„Gerðist þetta í alvörunni?“

Íbúar í Katalóníu eru 7,5 milljón manns. Af þeim voru ...
Íbúar í Katalóníu eru 7,5 milljón manns. Af þeim voru 5,3 voru á kjörskrá, en aðeins um 2 milljónir kusu með sjálfstæði í gær. AFP

„Ég upplifi borgina eins og hún sé að vakna eftir erfitt fyllerí. Gerðist þetta í alvörunni?“ segir Óttar M. Norðfjörð rithöfundur, sem er búsettur í Barcelona.

Íbúar í sjálf­stjórn­ar­héraðinu Katalóníu kusu um sjálfstæði frá Spáni í gær. 90% af þeim 2,26 millj­ón­um Katalóna sem kusu um sjálf­stæði sögðu já.

Óttar segir mikilvægt að varpa ljósi á allar hliðar kosninganna í Katalóníu. „Fína letrið er að kosningaþátttakan var 42 prósent, sem er hrikalega lélegt. Flestir sem ég þekki hérna úti sem eru mótfallnir sjálfstæði mættu ekki á kjörstað af alls konar ástæðum. Þeim fannst kosningin ólögleg og allt gert í flýti og fannst hún knúin fram en ekki lýðræðisleg. Kosningin sem slík er algjörlega ómarktæk og steikt og maður óttast að lýst verði yfir sjálfstæði í dag eða á morgun,“ segir Óttar í samtali við mbl.is.  

Óttar hefur búið á Spáni í tíu ár og fylgst með þróun sjálfstæðisbaráttu Katalóna allan tímann. „Það má eiginlega segja að sjálfstæðisbaráttuþróunin sé um tíu ára gömul. Árið 2009 var stuðningur við sjálfstæði Katalóníu í kringum tíu til fimmtán prósent þannig hann hefur snaraukist á síðastliðnum sjö til átta árum.“

Óttar M. Norðfjörð, rithöfundur, er búsettur í Barcelona.
Óttar M. Norðfjörð, rithöfundur, er búsettur í Barcelona. Ljósmynd/Aðsend

„Hinn þögli meirihluti“

Íbúar í Katalóníu eru 7,5 milljón manns. Af þeim voru 5,3 voru á kjörskrá, en aðeins um 2 milljónir kusu með sjálfstæði í gær. Óttar vakti athygli á þessu í færslu á Facebook þar sem hann skrifar meðal annars:  „Munum að það er „þögull meirihluti“ hér sem vill ekki sjálfstæði og margir þeirra álíta að um valdaránstilraun sé að ræða af hendi popúlista og þjóðernissinna.“

Umfang sjálfstæðisbaráttunnar hefur óneitanlega aukist, en skoðanakannanir hafa ávallt sýnt að mikill meirihluti Katalóna er mótfallinn því að héraðið lýsi yfir sjálfstæði. Að sögn Óttars má tengja aukið umfang sjálfstæðisbaráttu Katalóna við óánægju þeirra með Mariano Rajoyforsætisráðherra Spánar og slæmt efnahagsástand síðastliðinn áratug.

„Mariano Rajoy er einstaklega taktlaus maður sem kann ekki að díla við þessa héraðspólitík sem er á Spáni. Svo er það efnahagshrunið sem dundi yfir og Spánn er ennþá að komast út úr þeirri lægð. Úr þessum jarðvegi sprettur sjálfstæðishreyfing sem hefur verið dugleg að hvetja fólk til sjálfstæðis og sumum finnst jafnvel eins og þeir hafi beitt áróðri og lygum í að sannfæra Katalóna um að sjálfstæði sé betra en að tilheyra Spáni.“

Skrýtið óvissuástand

Sjokkið meðal íbúa í Katalóníu er greinilegt að mati Óttars, en hann segir ómögulegt að segja til um hvað gerist næst. „Gærdagurinn getur verið toppurinn á ísjakanum. Ef sjálfstæðissinnar lýsa yfir sjálfstæði í dag eða á morgun, hver veit þá hvað gerist næst? Þetta er skrýtið óvissuástand.“

Forsætisráðherra Spánar fundar nú um stöðu mála í Madrid á meðan forseti Katalóníu fundar með sinni stjórn í Barcelona. „Ef allir fylgja því sem þeir hafa sagt undanfarið, það er ef ríkisstjórn Spánar heldur áfram að standa fast á því að kosningarnar stangist á við stjórnarskrána og Katalónar lýsi yfir sjálfstæði, veit enginn hvað getur gerst. En það væri yndislegt ef einhver myndi sjá ljósið og allir gætu talað saman eins og eðlilegt fólk,“ segir Óttar.  

Hann líkir stöðunni sem nú er komin upp við skák þar sem verið er að tefla með líf fólks. „Þegar verið er að beita óeirðalögreglu á fólk þá geta hlutirnir farið í allar áttir. Báðum aðilum er stillt upp við vegg og það er það sem er hættulegt í þessu. Ef að þetta er skák er Katalónía að vinna, þeir eru kænni í öllum sínum aðgerðum. Skilaboð þeirra eru einföld, þeir vilja fá að kjósa en svo mæta þeir þessum þursi í Mardrid sem neita að hlusta og sendir inn óeirðalögreglu.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

„Ávísun á stórfellda réttaróvissu“

13:30 Hagsmunasamtök heimilanna vekja á heimasíðu sinni athygli á dómi Landsréttar þar sem veðskuldabréf Landsbankans sem gefið var út vegna fasteignaláns er ógilt. Meira »

Hundruð mótmæla framferði ríkisstjórnar

13:10 Á níunda hundrað hafa boðað komu sína á Austurvöll í dag þar sem mótmæla á framferði ríkisstjórnarinnar í málefnum ljósmæðra. Þá hafa 3.500 aðrir áhuga á viðburðinum, sem nefnist Mótmæli: VAKNIÐ RÍKISSTJÓRN! og hefst klukkan 15 í dag. Meira »

Stöðvar gjaldtöku Isavia

12:08 Samkeppniseftirlitið hefur í dag tekið bráðabirgðaákvörðun þar sem Isavia ohf. er gert að stöðva tímabundið gjaldtöku á ytri rútustæðum (fjarstæðum) við Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Telur eftirlitið sennilegt að Isavia hafi misnotað markaðsráðandi stöðu sína með óhóflegri verðlagningu. Meira »

Rúmlega tvöföldun eldis í Dýrafirði

12:03 Arctic Sea Farm stefnir að því að auka laxeldisframleiðslu sína í Dýrafirði um 123%. Þetta kemur fram í drögum fyrirtækisins að frummatsskýrslu, þar sem umhverfisáhrif framleiðsluaukningarinnar eru metin. Áform fyrirtækisins miða að því að framleiðsla laxeldisins í firðinum skili tíu þúsund tonnum. Meira »

Innsæið ekki öllum gefið

11:50 „Þetta var náttúrlega samblanda af heppni og einhverju smá innsæi. Þetta er ekki öllum gefið, svona innsæi,“ segir Guðbrandur Ægir Ásbjörnsson á Sauðárkróki, sem stóð uppi sem sigurvegari í HM-tippleik fjölmiðla Árvakurs. Að launum hlýtur Guðbrandur hægindastól frá ILVA, af gerðinni Stressless. Meira »

Fangarnir skelltu sér í sjósund

11:18 Fangar á Kvíabryggju nýttu góða veðrið í gær líkt og aðrir íbúar á Suður- og Vesturlandi til að skella sér í sjósund.  Meira »

Styrkveitingin afturhvarf til fortíðar

10:45 Átta íslenskir bókaútgefendur gagnrýna styrki sem forsætisnefnd Alþingis, skipuð fulltrúum allra flokka, hefur lagt til að Alþingi veiti Hinu íslenska bókmenntafélagi til útgáfu tveggja rita. Þetta gera bókaútgefendur í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag. Meira »

Enginn fannst með eggvopn

10:26 Leit lögreglu að manni, sem sagður var hafa sést á gangi um Laugardalinn í Reykjavík með eggvopn, bar engan árangur. Þetta segir Jóhann Karl Þórisson aðstoðaryfirlögregluþjónn. Lögreglu bárust tilkynningar um ferðir manns í gærkvöldi við verslunarkjarnann Glæsibæ og kom lögreglan á svæðið á tíunda tímanum í gærkvöldi. Meira »

Dagur íslenska fjárhundsins á Árbæjarsafni

10:19 Dagur íslenska fjárhundsins verður haldinn hátíðlegur í Árbæjarsafni á morgun, miðvikudag. Það verða nokkrir hundar á staðnum ásamt eigendum sínum, sem munu glaðir svara spurningum gesta og gangandi um íslenska fjárhundinn. Meira »

Malbikun í Ártúnsbrekku

08:55 Stefnt er að því í dag að malbika innstu akrein í Ártúnsbrekku, frá Höfðabakkabrú og niður að mislægum gatnamótum við Réttarholtsveg/Skeiðarvog. Meira »

Egill tapaði máli sínu fyrir MDE

08:39 Íslenska ríkið braut ekki gegn Agli Einarssyni með dómi í meiðyrðamáli sem hann höfðaði gegn konu árið 2012. Þetta kemur fram í úrskurði Mannréttindadómstóls Evrópu, sem kveðinn var upp í morgun. Meira »

Níu og hálft tonn af rusli

07:00 Sjálfboðaliðar söfnuðu níu og hálfu tonni af rusli í Bolungarvík á Hornströndum í tveimur ferðum þangað í sumar, en þangað fara þeir nú árlega í þeim tilgangi. Er það met því áður höfðu safnast um það bil fimm tonn í hverri hreinsunarferð. Meira »

Hlýjast á Suðurlandi í dag

06:51 Veðurstofan spáir 10 til 18 stiga hita í dag. Hlýjast verður á Suðurlandi en á Norðausturlandi á morgun.  Meira »

Fleiri skrá heimagistingu

06:10 Tíðni skráninga á heimagistingu hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu hefur aukist talsvert frá því að samningur um eflingu Heimagistingavaktar við atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið var undirritaður 27. júní sl. Meira »

Eru ekki að gefast upp

05:30 „Við erum ekkert að gefast upp í baráttunni. Við erum eins og kona í fæðingu þegar barnið er alveg að koma – fáum einhvern aukakraft. Þannig er hljóðið í okkur núna,“ segir Hallfríður Kristín Jónsdóttir ljósmóðir. Meira »

Sektir eða fangelsi reynist dýrið friðað

05:30 Umdeilt dráp hvalsins sem talið er að gæti verið steypireyður gæti haft afleiðingar í för með sér fyrir Hval hf. reynist hvalurinn vera steypireyður, sem er alfriðuð tegund. Meira »

Einungis fimm fíkniefnahundar standa vaktina hér á landi

05:30 „Það hefur nær engin umgjörð verið í kringum þennan málaflokk,“ segir Heiðar Hinriksson lögreglumaður, sem umsjón hefur með fíkniefnahundi lögreglunnar í Vestmannaeyjum. Meira »

1.300 tonn fylgja Guns N' Roses

Í gær, 22:20 Margvíslegur búnaður verður fluttur til landsins vegna tónleika Guns N' Roses, sem fram fara á Laugardalsvelli 24. júlí. Vegur búnaðurinn alls um 1.300 tonn, en 65 metra breitt svið verður smíðað á þjóðarleikvanginum og sérstakt gólf lagt yfir grasið. Meira »

Fullt hús á fundi ljósmæðra

Í gær, 22:03 Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar ljósmæðra, segir mikinn samhug ríkja meðal ljósmæðra en þær funduðu í kvöld í húsnæði BHM. Hún fullyrðir í samtali við mbl.is að kröfur ljósmæðra muni ekki koma til með að hafa launaskrið í för með sér. Meira »
Aupair í Bandaríkjunum
Við óskum eftir aupair til að aðstoða við að reka heimilið. Vinnan felst fyrst o...
Kvæði Bjarna Thorarensen 1847
Til sölu afar fágæt ljóðabók eftir Bjarna Thorarensen amtmann, Kvæði, prentuð í ...
Husqvarna 401 Svartpilen árg. 2018
Eigum á lagert til afgreiðslu strax Husqvarna 401 Svartpilen. A2 réttindi, 45hp....
Sumarbústaðalóðir til sölu í Vaðnesi
Til sölu fallegar sumarhúsalóðir með aðgangi að heitu og köldu vatni í vinsælu s...