Margar kvíða ferðum um fjallvegi

Ferðalög um fjallvegu á vetrum leggjast verr í konur en …
Ferðalög um fjallvegu á vetrum leggjast verr í konur en karla. Ljósmynd/Vaðlaheiðargöng

Segja má að gerð jarðganga sem leysa af hólmi erfiða fjallvegi sé feminísk framkvæmd, að mati Jóns Þorvaldar Heiðarssonar, lektors við Háskólann á Akureyri (HA).

Kannanir sýna að mun hærra hlutfall kvenna en karla óttast að aka um fjallvegina að vetri þegar búast má við hálku, ófærð og óveðrum. Því má ætla að jarðgöngin komi konum betur en körlum.

Þetta kom fram í erindi Jóns á afmælisráðstefnu viðskiptadeildar HA síðastliðinn föstudag. Yfirskrift hennar var Svæði og byggðir landsins á tímum breytinga. Jón fjallaði um umferð í Vaðlaheiðargöngum og Norðfjarðargöngum og áhrif gangagerðarinnar, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert