„Gerðist þetta í alvörunni?“

Íbúar í Katalóníu eru 7,5 milljón manns. Af þeim voru ...
Íbúar í Katalóníu eru 7,5 milljón manns. Af þeim voru 5,3 voru á kjörskrá, en aðeins um 2 milljónir kusu með sjálfstæði í gær. AFP

„Ég upplifi borgina eins og hún sé að vakna eftir erfitt fyllerí. Gerðist þetta í alvörunni?“ segir Óttar M. Norðfjörð rithöfundur, sem er búsettur í Barcelona.

Íbúar í sjálf­stjórn­ar­héraðinu Katalóníu kusu um sjálfstæði frá Spáni í gær. 90% af þeim 2,26 millj­ón­um Katalóna sem kusu um sjálf­stæði sögðu já.

Óttar segir mikilvægt að varpa ljósi á allar hliðar kosninganna í Katalóníu. „Fína letrið er að kosningaþátttakan var 42 prósent, sem er hrikalega lélegt. Flestir sem ég þekki hérna úti sem eru mótfallnir sjálfstæði mættu ekki á kjörstað af alls konar ástæðum. Þeim fannst kosningin ólögleg og allt gert í flýti og fannst hún knúin fram en ekki lýðræðisleg. Kosningin sem slík er algjörlega ómarktæk og steikt og maður óttast að lýst verði yfir sjálfstæði í dag eða á morgun,“ segir Óttar í samtali við mbl.is.  

Óttar hefur búið á Spáni í tíu ár og fylgst með þróun sjálfstæðisbaráttu Katalóna allan tímann. „Það má eiginlega segja að sjálfstæðisbaráttuþróunin sé um tíu ára gömul. Árið 2009 var stuðningur við sjálfstæði Katalóníu í kringum tíu til fimmtán prósent þannig hann hefur snaraukist á síðastliðnum sjö til átta árum.“

Óttar M. Norðfjörð, rithöfundur, er búsettur í Barcelona.
Óttar M. Norðfjörð, rithöfundur, er búsettur í Barcelona. Ljósmynd/Aðsend

„Hinn þögli meirihluti“

Íbúar í Katalóníu eru 7,5 milljón manns. Af þeim voru 5,3 voru á kjörskrá, en aðeins um 2 milljónir kusu með sjálfstæði í gær. Óttar vakti athygli á þessu í færslu á Facebook þar sem hann skrifar meðal annars:  „Munum að það er „þögull meirihluti“ hér sem vill ekki sjálfstæði og margir þeirra álíta að um valdaránstilraun sé að ræða af hendi popúlista og þjóðernissinna.“

Umfang sjálfstæðisbaráttunnar hefur óneitanlega aukist, en skoðanakannanir hafa ávallt sýnt að mikill meirihluti Katalóna er mótfallinn því að héraðið lýsi yfir sjálfstæði. Að sögn Óttars má tengja aukið umfang sjálfstæðisbaráttu Katalóna við óánægju þeirra með Mariano Rajoyforsætisráðherra Spánar og slæmt efnahagsástand síðastliðinn áratug.

„Mariano Rajoy er einstaklega taktlaus maður sem kann ekki að díla við þessa héraðspólitík sem er á Spáni. Svo er það efnahagshrunið sem dundi yfir og Spánn er ennþá að komast út úr þeirri lægð. Úr þessum jarðvegi sprettur sjálfstæðishreyfing sem hefur verið dugleg að hvetja fólk til sjálfstæðis og sumum finnst jafnvel eins og þeir hafi beitt áróðri og lygum í að sannfæra Katalóna um að sjálfstæði sé betra en að tilheyra Spáni.“

Skrýtið óvissuástand

Sjokkið meðal íbúa í Katalóníu er greinilegt að mati Óttars, en hann segir ómögulegt að segja til um hvað gerist næst. „Gærdagurinn getur verið toppurinn á ísjakanum. Ef sjálfstæðissinnar lýsa yfir sjálfstæði í dag eða á morgun, hver veit þá hvað gerist næst? Þetta er skrýtið óvissuástand.“

Forsætisráðherra Spánar fundar nú um stöðu mála í Madrid á meðan forseti Katalóníu fundar með sinni stjórn í Barcelona. „Ef allir fylgja því sem þeir hafa sagt undanfarið, það er ef ríkisstjórn Spánar heldur áfram að standa fast á því að kosningarnar stangist á við stjórnarskrána og Katalónar lýsi yfir sjálfstæði, veit enginn hvað getur gerst. En það væri yndislegt ef einhver myndi sjá ljósið og allir gætu talað saman eins og eðlilegt fólk,“ segir Óttar.  

Hann líkir stöðunni sem nú er komin upp við skák þar sem verið er að tefla með líf fólks. „Þegar verið er að beita óeirðalögreglu á fólk þá geta hlutirnir farið í allar áttir. Báðum aðilum er stillt upp við vegg og það er það sem er hættulegt í þessu. Ef að þetta er skák er Katalónía að vinna, þeir eru kænni í öllum sínum aðgerðum. Skilaboð þeirra eru einföld, þeir vilja fá að kjósa en svo mæta þeir þessum þursi í Mardrid sem neita að hlusta og sendir inn óeirðalögreglu.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Nítján sagt upp hjá HB Granda

15:57 Nítján skipverjum um borð í Helgu Maríu AK, ísfisktogara HB Granda, hefur verið sagt upp. Ástæðan er óvissa innan útgerðarinnar um hvað gera skuli við skipið, en síðustu tvö ár hefur HB Grandi tekið við þremur nýjum ísfisktogurum. Meira »

Henti þvottavélinni með fötunum í

15:50 „Nærfötin mín bara virðast ekki ætla að hætta að enda með einhverju móti á enduvinnslustöðvum sorpu um alla borg,“ segir í stöðuuppfærslu Dagnýjar Daggar Bæringsdóttur unnustu Ívars Guðmundssonar útvarpsmanns á Facebook. Sönn saga hér um einkaþjálfara sem henti nærfötunum hennar með þvottavélinni. Meira »

Sakar meirihlutann um blekkingar

15:44 „Þetta er fullkominn útúrsnúningur og blekkingarleikur hjá ráðherranum. Það stendur alveg skýrum stöfum frá þessum sama ráðherra að það stendur til að lækka fyrirhugaða fjáraukningu til öryrkja,“ segir Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar og annar varaformaður fjárlaganefndar. Meira »

Í samstarf um að bæta strandlínu

15:42 Fulltrúar Landhelgisgæslunnar og Landmælinga Íslands skrifuðu undir samstarfssamning í dag sem felur í sér samstarf stofnananna um aukið aðgengi almennings að rafrænum kortaupplýsingum og endurbótum að strandlínu landsins. Meira »

Fresturinn lengdur um eitt ár

14:41 Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra, hefur ákveðið að framlengja um 12 mánuði frest fyrirtækja og stofnana til að öðlast jafnlaunavottun samkvæmt ákvæðum laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. Meira »

„Megn pólitísk myglulykt“

14:27 „Fyrir mér blasir við að þarna lágu skýrir og greinilegir þræðir þvers og kruss á milli Seðlabankans, ríkisstjórnarinnar og Kastljóss RÚV. Megna pólitíska myglulykt lagði af þessu samráðsferli þá og leggur enn.“ Meira »

„Ljót pólitík gagnvart viðkvæmum hópi“

14:09 Willum Þór Þórsson, formaður fjárlaganefndar og þingmaður Framsóknarflokksins, sakar í samtali við mbl.is Ágúst Ólaf Ágústsson, annan varaformann fjárlaganefndar og þingmann Samfylkingarinnar, um að stunda „ljóta pólitík gagnvart viðkvæmum hópi.“ Meira »

Ræddu stöðuna í þýskum stjórnmálum

13:39 Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráðherra sat kvöldverð með Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, í Berlín í gær. Merkel ávarpaði þar gesti alþjóðlegrar ráðstefnu um efnahagsmál á vegum Süddeutsche Zeitung. Meira »

Tíð innbrot í bifreiðar á höfuðborgarsvæðinu

13:12 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur fengið tilkynningar um rúmlega hundrað innbrot í ökutæki frá því 1. október. Um það bil helmingur þessara innbrota hefur átt sér stað í miðborginni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá embættinu. Meira »

Kynna nýtt CFC-frumvarp

12:37 Drög að nýju frumvarpi um svokallað CFC-ákvæði (e. Controlled foreign corporation) í skattalögum hefur verið kynnt á samráðsgátt stjórnvalda. Megintilgangurinn er að heimila skattlagningu CFC-tekna hér á landi og sporna gegn því að innlendir skattaðilar flytji fjármagn til svæða eða ríkja sem leggja á lága eða enga skatta. Meira »

Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri Votlendissjóðs

12:04 Bjarni Jónsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Votlendissjóðs. Hann hefur starfað síðustu 10 árin sem framkvæmdastjóri félagasamtaka nú síðast fyrir Siðmennt og áður fyrir garðyrkjubændur. Meira »

Sýni ábyrgð í útgjöldum og efnahagsmálum

11:58 Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segir að vegna breytinga á hagspá milli fyrstu og annarrar umræðu fjárlaga þurfi að stilla af einstaka liði, m.a til að sýna ábyrgð í útgjöldum og efnahagsmálum. Stjórnvöld séu þó að auka heildarútgjöld um 4,6% af u.þ.b. 900 milljörðum í fjárlögum ársins 2019. Meira »

„Fullkominn misskilningur“

11:17 „Það er fullkominn misskilningur að um sé að ræða einhvers konar hagræðingaraðgerð eða viðbrögð við nýrri þjóðhagsspá,“ segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra í samtali við mbl.is um fréttir af því að dregið verði úr hækkun framlags til öryrkja, úr fjórum milljörðum í 2,9 milljarða. Meira »

Allt að 12 stiga hiti um helgina

10:41 Talsverð hlýindi eru í kortunum en síðdegis á föstudag fara hitatölur hækkandi um allt land. Spár gera ráð fyrir allt að 12 stiga hita um helgina en veðrið verður best á norðausturhluta landsins. Meira »

Furða sig á samráðsleysi

10:11 Félagar í Sviðslistasambandi Íslands gera alvarlegar athugasemdir við frumvarpsdrög mennta- og menningarmálaráðherra að lögum um sviðslistir. Meira »

Valka með samning upp á 1,3 milljarða

10:05 Fyrirtækið Valka hefur samið við Murman Seafood um hönnun og uppsetningu á nýrri hátæknifiskvinnslu í borginni Kola í Murmansk í Rússlandi. Er fiskvinnslan sú fyrsta sinnar tegundar í landinu og verður tæknilegasta bolfiskvinnslan í Rússlandi að uppsetningu lokinni. Meira »

Reynt að minnka framúrkeyrslu í S-Mjódd

08:35 Heildarkostnaður við uppbyggingu íþróttamannvirkja á svæði ÍR í Suður-Mjódd er að óbreyttu áætlaður um 2.333 milljónir króna á verðlagi í október 2018. Er það hækkun kostnaðaráætlunar upp á 314 milljónir króna. Meira »

ÍAV lægstir í breikkun Suðurlandsvegar

07:57 Íslenskir aðalverktakar eiga lægsta tilboð í fyrsta áfanga breikkunar og lagningu nýs Suðurlandsvegar á milli Hveragerðis og Selfoss. Tilboð fyrirtækisins hljóðar upp á 1.361 milljón kr. sem er 111 milljónum kr. yfir áætlun Vegagerðarinnar. Tilboðið var tæplega 9% yfir áætlun. Meira »

Guðni stefnir á flug milli lands og Eyja

07:37 Sveitarstjórn Rangárþings eystra hefur lagt til breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins til að hægt sé að koma upp flugbraut á bænum Guðnastöðum í Landeyjum. Tillaga þessi er í umsagnarferli fram að jólum. Meira »
Nissa Leaf til sölu..
Til sölu Nissan Leaf Tekkna árg. 2016. 30 kw, dökkblár, leiðurklæddur, myndavél...
isl-stáleldhúskollar ódýrir
er með nokkra ódýra eldhús-kolla á 5,500 kr STYKKIÐ sími 869-2798...
Vantar gæslu fyrir kisu/kisann?
www.kattholt.is rekur hótel fyrir kisu/kisann. kattholt@kattholt.is // s;567 ...
Húsaviðgerðir - husco.is
https://www.husco.is/...