Óboðleg aðstaða fyrir innanlandsflug

Jón Gunnarsson, sveitarstjórnar- og samgönguráðherra.
Jón Gunnarsson, sveitarstjórnar- og samgönguráðherra. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Jón Gunnarsson innanríkisráðherra sagði, þegar hann setti málþing um innanlandsflug á Hótel Natura í dag, að sú aðstaða fyrir innanlandsflug, sem fyrir hendi er í Vatnsmýri, væri „óboðleg“. Stefnt sé að því að framkvæmdir við nýja flugstöð hefjist á næsta ári.

Nú fer fram málþing um innanlandsflug sem almenningssamgöngur, en hátt miðaverð hefur verið gagnrýnt undanfarin misseri, ekki síst af íbúum á Austurlandi. Þannig kom fram í Ríkissjónvarpinu í í gærkvöldi að ódýrara væri í sumum tilvikum að fljúga til útlanda en innanlands. Þar var til dæmis rætt við Ívar Ingimarsson, einn frummælenda á fundinum, sem benti á að flugferð frá Egilsstöðum til Reykjavíkur og til baka kostaði um það bil 50 þúsund krónur.

Jón sagði þegar hann setti þingið að skoska leiðin, sem snýst um að niður­greiða flug­far­gjöld fyr­ir íbúa á þeim stöðum sem eru í ákveðinni fjarlægð frá þéttbýlisstöðum, gæti verið til þess fallin að styrkja búsetu. Öflugt innanlandsflug spilaði mjög stóran þátt í því.

Jón sagði fyrirætlanir borgarinnar um að flytja Reykjavíkurflugvöll úr Vatnsmýrinni á næstu árum „algjörlega óraunhæft“. Það muni taka mörg ár í viðbót að komast að niðurstöðu um framtíðarlegu flugvallarins. Það væri þýðingarlaust að tala um eflingu innanlandsflugs með þau áform í bígerð.

Málþing um inn­an­lands­flug á Hót­el Natura.
Málþing um inn­an­lands­flug á Hót­el Natura. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert