Segja nei við lögþvingun

Um 360 íbúar Grýtubakkahrepps hafa ekki áhuga á sameiningu.
Um 360 íbúar Grýtubakkahrepps hafa ekki áhuga á sameiningu. mbl.is/Ingó

Í skýrslu um stöðu og framtíð sveitarfélaga, sem unnin var fyrir samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið, er lagt til að fækka sveitarfélögum stórlega og festa lágmarksíbúafjölda í lög.

Mælt er með því að lágmarksíbúafjöldi verði 250 manns eftir rúm tvö ár og 1.000 manns árið 2026. 14 sveitarfélög í landinu eru með færri en 250 íbúa.

Í Grýtubakkahreppi eru um 360 íbúar, þar af um 250-280 á Grenivík, en hinir í dreifbýli. Þröstur Friðfinnsson sveitarstjóri Grýtubakkahrepps segiri í Morgunblaðinu í dag, að hreppurinn hefði ekkert á móti sameiningum sveitarfélaga. „Það sem við leggjumst alfarið gegn er að sameiningar verði lögþvingaðar og miðað við lágmarksíbúafjölda, eins og skýrsla ráðuneytisins gerir ráð fyrir. Þessi hugmynd um þúsund íbúa lágmarksfjölda er hálfgalin,“ segir Þröstur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert