Samvinna hefur bjargað mannslífi

Um 700 heimilisofbeldismál koma upp árlega hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.
Um 700 heimilisofbeldismál koma upp árlega hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

Samvinna stofnana, sveitarfélaga, fyrirtækja og félagasamtaka er lykilatriði ef á að nást góður árangur í meðferð heimilisofbeldismála. Þá á heimilisofbeldi og ofbeldi gegn börnum að vera hafið yfir allt dægurþras pólitíkusa. Þetta er meðal þess sem kom fram á ráðstefnu um samvinnu gegn heimilisofbeldi sem fram fór á Þjóðminjasafni Íslands í dag.

„Byggjum brýr - brjótum múra“ er yfirskrift ráðstefnunnar sem er sú fyrsta af þremur sem Jafnréttisstofa stendur fyrir um heimilisofbeldi. Að loknum erindum þar sem fjallað var um reynslu á þverfaglegri samvinnu í heimilisofbeldismálum, meðal annars í Noregi, og þá jaðarhópa sem eru í mestri áhættu að verða brotaþolar heimilisofbeldis, fóru fram pallborðsumræður. Þar ræddu Alda Hrönn Jóhannsdóttir, yfirlögfræðingur lögreglunnar á Suðurnesjum, Anna Kristinsdóttir, mannréttindastjóri Reykjavíkurborgar, Thelma Björk Guðmundsdóttir, félagsráðgjafi Kvennaathvarfsins og Ragna Björg Guðbrandsdóttir, verkefnastjóri Bjarkahlíðar, um hvernig megi bæta samvinnu ýmissa aðila gegn heimilisofbeldi.

Kristín Ástgeirsdóttir fyrrv. framkvæmdastýra Jafnréttisstofu stjórnaði pallborðsumræðu um sam­vinnu gegn ...
Kristín Ástgeirsdóttir fyrrv. framkvæmdastýra Jafnréttisstofu stjórnaði pallborðsumræðu um sam­vinnu gegn heim­il­isof­beldi í dag. Þátttakendur voru Alda Hrönn Jóhannsdóttir, yfirlögfræðingur lögreglunnar á Suðurnesjum, Anna Kristinsdóttir, mannréttindastjóri Reykjavíkurborgar, Thelma Björk Guðmundsdóttir, félagsráðgjafi Kvennaathvarfsins og Ragna Björg Guðbrandsdóttir, verkefnastjóri Bjarkahlíðar. mbl.is/Golli

700 heimilisofbeldismál árlega á borð lögreglu

Kerfið í heild sinni varð fljótt að megin umræðuefninu. „Er kerfið sem við erum búin að búa til að virka í dag fyrir fólkið sem þarf á þjónustu okkar að halda?“ spurði Alda Hrönn, og svaraði um hæl: „Ég held að mörgu leyti ekki. Það vantar alla heildstæða þjónustu.“ Hún greindi frá því að 700 heimilisofbeldismál koma upp árlega hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og hún krefst breytinga til að komast yfir öll þessi mál. „Kerfið er mannanna verk og við getum breytt því, það breytist ekki sjálfkrafa.“

Anna, mannréttindastjóri borgarinnar, segir að mikilvægt sé að hugsa um jaðarhópa þegar kemur að heimilisofbeldi, svo sem fatlað fólk og konur og börn af erlendum uppruna. „Þessir hópar eru ósýnilegir og það er enginn sem talar fyrir þá. Það er ekki nóg að bjarga börnunum, við verðum að leysa vandann inn á heimilunum.“

Samstarf aðila sem sjá um meðferð heimilisofbeldismála sé þó það sem mestu máli skiptir. „Það er traustið milli fólksins sem situr við borðið eins og við höfum upplifað í verkefnum á höfuðborgarsvæðinu að geta átt samtal við fólk þvert á kerfin. Það hefur gert það að verkum að það hefur örugglega fleira en einu og fleiri en tveimur börnum verið bjargað, bara vegna þess að kerfin hafa talað saman. Það er það sem skiptir mestu máli,“ segir Anna.  

Alda Hrönn tekur undir orð Önnu. „Ég veit að við höfum bjargað mannslífi með því að vinna saman. Við þurfum að finna lausnir, kerfið er ekki eilíft, við getum breytt því og við þurfum að gera það.“

Thelma Björk, félagsfræðingur Kvennaathvarfsins, hefur mestar áhyggjur af því að ekki náist að sinna þeim fjölda mála sem kemur upp. „Málunum fjölgar og fjölgar, en mér finnst vanta fjölgun á fólki sem vinnur í málunum. Ég er ánægð að við erum að beina sjónum að þessu vandamáli, en hvað svo?“

Alda Hrönn segir að heimilisofbeldi og ofbeldi gegn börnum eigi ...
Alda Hrönn segir að heimilisofbeldi og ofbeldi gegn börnum eigi að vera hafið yfir allt dægurþras pólitíkusa. mbl.is/Golli

Samvinnan hefur nú þegar skilað sér

Samvinna gegn heimilisofbeldi er ekki á byrjunarreit og er Bjarkarhlíð skýrt dæmi um það, að mati Rögnu Bjargar, verkefnastjóra Bjarkarhlíðar. „Bjarkarhlíð er nýtt úrræði, miðstöð fyrir þolendur ofbeldis sem er samstarfsverkefni allra þessara góðu aðila sem eru hér í dag og fleiri því að þangað erum við komin í dag, að vinna saman. Bjarkahlíð byggir á því góða starfi sem hefur verið unnið síðastliðin ár.“

Allar eru þær þó sammála um að nýta megi það sem vel er gert til að gera enn betur. Áhugaleysi stjórnvalda á ofbeldismálum var gagnrýnt og voru fyrirlesarar og ráðstefnugestir sammála um að aukinn áhugi stjórnmálamanna og stöðugri stjórnmál almennt verði að vera til staðar svo tekið verði á málum.

„Núna þegar við erum farin að hafa kosningar einu sinni ári erum við endalaust að vinna í hringi og þetta getur ekki gengið svona,“ segir Alda Hrönn. Að hennar mati á meðferð á ofbeldismálum ekki að líða fyrir óstöðugt stjórnmálaástand. „Heimilisofbeldi og ofbeldi gegn börnum á að vera hafið yfir allt dægurþras pólitíkusa. Þess vegna verðum við búa til framtíðaráætlanir, hætta að tala og fara að vinna. Við megum ekki gefast upp, við verðum að halda áfram.“

mbl.is

Innlent »

Íslendingur með þriðja vinning

19:48 Einn heppinn lottóspilari var með hinn alíslenska þriðja vinning í víkingalottóútdrætti kvöldsins og fær hann 1.476.000 krónur í sinn hlut. Miðinn var keyptur á lotto.is. Hvorki fyrsti né annar vinningur gekk út og því verður fyrsti vinningur því þrefaldur og annar vinningur tvöfaldur í næstu viku. Meira »

Lyfin ráða för í lækningum

19:30 Læknar nálgast ekki sjúklinga í dag út frá þeirra þörfum heldur miklu frekar lyfjum, segir Ófeigur Tryggvi Þorgeirsson, fagstjóri lækninga á heilsugæslunni í Grafarvogi. Hann og fleiri læknar sem fluttu erindi á Læknadögum um notkun ópíóíða lyfja eru sammála um að slíkum lyfjum sé of oft ávísað. Meira »

Ræddu norræna samvinnu og öryggismál

19:15 Tvíhliða samskipti Íslands og Svíþjóðar, norræn samvinna, Brexit og öryggismál voru meðal umræðuefna á fundi Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, utanríkisráðherra, og Margot Wallström, utanríkisráðherra Svíþjóðar. Meira »

„Eldurinn“ var maður að grilla

18:45 Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út á sjöunda tímanum vegna þess að íbúi við Hamraborg í Kópavogi hélt að það væri kviknað í hjá nágranna hans. Við komuna á staðinn komst slökkviliðið að því að „eldurinn“ var maður að grilla. Meira »

Hulunni svipt af hinsegin huldukonum

18:40 Sagnfræðingarnir Íris Ellenberger og Hafdís Erla Hafsteinsdóttir ásamt Ástu Kristínu Benediktsdóttur, íslensku- og bókmenntafræðingi, standa fyrir heimildasöfnunar- og miðlunarverkefninu Hinsegin huldukonur. Meira »

Sveigja á milli hraðahindrana

18:25 Hraðahindranir í borginni hafa lengi verið umdeildar. Ein tegundin er lítið notuð í öðrum sveitarfélögum er hönnuð og framleidd hér á landi og er ætlað að vernda fjöðrun strætisvagna fyrir álagi. Hönnunin veldur því að bílstjórar sveigja á milli hindrana sem eykur ekki öryggi að sögn sérfræðings. Meira »

WOW ekki bótaskylt vegna fugls

17:13 Samgöngustofa hefur hafnað bótakröfu farþega sem átti bókað flug með WOW air frá Barcelona til Keflavíkur í ágúst á síðasta ári. Fluginu var aflýst vegna vélarbilunar þar sem fugl fór inn í hreyfil flugvélarinnar í flugtaki. Meira »

Þurfa að meta áhættu og viðbúnað

17:45 Landspítalinn hefur ekki ákveðið hvort keypt verða ný tæki eða tekið ákvörðun varðandi annan viðbúnað ef starfsfólk spítalans þarf aftur að sjóða neysluvatn vegna aukinna jarðvegsgerla. Meira »

„Ég er algjörlega kominn á botninn“

17:04 Jóhannesi Baldurssyni, fyrrverandi framkvæmdastjóra markaðsviðskipta hjá Glitni, er gefið að sök að hafa lagt á ráðin um markaðsmisnotkun bankans, en fyrir dómi í dag sagði hann það ekki vera rétt. Meira »

Borgin og Rauði krossinn styrkja Vin

16:28 Reykjavíkurborg og Rauði krossinn hafa gert samning um að borgin greiði 47 milljónir til starfsemi Vinjar og tryggi þannig athvarf, fræðslu- og batasetur fyrir fólk með geðfötlun. Kostnaður við þjónustu er 42 milljónir króna og fimm milljónir eru vegna húsnæðiskostnaðar. Meira »

Verklagsreglum ekki verið fylgt

15:44 „Málið er litið alvarlegum augum,“ sagði Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins, á fundi allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis í dag um muni sem haldlagðir voru í rannsókn lögreglunnar á skemmtistaðnum Strawberries árið 2013 en hafa ekki fundist í fórum hennar. Meira »

Velta fyrir sér mögulegum ástæðum

15:31 Yfirvöld í Fjarðarbyggð velta fyrir sér tveimur mögulegum ástæðum fyrir því að aukinn fjöldi jarðvegsgerla hefur greinst í Norðfirði. Meira »

Taldi viðskiptin vera innan heimilda

15:13 „Mitt aðalstarf var stýring erlendra hlutabréfa,“ sagði Valgarð Már Valgarðsson, einn ákærðra í markaðsmisnotkunarmáli Glitnis. Hann kom þó einnig að nokkru leyti að viðskiptum deildar eigin viðskipta Glitnis með hlutabréf í bankanum sjálfum og fyrir það er hann ákærður. Meira »

Skúli gefur kost á sér í 3ja sæti

14:24 Skúli Helgason gefur kost á sér í 3. sæti í flokksvali Samfylkingarinnar fyrir komandi borgarstjórnarkosningar sem fram fer 10. febrúar næstkomandi. Skúli hefur verið borgarfulltrúi í eitt kjörtímabil og hefur stýrt skóla- og frístundamálum á þeim tíma. Meira »

Uppbygging á Kringlureit á næstu árum

13:50 Í dag skrifuðu Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Guðjón Auðunsson forstjóri Reita undir viljayfirlýsingu Reykjavíkurborgar og Reita um uppbyggingu á Kringlureitnum og verður það umfangsmesta uppbygging á svæðinu frá því verslunarmiðstöðin Kringlan var opnuð árið 1987. Meira »

Varðveisla sönnunargagna í beinni

14:53 Fundað verður í allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis í dag um varðveislu sönnunargagna í sakamálum. Fundurinn hefst klukkan 15:00 og verður steymt beint hér á mbl.is. Meira »

Líkfundur í Öræfum

14:01 Látinn maður fannst við Sandfell í Öræfum um hádegisbil í dag. Það voru björgunarsveitarmenn í Öræfum sem fundu manninn, en björgunarsveitir höfðu verið kallaðar til þegar farið var að grennslast fyrir um ástæður þess að bifreið hafði staðið mannlaus. Meira »

Vill Árna Pál í Brexit-málið

13:46 Björn Valur Gíslason, fyrrverandi varaformaður og þingmaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, leggur það til á vefsíðu sinni að Árni Páll Árnason, fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar, verði fenginn til liðs við stjórnvöld vegna hagsmunagæslu Íslands í tengslum við fyrirhugaða útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Flott kommóða rótar-spónn - sími 869-2798
Er með flotta kommóðu, spónlagða og innlagða á 25.000. Hæð 85x48x110 cm, 5 skúff...
Bátakerru stolið
Þessari kerru var stolið um Hvítasunnuhelgina í bryggjuhverfinu í Reykjavík. Þei...
ALLT MILLI HIMINS OG JARÐAR !!!!!!!!!!
NOTAÐ&NÝTT er ný verslun á Skemmuvegi 6 á bak við BYKO. Mikið úrval af fallegum ...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa frá kl. 9,...
L helgafell 6018011719 iv/v
Félagsstarf
? HELGAFELL 6018011019 VI Mynd af au...
Vantar þig trésmið
Iðnaðarmenn
Vantar þig trésmið? Úrræðagóður húsa...
Skrifstofuherbergi til leigu
Atvinnuhúsnæði
Skrifstofuherbergi til leigu Til leigu...