Stígamót braut lög um persónuvernd

Guðrún Jónsdóttir er talskona Stígamóta.
Guðrún Jónsdóttir er talskona Stígamóta. mbl.is/Golli

Stígamót braut lög um persónuvernd meðferð og persónuupplýsinga þegar farið var inn í tölvupóshólf starfsmanns að honum forspurðum. Samtökin litu svo á að starfsmaðurinn hefði látið af störfum með því að hafa sent bréf þar sem úrbóta var krafist á einelti sem hann taldi sig sæta á vinnustaðnum.

Fram kemur í úrskurðinum að starfsmaðurinn hafi  10. október í fyrra sent bréf á starfshóp Stígamóta þar sem „ég lýsti þeirri skoðun minni að ég yrði fyrir einelti á vinnustað og óskaði eftir aðkomu óháðra vinnusálfræðinga til að taka út samskipti og samskiptamynstur starfshópsins, en að ella fengi ég tækifæri til að ræða starfslok mín með fulltrúa stéttarfélags BHM.“

Næsta dag hafi starfsmaðurinn leitað til vinnusálfræðings BHM, sem hafði samband við Stígamót. Þann dag hafði tölvupósti starfsmannsins verið lokað. Skömmu síðar fékk starfsmaðurinn skilaboð í gegn um Facebook um að nýr aðgangur hefði verið stofnaður af tölvupósthólfi hans. „Með upplýsingunum um nýtt lykilorð fylgdi sú útskýring að Stígamót hefði orðið að stofna nýjan aðgang að vinnupóstinum mínum til þess að leita upplýsinga um fræðsluerindi sem ég hafði tekið að mér og átti að fara fram daginn eftir en starfsfólk Stígamóta hefði ekki nægar upplýsingar um. Aldrei var haft samband við mig, hvorki símleiðis né í gegnum tölvupóst til að nálgast þessar upplýsingar,“ segir í úrskurðinum.

Stígamót leit svo á að með bréfi sínu hefði starfsmaðurinn sagt upp störfum. Stígamót hefðu þurft að fara inn í tölvupóstinn, til að afbóka fræðsluerindi og að starfsmaðurinn hefði mátt vita að farið yrði inn í póstinn. Það væri „alvanalegt“.

Á þær skýringar fellst Persónuvernd ekki, enda samrýmist tilvikabundin skoðun Stígamóta á tölvupósthólfi starfsmannsins ekki lögum um persónuvernd og meðferð persónuverndarupplýsinga. Stígamót mátti ekki skoða póstinn.

Fram kemur í úrskurðinum að starfsmenn Stígamóta hafi framsent tölvupóst úr tölvupósthólfi starfsmannsins, að honum forspurðum. Það samrýmist heldur ekki umræddum reglum.

Persónuvernd hefur því úrskurð að meðferð Stígamóta á tölvupósthólfi starfsmannsins vegna starfsloka hans samrýmist ekki lögum um persónuvernd. Stígamót skuli fyrir 1. október (í fyrradag) senda Persónuvernd verklagsreglur um hvernig haga skuli skoðun á tölvupósti starfsmanna á meðan starfi stendur og við starfslok.

mbl.is

Innlent »

Skylda Hörpu að sækja fjármunina

11:59 „Það eru þarna 35 milljónir sem hafa farið í þennan ágæta umboðsmann og hans fyrirtæki. Við verðum auðvitað að komast að því hvað varð um þessa fjármuni og ég trúi nú ekki öðru en að þetta greiðist til baka,“ segir Baldvin Björn Haraldsson, lögmaður Hörpu. Meira »

Gerðu tilraun til ráns á hóteli

11:45 Par ógnaði starfsmanni hótels með hnífi um miðnættið og reyndi að ræna af honum tölvu. Öskrandi maður barði heimili í miðbænum að utan í nótt. Þá var bíl ekið á móti umferð eftir Kringlumýrarbraut um miðja nótt. Meira »

Vara við „veðurhvelli“

11:23 Vegagerðin vekur athygli á „veðurhvelli“ sem spáð er að gangi hratt yfir landið í fyrramálið.   Meira »

„Þeir geta ekkert farið“

11:20 „Þeir geta ekkert farið, ekkert flúið undan stríðinu,“ segir Arwa Ahmed Hussein Al-Fadhli um ástandið í Jemen. Hún hefur búið á Íslandi í áratug og segir líf sitt hafa byrjað er hún fékk hér ríkisborgararétt. Hún hvetur íslensk stjórnvöld til að beita sér í málefnum Jemen. Meira »

„Takk fyrir ekkert!“

11:09 „Við höfum sýnt mikla biðlund. Við héldum að við værum í kjaraviðræðum en við lítum svo á að þær hafi verið frekar tilgangslausar,“ segir Maríanna Hugrún Helgadóttir, formaður Félags náttúrufræðinga, um kjaradeilu þeirra sem hefur verið á borði rík­is­sátta­semj­ara síðustu sex mánuði. Meira »

Flug til Grænlands í uppnámi

10:38 „Við urðum að fella niður flugið í gær og í raun er það þannig að ef Kulusuk er lokaður, eins og hann er núna, þá er má segja allt okkar flug til og frá Grænlandi í uppnámi,“ segir Árni Gunnarsson, forstjóri Air Iceland Connect, í samtali við mbl.is. Meira »

Engin merki fundust um myglu

10:24 Tvö herbergi á lungnadeild Landspítala í Fossvogi verða væntanlega tekin aftur í notkun í dag, en Vinnueftirlitið greindi frá því á vefsíðu sinni að þeim hefði verið lokað vegna rakaskemmda og fúkkalyktar. Viðgerð var þegar hafin þegar Vinnueftirlitið kom á staðinn þann 29. janúar síðastliðinn. Meira »

Rafmagnslaust í Grindavík í nótt

10:32 Rafmagn fór af Grindavík um þrjúleytið í nótt, eftir að truflun varð í flutningskerfinu á Reykjanesi og varði rafmagnsleysið í nokkra klukkutíma. Í frétt á vef Landsnets segir að ástæða bilunarinnar hafi verið bilaður eldingarvari á Fitjalínu. Meira »

Plast í plastpokum í gráu tunnuna

09:49 Íbúar Hafnarfjarðar geta frá og með 1. mars sett allt plast saman í lokuðum plastpoka beint í gráu sorptunnuna.   Meira »

120 grísaskrokkar fara beint í ruslið

09:19 Búið er að opna Sæbrautina aftur eftir henni hafði verið lokað til suðurs um sjöleytið í morgun í kjölfar umferðaróhapps. Flutningskassi á flutningabíl á vegum Stjörnugríss brotnaði af í akstri og dreifðust grísaskrokkar um götuna. Meira »

7.000 nýburar deyja á hverjum degi

09:17 Í nýrri skýrslu UNICEF, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, kemur fram að börn sem fæðast í efnaminni ríkjum heimsins eru 50 sinnum líklegri til að deyja á fyrsta mánuði lífs síns en þau börn sem fæðast í efnamiklum ríkjum. Meira »

Sæbraut lokuð vegna umferðaróhapps

08:58 Sæbraut er lokuð til suðurs við Miklubraut vegna umferðaróhapps, en flutningabíll með grísakjöti opnaðist og dreifðist kjöt um götuna. Verið að þrífa kjötið af vettvangi. Meira »

Spáir sólríkum marsmánuði

08:52 Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur spáir því að veður hér á landi í mars verði fremur hæglátt. Spáir hann mildum suðaustlægum vindum og að það verði sólríkt og þurrviðrasamt. Meira »

Telja ákvörðun skipulagsnefndar ólögmæta

07:57 Biokraft sem á tvær vindrafstöðvar í Þykkvabæ telur að ákvörðun skipulags- og umferðarnefndar Rangárþings ytra um að synja breytingum á deiliskipulagi sem heimila stærri vindrafstöðvar sé ólögmæt. Meira »

Hvessir mjög á landinu

06:47 Spáð er suðaustanstormi eða -roki víða á landinu á morgun, jafnvel ofsaveðri vestantil.  Meira »

Starfshópur um frjálsíþróttavöll

08:18 Borgarráð hefur samþykkt tillögu borgarstjóra þess efnis að stofnaður verði starfshópur ráðuneyta, Reykjavíkurborgar og FRÍ til að annast nauðsynlegar viðræður og undirbúning að þjóðarleikvangi fyrir frjálsar íþróttir. Meira »

Engu nær eftir 4 ára þrautagöngu

07:37 Kærunefnd lausafjár- og þjónustukaupa hefur hafnað öllum kröfum Karls Sigurhjartarsonar á hendur Orkuveitu Reykjavíkur vegna hitunarkostnaðar sumarhúss Karls í Borgarfirði. Meira »

Minni skjálftar í nótt

05:36 Tugir skjálfta urðu við Grímsey í nótt en allir voru þeir litlir, sá stærsti var 2,2 stig. 71 jarðskjálfti yfir 3 af stærð hefur orðið á landinu síðustu tvo sólarhringa. Meira »
EIGUM ALLSKONAR STIGA Á LAGER
Einnig sérsmíði, sjáið úrvalið t.d. á: www.sogem-stairs.com/en_home-home.php L...
Skjóni eftir Nínu Tryggvadóttur
til sölu barnabókin Skjóni myndskreytt af Nínu Tryggvadóttur, útg. 1967, afar go...
UHD skjáir ( 4k )
Upplýsingar gefur Ólafur hjá Varmás ehf. sími 566 8144 ...
Leikjavefurinn Snilld - www.snilld.is
www.snilld.is - Frábært úrval af leikjum á leikjavefnum Snilld. Skelltu þér in...
 
L edda 6018022019 i
Félagsstarf
? EDDA 6018022019 I Mynd af auglýsin...
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Félag sjálfstæðismanna Smáíbúða-...
Hádegisfundur
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og b...