Í varðhaldi til 26. október

Sveinn Gestur við þingfestingu á dögunum.
Sveinn Gestur við þingfestingu á dögunum. mbl.is/Kristinn Magnússon

Hæstiréttur staðfesti í dag úrskurð héraðsdóms yfir Sveini Gesti Tryggva­syni. Hann hefur verið ákærður fyrir stórfellda líkamsárás sem leiddi andláts Arnars Jónssonar Aspar við heimili hans í Mosfellsdal sjöunda júní.

Sveinn Gestur verður í varðhaldi til fimmtudgsins 26. október. Í dómi héraðsdóms kemur fram að maðurinn sé undir sterkum grun um að hafa framið umrætt brot. Brotin geti varðað allt að 16 ára fangelsi. 

„Dómurinn fellst á það með héraðssaksóknara að brotið sé þess eðlis að með tilliti til almannahagsmuna sé nauðsynlegt að tryggja áfram að kærði gangi ekki laus á meðan mál hans sé til meðferðar hjá ákæruvaldi og dómstólum. Dómstólar hafa í fjórgang talið skilyrði gæsluvarðhalds á grundvelli almannahagsmuna vera fyrir hendi í máli ákærða, sbr. framangreinda dóma Hæstaréttar, og dómurinn telur að ekki hafi neitt nýtt komið fram í málinu sem breytt geti því mati dómstóla,“ segir í dómnum, sem Hæstiréttur hefur nú staðfest.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert