Sjónarmið neytenda verða uppi á borðum

Þórólfur Matthíasson segist vanur því að sitja þar sem ólíkir ...
Þórólfur Matthíasson segist vanur því að sitja þar sem ólíkir hagsmunir takast á. mbl.is/Styrmir

Þórólfur Matthíasson hagfræðiprófessor, sem var í gær skipaður fulltrúi stjórnvalda í verðlagsnefnd búvara, gerir ráð fyrir að þurfa að leggja sig fram um að koma sjónarmiðum neytenda á framfæri í nefndinni. Hann gefur lítið fyrir gagnrýni bændaforystunnar á skipan sína og segist vanur að sitja þar sem ólíkir hagsmunir takast á.

Arnar Árnason, formaður Landsambands kúabænda, sagði í samtali við mbl.is fyrr í dag að Þórólfur væri yfirlýstur andstæðingur íslenska landbúnaðarkerfisins. Hann hafi gagnrýnt núverandi kerfi og sagt að það fúnkeri ekki, án þess að setja fram einhverjar lausnir. Þá hafa þau orð verið látin falla að skipan Þórólfs sé gerð til þess að valda úlfúð og ringulreið í kringum starf nefndarinnar.

Áskilur sér rétt til að gera tillögur að úrbótum

Þórólfur segir þau orð sem látin hafa verið falla vera á ábyrgð eigenda sinna og finnst hann ekki þurfa að tjá sig sérstaklega um þau. „Mér þykir vænt um það traust sem ráðherrarnir tveir sýna mér og reyni bara að standa undir því trausti,“ segir hann og vísar þar til Þorsteins Víglundssonar velferðarráðherra og Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur landbúnaðarráðherra.

„Þegar ég fékk fyrirspurn um að taka þetta að mér þá skoðaði ég lögin og ég get ekki séð annað en að ég hafi ákveðið verk að vinna. Ég hyggst ekki gera neitt annað en að sinna því.“

Hvort hann sjái fyrir sér að reyna að breyta kerfinu, segir Þórólfur það ekki hlutverk nefndarinnar. Hins vegar áskilji hann sér rétt til þess að gera tillögur að úrbótum við ráðherra málaflokksins þyki honum ástæða til. Hann vísar aftur í lögin og segir að þar sé að finna ákveðna forskrift að því hvernig nefndin á að starfa. „Ég hyggst fá svör við því í upphafi hvernig þessari forskrift hafi verið fylgt. Ef henni hefur ekki verið fylgt þá verði gerðar úrbætur þar á í samræmi við lögin.“

Þórólfur segir sjónarmið bænda og afurðarstöðva ekki hafa orðið undir ...
Þórólfur segir sjónarmið bænda og afurðarstöðva ekki hafa orðið undir hjá nefndinni. mbl.is/Helgi Bjarnason

Aðspurður hvort hann hafi fyrirfram ákveðnar hugmyndir um úrbætur segir hann rétt að það komi fram á nefndarfundum. „Mér finnst nóg að gert að menn séu með yfirlýsingar í fjölmiðlum.“

Þrátt fyrir mikla gagnrýni og að stór orð hafi verið látin falla ætlar Þórólfur ekki ákveða það fyrirfram að fulltrúar í nefndinni geti ekki starfað saman. „Það eru menn þarna sem hafa farið fram á að ég yrði rekinn frá háskólanum en það verða menn bara að eiga við sig. Ég tek það mál ekki upp innan þessar nefndar.“

Ekki hafa öll sjónarmið verið uppi á borðum

Þórólfur telur sig hafa rétt á því að hafa skoðanir á mörgu og að hann hafi ágætisbakrunn til að hafa skoðanir á hagfræði landbúnaðar og atvinnuvega. Þá hafi hann reynslu af því að sitja þar sem ólíkir hagsmunir takast á. „Ég hef í gegnum tíðina setið í samninganefndum um kaup og kjör þar sem takast á hagsmunir, en ég þekki engan mann sem hefur gengið út þegar ég hef komið inn í herbergi. Ég hef ágætisreynslu af því að sitja þar sem ólíkir hagsmunir takast á og það hefur ekki verið kvartað undan minni vinnu hingað til.“

Þórólfur segist alltaf hafa getað talað við alla og það verði engin breyting á því. „Ég er bara fenginn þarna til að starfa í samræmi við verkefni nefndarinnar og það hyggst ég gera. Nefndinni er ætlað að horfa til tvennskonar sjónarmiða og það er rétt að halda því til haga. Kannski hafa þau sjónarmið ekki öll verið uppi á borðinu fram til þessa.“

 Ertu þá að segja að sjónarmið bænda hafi verið meira uppi á borðum en annarra?

„Það má lesa ákvarðanir á undangengnun árum með þeim hætti,“ segir Þórólfur sem gerir ráð fyrir að hann muni beita sér fyrir því að sjónarmið neytenda verði meira uppi á borðum en áður. „Ég tel ekki að sjónarmið bænda og afurðarstöðva séu undir í þessari nefnd. Ég tel að þau sjónarmið muni koma fram og ég þurfi þess vegna að leggja meira á mig til að koma fram sjónarmiðum neytenda.“

mbl.is

Innlent »

Skemmdarverk unnin á minnisvarða NATO

Í gær, 20:50 Skemmdarverk hafa verið unnin á minnisvarða NATO við Hótel Sögu, en samkvæmt upplýsingum frá athugulum lesanda mbl.is hefur tjöru verið helt á skúlptúrinn og fiðri í kjölfarið. Einnig hefur rauðri málningu verið skvett á minnisvarðann og hvít klæði hengd á hann. Meira »

Einn með allar réttar í Lottó

Í gær, 20:22 Einn miðahafi var með all­ar töl­ur rétt­ar þegar dregið var út í Lottó í kvöld. Sá heppni hlýt­ur tæpar sjö millj­ón­ir í vinn­ing, en miðinn var keyptur á lotto.is. Meira »

Námsmanni gert að yfirgefa landið

Í gær, 19:40 Kanadamanninum Rajeev Ayer, nema í leiðsögunámi við Keili, hefur af hálfu Útlendingastofnunar verið gert að yfirgefa landið, en hann segir farir sínar ekki sléttar í samskiptum við stofnunina og að umsókn sín um dvalarleyfi hafi velkst um í stjórnsýslunni í nokkra mánuði. Meira »

Hrólfur næst í Hörpu

Í gær, 19:30 Síðasti vinnudagur Hrólfs Jónssonar hjá Reykjavíkurborg var í gær. Hann komst á starfslokaaldur samkvæmt 95 ára reglunni (35 ára starfsaldur + lífaldur) fyrir nokkru og ætlar að snúa sér að ráðgjöf og tónlist. Meira »

„Opni alls ekki póstana“

Í gær, 18:56 Tölvupóstar hafa nú síðdegis borist fólki í nafni Valitors þar sem greint er frá því að kreditkorti viðkomandi hafi verið lokað vegna „tæknilegra atvika“. Valitor segir póstana ekki koma frá fyrirtækinu og er fólk beðið um að smella alls ekki á hlekkinn. Meira »

950.000 kr. ágreiningur kostar 5 milljónir

Í gær, 18:30 „Ég efast um að við hér séum þau einu sem rýna ekki í hverja einustu línu á hverri blaðsíðu á 40 blaðsíðna og flóknum símareikningi sem kemur mánaðarlega. Ég efast um að við séum eina fyrirtækið eða fjölskyldan sem rukkað er um þjónustu sem ekki er veitt,“ segir framkvæmdastjóri Inter Medica. Meira »

Hagamelur væri bara byrjunin

Í gær, 17:23 Elías hjá Fisherman sér fyrir sér að opna fiskbúðir úti í heimi, nokkurs konar örframleiðslu þar sem útbúnir yrðu ferskir fiskbakkar og -réttir fyrir stórmarkaði í nágrenninu. Meira »

Blúsinn lifir góðu lífi

Í gær, 17:31 Blúshátíð í Reykjavík 2018 var sett í dag með Blúsdegi í miðborg Reykjavíkur. Blússamfélagið á Íslandi fylkti liði og gekk í skrúðgöngu niður Skólavörðustíg, en lúðrasveitin Svanur var með í för og lék glaðlegan jarðarfararblús frá New Orleans. Meira »

Sýndu bandarískum nemum samstöðu

Í gær, 16:24 Um hundrað manns tóku þátt í göngunni March for Our Lives Reykjavík, í miðborginni nú klukkan þrjú. Gangan er haldin til stuðnings málstað bandarískra ungmenna sem mótmæla frjálslyndri skotvopnalöggjöf Bandaríkjanna. Hreyfingin March For Our Lives varð til í kjölfar skotárásarinnar í menntaskóla í Flórída í febrúar þar sem sautján féllu. Meira »

Spenntu upp hurð og brutust inn

Í gær, 15:58 Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var tilkynnt um innbrot í einbýlishús í Grafarvogi í gærkvöldi. Höfðu þjófarnir spennt upp hurð á húsinu, farið þar inn og stolið munum. Tilkynnt hefur verið um tvö önnur innbrot frá því í gærkvöldi. Meira »

Strandaglópur í Köben eftir handtöku

Í gær, 15:31 Jón Valur Smárason framkvæmdastjóri var handtekinn á Kastrup-flugvelli fyrr í mánuðinum vegna tilhæfulausrar ásökunar starfsmanns á vellinum. Varð það til þess að hann missti af flugi sínu með Wow Air til Íslands og varð að dvelja aukanótt í Kaupmannahöfn. Meira »

Skjól frá þrælkun og barnahjónaböndum

Í gær, 14:35 Hún hefur helgað sig hjálparstarfi undanfarinn áratug og segir verkefnið stundum yfirþyrmandi, en þá verði hún að rífa sig upp og einbeita sér að því sem hún þó getur gert. Meira »

„Við hræðumst ekki Rússa“

Í gær, 13:40 „Staðan í heimsmálunum eins og hún er í dag er frekar óstöðug. Ekki einungis vegna Eystrasaltsríkjanna og Rússlands heldur einnig meðal annars vegna Sýrlands, Tyrklands, Norður-Kóreu og Kína.“ Meira »

Óbrotnir eftir fallið

Í gær, 12:37 Tveir menn sem lentu í vanda við Stóru-Ávík í Árneshreppi á níunda tímanum í morgun fóru fram á kletta í svonefndu Túnnesi rétt við bæinn. Annar mannanna fór of framarlega og féll fram af klettunum en stoppaði á klettasyllu um metra frá sjónum. Félagi mannsins reyndi að koma honum til staðar en féll einnig fram af syllunni. Meira »

Björt Ólafsdóttir má keyra trukka

Í gær, 11:51 Björt Ólafsdóttir formaður Bjartrar framtíðar og Jóhann K Jóhannsson fóru yfir það sem stóð upp úr í fréttum vikunnar í Magasíninu á K100. Margt bar á góma í spjallinu, meðal annars hundakaffihús, sjúkrabíla, Facebook gagnasöfnun o.fl. Meira »

Verkefnastjórn um málefni LÍN skipuð

Í gær, 13:16 Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra hefur skipað verkefnastjórn um endurskoðun á lögum um Lánasjóð íslenskra námsmanna (LÍN). Formaður stjórnarinnar er Gunnar Ólafur Haraldsson, hagfræðingur og fyrrum forstöðumaður Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands. Meira »

Frumvarpið í raun dautt

Í gær, 11:56 Útlit er fyrir að kosningaaldur í komandi kosningum verði óbreyttur, 18 ár. Frumvarp um lækkun kosningaaldurs niður í 16 ár var tekið til þriðju umræðu á Alþingi í gær. Meirihluti virðist fyrir málinu meðal þingmanna en ekki tókst að greiða atkvæði um málið í gær. Meira »

Það var hvergi betra að vera

Í gær, 11:30 „Það sem var best við stúkuna var að kvöldsólin skein beint í andlitið á manni,“ segir skemmtikrafturinn Sólmundur Hólm í samtali við mbl.is en í vikunni var hafist handa við að rífa áhorfendastúku og steypt áhorf­enda­stæði við Val­bjarn­ar­völl­inn í Laug­ar­dal. Meira »
Trúlofunar- og giftingarhringar í úrvali
Auk gullhringa eigum við m.a. hvítagull, silfur og titaniumpör á fínu verði. Dem...
Er kominn tími á framkvæmdir?
Múrari: Lögg. múraram... og málari geta bætt við sig verkefnum, múrverk, flísala...
HARMÓNIKUHURÐIR SPARA MIKIÐ PLÁSS
Smíðum eftir máli, oft afgreiddar samdægurs, verð frá kr. 13.900,- Sími 615 175...
Til leigu 60 m2 kjallaraíbúð í Kópavogi
Leigist með hluta af húsgögnum. Leiga 150.000 á mánuði, einn mánuður í tryggingu...
 
Frestun aðalfundar
Fundir - mannfagnaðir
Frestun aðalfundar ?? ??? ?????????...
Framhaldssölur
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Íbúar í breiðholti
Fundir - mannfagnaðir
Félag sjálfstæðismanna í Skóga- o...