Valur Valsson stórmeistari Frímúrarareglunnar en í ár eru 45 ár liðin frá því að hann gekk í Regluna. Hann segir eðlilegar ástæður fyrir þeirri leynd sem starf frímúrara hefur verið sveipað í aldanna rás. Meira »

Ákærðir fyrir stórfellt fíkniefnabrot

Í gær, 13:22 Þrír ungir Íslendingar hafa verið ákærðir fyrir að flytja rúm 16 kíló af kókaíni í gegnum Keflavíkurflugvöll í maí. Mennirnir eru fæddir árin 1996 og 1999 og hafa ekki áður komið við sögu hjá lögreglu. Meira »

Lampi úr fataafgöngum á tískuviku

Í gær, 13:20 Lampi og borð úr gömlum bómullar- og ullartextíl sem er pressaður saman verða meðal þess sem íslenska frumkvöðlafyrirtækið FÓLK mun kynna á alþjóðlegu stórsýningunni Maison & Objet sem fram fer í París 6.-10. september og er hluti af tískuvikunni þar í borg. Meira »
Borðfætur stál
Til sölu notaðir borðfætur frá Stáliðjunni, 6 stk undir tveggja manna borð og 3 ...
Ertu komin í saumaskap ?
Nýjar og notaðar saumavélar í úrvali. Nýjar vélar með 3 ára ábyrgð. Notaðar véla...
Skápur úr furu
Gæti hentað í sumarhúsið. S. 8691204...
Byggingaverktakar - Byggingastjórn - Meistarar - Eignaskiptayfirlýsingar
Byggingaverktakr - Byggingastjórn - Húsasmíðameistari - Eignaskiptayfirlýsingar ...