„Gerðist þetta í alvörunni?“

Íbúar í Katalóníu eru 7,5 milljón manns. Af þeim voru ...
Íbúar í Katalóníu eru 7,5 milljón manns. Af þeim voru 5,3 voru á kjörskrá, en aðeins um 2 milljónir kusu með sjálfstæði í gær. AFP

„Ég upplifi borgina eins og hún sé að vakna eftir erfitt fyllerí. Gerðist þetta í alvörunni?“ segir Óttar M. Norðfjörð rithöfundur, sem er búsettur í Barcelona.

Íbúar í sjálf­stjórn­ar­héraðinu Katalóníu kusu um sjálfstæði frá Spáni í gær. 90% af þeim 2,26 millj­ón­um Katalóna sem kusu um sjálf­stæði sögðu já.

Óttar segir mikilvægt að varpa ljósi á allar hliðar kosninganna í Katalóníu. „Fína letrið er að kosningaþátttakan var 42 prósent, sem er hrikalega lélegt. Flestir sem ég þekki hérna úti sem eru mótfallnir sjálfstæði mættu ekki á kjörstað af alls konar ástæðum. Þeim fannst kosningin ólögleg og allt gert í flýti og fannst hún knúin fram en ekki lýðræðisleg. Kosningin sem slík er algjörlega ómarktæk og steikt og maður óttast að lýst verði yfir sjálfstæði í dag eða á morgun,“ segir Óttar í samtali við mbl.is.  

Óttar hefur búið á Spáni í tíu ár og fylgst með þróun sjálfstæðisbaráttu Katalóna allan tímann. „Það má eiginlega segja að sjálfstæðisbaráttuþróunin sé um tíu ára gömul. Árið 2009 var stuðningur við sjálfstæði Katalóníu í kringum tíu til fimmtán prósent þannig hann hefur snaraukist á síðastliðnum sjö til átta árum.“

Óttar M. Norðfjörð, rithöfundur, er búsettur í Barcelona.
Óttar M. Norðfjörð, rithöfundur, er búsettur í Barcelona. Ljósmynd/Aðsend

„Hinn þögli meirihluti“

Íbúar í Katalóníu eru 7,5 milljón manns. Af þeim voru 5,3 voru á kjörskrá, en aðeins um 2 milljónir kusu með sjálfstæði í gær. Óttar vakti athygli á þessu í færslu á Facebook þar sem hann skrifar meðal annars:  „Munum að það er „þögull meirihluti“ hér sem vill ekki sjálfstæði og margir þeirra álíta að um valdaránstilraun sé að ræða af hendi popúlista og þjóðernissinna.“

Umfang sjálfstæðisbaráttunnar hefur óneitanlega aukist, en skoðanakannanir hafa ávallt sýnt að mikill meirihluti Katalóna er mótfallinn því að héraðið lýsi yfir sjálfstæði. Að sögn Óttars má tengja aukið umfang sjálfstæðisbaráttu Katalóna við óánægju þeirra með Mariano Rajoyforsætisráðherra Spánar og slæmt efnahagsástand síðastliðinn áratug.

„Mariano Rajoy er einstaklega taktlaus maður sem kann ekki að díla við þessa héraðspólitík sem er á Spáni. Svo er það efnahagshrunið sem dundi yfir og Spánn er ennþá að komast út úr þeirri lægð. Úr þessum jarðvegi sprettur sjálfstæðishreyfing sem hefur verið dugleg að hvetja fólk til sjálfstæðis og sumum finnst jafnvel eins og þeir hafi beitt áróðri og lygum í að sannfæra Katalóna um að sjálfstæði sé betra en að tilheyra Spáni.“

Skrýtið óvissuástand

Sjokkið meðal íbúa í Katalóníu er greinilegt að mati Óttars, en hann segir ómögulegt að segja til um hvað gerist næst. „Gærdagurinn getur verið toppurinn á ísjakanum. Ef sjálfstæðissinnar lýsa yfir sjálfstæði í dag eða á morgun, hver veit þá hvað gerist næst? Þetta er skrýtið óvissuástand.“

Forsætisráðherra Spánar fundar nú um stöðu mála í Madrid á meðan forseti Katalóníu fundar með sinni stjórn í Barcelona. „Ef allir fylgja því sem þeir hafa sagt undanfarið, það er ef ríkisstjórn Spánar heldur áfram að standa fast á því að kosningarnar stangist á við stjórnarskrána og Katalónar lýsi yfir sjálfstæði, veit enginn hvað getur gerst. En það væri yndislegt ef einhver myndi sjá ljósið og allir gætu talað saman eins og eðlilegt fólk,“ segir Óttar.  

Hann líkir stöðunni sem nú er komin upp við skák þar sem verið er að tefla með líf fólks. „Þegar verið er að beita óeirðalögreglu á fólk þá geta hlutirnir farið í allar áttir. Báðum aðilum er stillt upp við vegg og það er það sem er hættulegt í þessu. Ef að þetta er skák er Katalónía að vinna, þeir eru kænni í öllum sínum aðgerðum. Skilaboð þeirra eru einföld, þeir vilja fá að kjósa en svo mæta þeir þessum þursi í Mardrid sem neita að hlusta og sendir inn óeirðalögreglu.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Símkerfi Vegagerðarinnar er bilað

Í gær, 20:05 Símkerfi Vegagerðarinnar er bilað í augnablikinu svo að sími 1777 er óvirkur. Unnið er að viðgerð.  Meira »

Vann sjö milljónir í lottó

Í gær, 19:44 Einn miðahafi var með allar tölur réttar þegar dregið var út í lottó í kvöld. Sá heppni hlýtur rúmlega 7 milljónir í vinning. Meira »

76 nemendur útskrifuðust frá Bifröst

Í gær, 19:18 76 nemendur útskrifuðust frá Háskólanum á Bifröst við hátíðlega athöfn í dag. Útskriftarhópurinn samanstóð af nemendum úr viðskiptadeild, félagsvísinda- og lagadeild, námi í verslunarstjórnun og Háskólagátt. Háskólinn á Bifröst er 100 ára á þessu ári. Meira »

Limlestar til að forðast útskúfun

Í gær, 19:15 Foreldar stúlkubarna víða í Afríku og Asíu líða oft vítiskvalir yfir því að þurfa að láta dætur sínar gangast undir limlestingar á kynfærum. Aðgerð sem er ekki bara sársaukafull og brot á mannréttindum, heldur getur haft alvarlegar afleiðingar í för með sér, jafnvel leitt til dauða. Meira »

Fimm efstu í forvali VG í Reykjavík

Í gær, 19:08 Rafrænt forval fór fram í dag hjá Vinstri grænum í Reykjavík og lauk því klukkan 17. Valið var í efstu fimm sæti framboðslista hreyfingarinnar í borgarstjórnarkosningunum sem fara fram 26. maí. Líf Magnudóttir skipar efsta sætið, Elín Oddný Sigurðardóttir annað og Þorsteinn V. Einarsson það þriðja. Meira »

Enski boltinn rýfur heimilisfriðinn

Í gær, 18:59 Leikdeild Eflingar býður þetta árið upp á gamansöngleikinn Stöngin inn eftir Ólafsfirðinginn Guðmund Ólafsson. Sögusviðið er lítið sjávarþorp þar sem konur ákveða að setja eiginmenn sína út í kuldann vegna áhuga þeirra á enska boltanum. Meira »

Ferjuðu kindurnar á gúmmíbát

Í gær, 17:38 Nóttin var stormasöm hjá Bergljótu Rist, eigandi hestaleigunnar Íslenski hesturinn í Fjárborg á Hólmsheiði í útjaðri borgarinnar. Slökkviliðið á höfuðborg­ar­svæðinu ásamt björg­un­ar­sveit bjargaði tug­um dýra í hestaleigunnar í nótt eftir að flætt hafði inn í hest­hús og fjár­hús. Meira »

Cooper ásamt 60 minutes á Íslandi

Í gær, 18:58 Bandaríski fréttamaðurinn Anderson Cooper er staddur á Íslandi ásamt fylgdarliði frá sjónvarpsstöðinni CBS. Fram kemur á vef Víkurfrétta að Cooper, sem er fréttamaður CNN og 60 Minutes, hafi tekið viðtal á viðtal á Diamond Suites-hótelinu. Meira »

Betra útlit til ferðalaga

Í gær, 17:21 Nokkur straumhvörf eru að verða með veðrinu í dag að sögn veðurfræðings Vegagerðarinnar. Upp frá þessu mun veðrið róast og í stað vetrarlægða í runum tekur við letilegt háþrýstisvæði. Engu að síður má til morguns búast við éljum á fjallvegum og eins frystir í bjartviðri ansi víða í nótt. Meira »

Tók u-beygju í lífinu

Í gær, 17:15 „Við erum miklir vinir og erum í reglulegu sambandi,“ segir Magnús G. Sigurðsson þroskaþjálfi um félaga sinn Kristján sem hann kynntist fyrir 13 árum þegar hann hóf störf í íbúðakjarnanum Skipholti. Hann tók u-beygju í lífinu eftir að hann kynntist starfi með fötluðum, hætti sem rafvirki og fór í þroskaþjálfanám. Meira »

Hræðist pólitíska tengingu Eflingar

Í gær, 16:02 Ingvar Halldórsson, oddviti A-listans í kosningu til stjórnar Eflingar, segir mjög óeðlilegt hvernig formenn annarra stéttarfélaga og stjórnmálaöfl hafi beitt sér í kosningabaráttunni. Hann vill Eflingu áfram innan ASÍ og segist hafa áhyggjur ef félagið verði beintengt pólitík. Meira »

Rökkvi þefaði upp 100 gr. af kannabis

Í gær, 15:54 Síðdegis í gær var maður handtekinn þegar hann var að koma með Herjólfi til Vestmannaeyja en í fórum hans fundust um 100 gr. af kannabis. Þetta er annað málið á einni viku þar sem nokkuð magn fíkniefna finnst á farþega sem er að koma til Eyja. Meira »

Framboðslisti Miðflokksins í Reykjavík kynntur

Í gær, 15:19 Stjórn Miðflokksfélags Reykjavíkur kynnti í dag 11 efstu sætin á framboðslista flokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Vigdís Hauksdóttir skipar efsta sætið, Vilborg Hansen annað og Baldur Borgþórsson það þriðja. Meira »

Listi Samfylkingar og óháðra klár

Í gær, 14:35 Framboðslisti Samfylkingarinnar og óháðra í Reykjanesbæ fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar var samþykktur með lófataki á félagsfundi í dag. Meira »

Íslendingar uppræti úrelt viðhorf

Í gær, 14:11 Rektor Háskóla Íslands sagði við brautskráningu 437 kandídata í dag að Íslendingar þyrftu að uppræta úrelt viðhorf, mannskemmandi venjur og þá valdníðslu sem afhjúpuð hefði verið á undanförnum mánuðum í samskiptum kynjanna. Meira »

Þrír fluttir á slysadeild eftir bílslys

Í gær, 15:15 Þrír voru fluttir á sjúkrahús eftir að bíll ók á ljósastaur á Hafnarfjarðarvegi skammt frá Hamraborg í Kópavogi rétt fyrir klukkan þrjú í dag. Tveir bílar úr gagnstæðri átt rákust saman með þeim afleiðingum að annar endaði á ljósastaurnum. Ekki er vitað um líðan þremenninganna. Meira »

Snappari í aðalhlutverki

Í gær, 14:22 Einn vinsælasti snappari landsins, Hjálmar Örn Jóhannsson, er kominn á hvíta tjaldið. Grínmyndin Fullir vasar var frumsýnd á föstudag, og leikur Hjálmar aðalhlutverkið. Hann trúir að fólk geti látið drauma sína rætast ef það hefur jákvæðni að leiðarljósi. Meira »

Neyðarlúgur opnar vegna úrkomu

Í gær, 13:11 Neyðarlúgur skólphreinsistöðva borgarinnar hafa sumar hverjar verið opnar með hléum síðasta sólarhringinn. Að sögn Ólafar Snæhólm Baldursdóttur, upplýsingafulltrúa Veitna, er ástæðan mikil úrkoma síðasta sólarhringinn og tilheyrandi álag á fráveitukerfinu. Meira »
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa frá kl. 9,...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og b...
Aðalfundur heimssýnar
Fundir - mannfagnaðir
???????? ??????? ???????????????? ? ???...
L edda 6018022019 i
Félagsstarf
? EDDA 6018022019 I Mynd af auglýsin...