Ný miðstöð verði sambærileg við aðallestarstöðvar

U-reiturinn þar sem stefnt er á að samgöngumiðstöð rísi til …
U-reiturinn þar sem stefnt er á að samgöngumiðstöð rísi til framtíðar. Umferðamiðstöðin verður þungamiðjan en stefnt er að frekari uppbyggingu á svæðinu. Nálægðin við flugvöllin setur skorður við hæð bygginga. Ljósmynd/ Reykjavíkurborg/ Sigurður Ólafur Sigurðsson

Efnt verður til samkeppni um deiliskipulag og þróun samgöngumiðstöðvar þar sem Umferðarmiðstöðin (BSÍ) er núna og á nærliggjandi svæði. Borgarráð ákvað á fundi sínum nýlega að stofna tvo starfshópa til að fylgja þessu verkefni eftir. Markmiðið er að samgöngumiðstöð í Reykjavík verði lifandi og áhugaverður viðkomustaður, sambærilegur við aðallestarstöðvar í miðborgum erlendis.

Gert er ráð fyrir að samgöngumiðstöðin taki við af Hlemmi sem helsta tímajöfnunarstöð Strætó, auk þess að vera endastöð áætlanaleiða út á land og flugrútu. Flutningur tímajöfnunar frá Hlemmi yfir á BSÍ krefjist ekki mikilla breytinga.

Í greinargerð um þróun samgöngumiðstöðvar og nánasta umhverfis er sett fram sú framtíðarsýn að á U-reit verði samgöngumiðstöð Reykjavíkur og tengipunktur við landið allt. Samgöngumiðstöðin þjóni samgöngum á landi: verði meginskiptistöð almenningssamgangna innan höfuðborgarsvæðisins (Strætó, borgarlína), upphafs- og endastöð almenningssamgangna út fyrir höfuðborgarsvæðið, upphafs- og endastöð fjölda hópferðabifreiða og tengipunktur við aðra ferðamáta (hjólreiðar, skyndibílar, leigubílar, gangandi umferð, einkabílar).

Áætlað er um 7-8 fari um stöðina á degi hverjum …
Áætlað er um 7-8 fari um stöðina á degi hverjum bæði farþegar almenningssamgangna og ferðaþjónustu sem fari um samgöngumiðstöð.

7-9 þúsund farþegar á dag

Fram kemur að miðað við þekktar tölur megi ætla að samanlagt verði fjöldi farþega almenningssamgangna og ferðaþjónustu sem fari um samgöngumiðstöð á venjulegum degi við opnun hennar af stærðargráðunni 7-8 þúsund talsins. Í ljósi spár um aukna hlutdeild almenningssamgangna og áætlana um fjölgun íbúa á svæðinu megi gera ráð fyrir að farþegafjöldinn 2035 verði um 15 þúsund farþegar á dag.

„U-reitur (Umferðarmiðstöðvarreitur) er hluti flatlendis í nágrenni stærstu og fjölmennustu vinnustaða landsins og miðborgar Reykjavíkur. Þar gefst því einstakt tækifæri til að flétta saman almenningssamgöngur, hjólreiðar og 12 vistvæna samgöngumáta. Mikilvægt er að göngu- og hjólaleiðir að og frá miðstöðinni verði mjög góðar og þar verði þegar í upphafi boðið upp á hjólageymslur og hjólaleigu,“ segir í greinargerðinni. Það var niðurstaða skýrslu vinnuhóps frá 2013 að U-reitur væri nægilega stór til að rúma samgöngumiðstöð og athafnasvæði hennar auk umtalsverðs byggingarmagns til viðbótar. Hins vegar setur nálægðin við Reykjavíkurflugvöll skorður hvað hæð bygginga varðar.

Í drögum keppnislýsingar vegna fyrirhugaðrar samkeppni kemur m.a. fram að gera þurfi ráð fyrir þeim möguleika til framtíðar að tengja lest milli alþjóðaflugvallar(Keflavík) og Reykjavíkur við samgöngumiðstöð. Skipulagstillögur þurfi að taka tillit til þess.

Samkvæmt upplýsingum frá aðilum sem vinna að athugun á lest milli Reykjavíkur og Keflavíkur sé á frumstigi þess verkefnis miðað við að brautarpallur endastöðvar lestarinnar við samgöngumiðstöð á U- reit verði neðanjarðar. Brautarpallur neðanjarðar þurfi að vera um 200 metra langur og með spor beggja vegna sem sameinast í eitt spor í jarðgöngum sem liggja undir byggð og suður fyrir Straumsvík. Breidd á pallinum verði 8-10 metrar auk tvöfaldrar breiddar lestarspors. Að/frá brautarpalli ferðist lestarfarþegar með rúllustigum og lyftum upp á yfirborð. Miða á við að lestarfarþegar komi þar upp í viðbyggingu við samgöngumiðstöð eða í byggingu sem standi sem næst henni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »