Árangur í forvörnum fangar athygli Dana

Dregið hefur mikið úr unglingadrykkju hér á landi.
Dregið hefur mikið úr unglingadrykkju hér á landi. AFP

Fréttavefur Politiken fjallar um þann undraverða árangur sem náðst hefur hér á landi á síðustu 20 árum í að draga úr unglingadrykkju og reykingum ungmenna. Einn af hverjum tíu íslenskum unglingum á aldrinum 15 til 16 ára hefur drukkið áfengi síðastliðinn mánuð, samanborið við einn af hverjum fjórum af jafnöldrum þeirra í Danmörku. 

Á síðastliðnum 20 árum hefur hlutfall þeirra ungmenna sem hafa drukkið áfengi síðastliðinn mánuð lækkað úr 42 prósentum niður í 5 prósent. Reykingar unglinga á þessum aldri hafa dregist álíka mikið saman, samkvæmt þeim upplýsingum sem koma fram í greininni.

Politiken ræðir við Dag B. Eggertsson borgarstjóra um árangurinn og hvernig hann hefur náðst. Hann segir að fyrst hafi þurft að greina vandann áður en hægt var að takast á við hann. Í ljós hafi komið að það  hafi ekki virkað vel að ganga á milli skóla og predika yfir ungmennum um skaðsemi áfengis og reykinga. Dagur segir ýmis konar kannanir hafa verið gerðar til að finna út hvað virkaði best, sem meðal annars byggðust á samtölum við unglingana sjálfa. Niðurstaðan var sú að forvarnir virkuðu best. Hann segir þetta ekki snúast um að reyna að stjórna unglingum heldur frekar hvetja til samvista með foreldrum sem séu fyrirmynd og leiðbeini á rétta braut.

Skemmtanir og drykkja fram á nótt 

Hann segir að menningin hafi verið þannig hér áður fyrr að unglingar byrjuðu snemma að vinna fyrir sér á sumrin og nýttu sumarhýruna í ýmiskonar skemmtanir. Það var algengt að unglingar væru úti langt fram eftir kvöldi og jafnvel fram á nótt að skemmta sér. Bærinn hafi oft verið fullur af börnum og unglingum. Þessu hafi fylgt áfengisneysla og reykingar.

Dagur segir það hafa haft jákvæð áhrif þegar reglur um útvist barna og unglinga voru settar. En nú mega unglingar á aldrinum 13 til 16 ára ekki vera úti eftir klukkan 22 á kvöldin á veturna og ekki eftir miðnætti á sumrin. Hann segir það vissulega ekki hafa gengið alveg þrautarlaust fyrir sig að koma þessum reglum á, en með hjálp lögreglu og foreldra hafi þetta orðið að góðri og gildri reglu sem langflestir virði. Þá sé áfengiskaupaaldur hér á landi 20 ár og aldurstakmark til að kaupa sígarettur 18 ár.

Gott samband við foreldra mikilvægt

Dagur segir mikilvægt í forvarnarstarfinu að börn og unglingar séu í góðu sambandi við foreldra sína og að fjölskyldur séu duglegar að gera ýmislegt saman. Hann bendir á að það sé mikilvægt að foreldrar átti sig á því að þeir eru foreldrar barna sinna alveg þangað til þau verða 18 ára. Hann segir gott að að hafa þá reglu á heimilinu að fjölskyldan eigi reglulega góðar samverustundir og ræði það sem er að gerast í lífi fjölskyldumeðlima. Hann segir að með þessu myndist traust á milli foreldra og barna og það dragi úr líkum á því að börnin geri eitthvað sem þau telja rangt.

Dagur segir jafnframt mikilvægt að börn séu virk í íþróttum, tónlistarnámi eða öðrum tómstundum. Í því samhengi bendir hann á að frístundstyrkur sé greiddur með öllum börnum í Reykjavík á aldrinum 6 til 18 sem létti undir með foreldrum varðandi kostnað. Hér áður fyrr hafi áfengisdrykkja verið hluti af tómstundaiðkun og oft hafi verið fagnað eftir kappleiki með áfengi. Þetta hafi hins vegar breyst því foreldrar taki nú meira þátt í tómstundastarfi barna sinna en áður.

Dagur segist í samtali við Politiken skilja að íslenska forvarnarmódelið gangi kannski þvert á hugmyndir Dana um sjálfstæði og sjálfræði unglinga. En hann segist sannfærður um að Danir geti þá fundið sína leið til að draga úr unglingadrykkju. Hann segir það þó einnig merki um ást og umhyggju að leyfa börnum að vera börnum þangað til þau verða 18 ára.

mbl.is

Innlent »

Hafarnastofninn hefur styrkst mikið

07:57 Óvenjumörg ný verpandi hafarnapör fundust á liðnu sumri, að sögn Kristins Hauks Skarphéðinssonar, sviðsstjóra í dýrafræði hjá Náttúrufræðistofnun Íslands. Íslenski arnarstofninn telur nú 82 pör og urpu 53 þeirra í vor og komu upp 39 ungum. Meira »

Strekkingsvindur með skúrum

07:53 Sunnan- og suðaustanstrekkingsvindur með skúrum verður víða um land í dag. Bjartviðri verður þó á Norður- og Austurlandi og hiti á bilinu 5 til 10 stig. Heldur dregur úr vindi og úrkomu er líður á daginn og kólnar þá einnig nokkuð í veðri. Meira »

Klæddist þýfinu í seinna innbrotinu

06:14 Tilkynnt var um innbrot í tvær íbúðir í Vesturbænum á ellefta tímanum í gærkvöldi. Farið hafði verið inn í íbúðirnar, rótað þar og stolið munum. Þá bárust lögreglu einnig tilkynningar um innbrot í tvo bíla í miðbænum og virðist sami einstaklingur hafa verið að verki í bæði skipti. Meira »

Reynt að ná samkomulagi um frestun

05:30 Hluti stjórnarandstöðunnar á Alþingi er afar ósáttur við áform stjórnarflokkanna um að afgreiða samgönguáætlun fyrir jól. Hótuðu sumir þeirra málþófi þegar þeir tóku málið tvisvar upp í gær undir liðnum umræða um fundarstjórn forseta. Meira »

Mönnun nýrra hjúkrunarrýma í óvissu

05:30 Óvíst er að áform heilbrigðisráðherra um að taka í notkun 550 hjúkrunarrými til ársins 2023 nái fram að ganga sem og þau áform að taka 200 af þeim í gagnið á næstu tveimur árum. Meira »

Vegleg bókagjöf

05:30 Pétur M. Jónasson, 98 ára, prófessor emeritus við Kaupmannahafnarháskóla, og dætur hans, Margrét og Kristín, hafa fært Náttúruminjasafni Íslands einkar veglega bókagjöf. Meira »

Verður Ísland áfangastaður ársins?

05:30 Samtökin Cruise Iceland hafa verið tilnefnd til alþjóðlegra verðlauna innan geira skemmtiferðaskipa. Tilnefningin er í flokknum „Besti áfangastaðurinn 2019“. Þetta er í fyrsta skipti sem Ísland er tilnefnt. Meira »

Tugir milljarða í ný hótelherbergi

05:30 Áformað er að taka um 1.500 hótelherbergi í notkun í Reykjavík á næstu tveimur árum. Það jafnast á við 15 meðalstór borgarhótel. Miðað við að hvert hótelherbergi kosti að meðaltali 35 milljónir í byggingu er þetta fjárfesting upp á tæplega 53 milljarða króna. Meira »

Benedikt freistaði Foster

05:30 „Þetta er bara búið að vera í ferli, hófst með herferð okkar eftir að Ísland tilnefndi kvikmyndina sem framlag til Óskarsverðlauna, þá sýndum við akademíumeðlimum hana og m.a. Jodie Foster. Það eru líka ákveðin persónuleg tengsl milli Jodie og fólks í mínu teymi. Þannig að Jodie kom á fyrstu sýninguna sem ég var viðstaddur og við töluðum saman þá strax.“ Meira »

Fangaði eldinguna á myndband

Í gær, 23:28 Gísla Reynissyni, ritstjóra Aflafretta.is, tókst að fanga á myndband eina af eldingunum sem laust niður á suðvesturhorninu í kvöld er hann var staddur í Grafarvogi. Myndbandið var ekki nema tveggja sekúndna langt í rauntíma en Gísli klippti það til og hægði á myndinni þannig að eldingin sæist betur. Meira »

Frumvarp um barnalífeyri samþykkt

Í gær, 22:39 Frumvarp Silju Daggar Gunnarsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins, um breytingar á lögum um almannatryggingar sem snýr að barnalífeyri var samþykkt á Alþingi í dag með 55 samhljóða atkvæðum. Meira »

Hljóðupptakan feli í sér refsivert brot

Í gær, 22:32 Hljóðupptakan sem var gerð á barnum Klaustri 20. nóvember var „njósnaaðgerð“ sem fól í sér refsivert brot. Þetta kemur fram í beiðni Reimars Péturssonar fyrir hönd fjögurra þingmanna Miðflokksins þar sem farið er fram á vitnaleiðslur og öflun sýnilegra sönnunargagna vegna upptökunnar. Meira »

Býðst til að safna fyrir Báru

Í gær, 22:31 Jón Gnarr, grínisti og fyrrverandi borgarstjóri Reykjavíkur, segist vera tilbúinn til að efna til söfnunar fyrir Báru Halldórsdóttur ef „svo ólíklega vildi til“ að hún yrði dæmt til að „borga eitthvað. Meira »

Vann 30 milljónir í Happdrætti HÍ

Í gær, 22:16 Einn heppinn miðaeigandi fékk þrefaldan vinning í milljónaveltu Happdrættis Háskóla Íslands og fær 30 milljónir króna í sinn hlut, en dregið var í kvöld. Meira »

Enn er beðið eftir hvalveiðaskýrslu

Í gær, 21:26 Ný skýrsla um þjóðhagsleg áhrif hvalveiða, sem sjávarútvegsráðherra óskaði eftir og átti að liggja fyrir í október, hefur ekki skilað sér. Þetta staðfestir upplýsingafulltrúi atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins, Þórir Hrafnsson, í samtali við mbl.is. Meira »

Ísland aðili að samþykkt SÞ um farendur

Í gær, 20:51 Ísland var eitt þeirra um 160 ríkja sem tóku þátt í afgreiðslu samþykktar Sameinuðu þjóðanna um örugga, skipulagða og reglubundna fólksflutninga (e. Global Compact for Safe, Orderly and Regular Migration) á sérstakri ríkjaráðstefnu í Marakes í Marokkó. Meira »

Twitter í ljósum logum eftir eldingar

Í gær, 19:27 Þrumur og eldingar eru tiltölulega sjaldgæfar á Íslandi, hvað þá í desember, en Twitter-notendur láta ekki sitt eftir liggja í að tjá sig um veðrið sem nú gengur yfir Suðvesturland. Flestir sjá á þessu spaugilegar hliðar á meðan öðrum er minna skemmt. Meira »

Svefnlyf sem mótvægi við metýlfenídati

Í gær, 19:20 Íslendingar nota fimmfalt meira af amfetamínskylda efninu metylfenídati en Danir og Norðmenn. Gríðarleg aukning hefur verið í notkun svona efna. Meira »

Frumvarp um tjáningarfrelsi lagt fram

Í gær, 18:56 Ríkisstjórnin hefur samþykkt að leggja fyrir Alþingi frumvarp forsætisráðherra um breytingu á stjórnsýslulögum um tjáningarfrelsi og þagnarskyldu opinberra starfsmanna. Meira »