Tvö atriði tekin fyrir í Chesterfield-máli

Hreiðar Már í réttarsal ásamt lögmanni sínum, Herði Felix.
Hreiðar Már í réttarsal ásamt lögmanni sínum, Herði Felix. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Hæstiréttur Íslands hefur tekið ákvörðun um að í fyrstu umferð verði mál eingöngu flutt um tvö atriði í svokölluðu Chesterfield-máli, sem einnig hefur verið nefnt CLN-málið, í munnlegum málflutningi réttarins sem er á dagskrá þann 11. október næstkomandi. Lúta atriðin tvö að formi málsins. Þetta kemur fram í frétt á vef Hæstaréttar.

Í mál­inu voru þeir Hreiðar og Sig­urður Ein­ars­son, fyrr­ver­andi stjórn­ar­formaður bank­ans, ákærðir fyr­ir stór­felld umboðssvik og fyr­ir að hafa valdið Kaupþingi „gríðarlegu og fá­heyrðu“ fjár­tóni, að því er seg­ir í ákæru. Magnús Guðmunds­son, fyrr­ver­andi for­stjóri Kaupþings í Lúx­em­borg, var einnig ákærður í mál­inu fyr­ir hlut­deild í umboðssvik­un­um. Voru all­ir sak­born­ing­ar sýknaðir í héraðsdómi í janúar á síðasta ári, en ríkissaksóknari áfrýjaði málinu til Hæstréttar.

Þre­menn­ing­arn­ir voru ákærðir fyr­ir lán til Chesterfield United Inc., Partridge Mana­gem­ent Group S.A. og eign­ar­halds­fé­laga þeirra, sam­an­lagt 510 millj­ón­ir evra haustið 2008. Það jafn­gilti nærri 70 millj­örðum króna miðað við gengi evru 7. októ­ber 2008. Taldi sak­sókn­ari að féð væri allt tapað Kaupþingi.

Breyttar forsendur málsins

Ástæðan fyrir áðurnefndu fyrirkomulagi við munnlegan málflutning í Hætarétti, er sú að forsendur í málinu eru breyttar. Í mars á þessu ári kom í ljós að Deutsche Bank samdi við Kaupþing um að greiða 400 millj­ón­ir evra, eða sem sam­svar­ar 46 millj­örðum króna, vegna krafna þrota­bús­ins í málinu. Með því féll Kaupþing frá kæru og málið skyldi ekki rifjað upp í dóm­stól­um. Heild­ar­krafa þrota­bús­ins var 500 millj­ón­ir og því ljóst að bank­inn greiddi stærst­an hluta kröf­unn­ar. Þar sem ákæran í málinu byggðist á því að fjarhæðin sem um ræðir væri að mestu leyti glötuð þykir Hæstarétti nauðynlegt að í fyrstu umferð, að minnsta kosti, verði málið eingöngu flutt um tvö atriði.

Annars vegar um það hvort sú greiðsla sem Deutsche Bank AG á að inna af hendi hefur þýðingu fyrir grundvöll málsins og úrlausn þess og þá eftir atvikum hvaða þýðingu. Í tengslum við það verður að ætla að fjalla verði jafnframt, meðal annars um hvort við rannsókn málsins hafi verið hugað nægilega að því hvort greiðsluskylda samkvæmt skuldabréfunum hafi hvílt á Deutsche Bank AG, og ef ekki, hvort rannsaka þurfi hvers vegna bankinn hafi þá kosið að greiða framangreinda fjárhæð. Svo og á grundvelli hvaða gagna og með hvað rökum Kaupþing ehf. og félögin tvö, Chesterfield United Inc. og Partridge Management Group SA, hafi krafið Deutsche Bank AG um greiðslu.

Hins vegar um varakröfu ákæruvaldsins um ómerkingu héraðsdóms vegna ætlaðra annmarka á samningu dómsins, sem ákæruvaldið rökstyður í greinargerð sinni til Hæstaréttar. 

Komi til þess að málið verði síðar tekið til efnismeðferðar fyrir Hæstarétti verður það þá einnig flutt um kröfur ákærðu um frávísun málsins.

mbl.is

Innlent »

200 þúsund laxar drápust

11:01 200 þúsund laxar drápust í eldi Arnarlax í Tálknafirði í febrúar. Í svari Matvælastofnunar við fyrirspurn í lok þess mánaðar sagði að 53 þúsund laxar hefðu drepist, og hafa hærri tölur ekki birst fyrr en nú. Til sam­an­b­urðar má geta að á ár­inu 2016 voru 53.600 lax­ar veidd­ir á stöng á Íslandi. Meira »

Æfa viðbrögð við árás á Landhelgisgæsluna

10:27 Hluti heræf­ing­ar NATO, Tri­dent Junct­ure, verður hald­inn hér á landi um miðjan október sem und­an­fari aðalæf­ing­ar­inn­ar sem hefst 25. októ­ber nk. í Nor­egi. Mun hún standa í tvær vik­ur og verður hún stærsta varnaræfing bandalagsins frá 2015. Meira »

Kannabismál á Austurlandi telst upplýst

10:12 Lögreglan hefur sleppt öllum fjórum úr haldi sem voru handteknir í gær vegna kannabisræktunar á Breiðdalsvík og í Fellabæ. Rannsókn málsins heldur áfram í dag, en lögreglan segir málið að mestu leyti upplýst. Meira »

Árrisulum göngumönnum vísað frá Esjunni

08:43 Nokkrir frískir göngumenn ætluðu aldeilis að byrja þennan vindasama miðvikudag af krafti og ganga upp Esjuna. Er þeir voru að leggja í hann klukkan sjö í morgun tók á móti þeim hópur verkfræðinga sem var í þann mund að fara að rúlla niður nokkrum björgum við fjallið nærri toppi Þverfellshorns. Meira »

Piparkökur komnar í verslanir

07:57 Sala er hafin á jólavarningi í verslunum Bónuss. Verslunarkeðjan er byrjuð að selja piparkökur og kerti.  Meira »

Endurnýjun við Miklubraut

07:57 Götumynd Miklubrautar og umhverfis hennar vestan Lönguhlíðar hefur tekið miklum breytingum eftir að hlaðinn var grjótkörfuveggur meðfram götunni í því skyni að bæta hljóðvist og auka umhverfisgæði íbúa og þeirra sem nota útivistarsvæðið á Klambratúni. Meira »

Vaxandi rigning með snjókomu til fjalla

07:31 Gul viðvörun er í gildi á öllu landinu í dag, en vaxandi norðanátt verður í dag með rigningu fyrir norðan og austan, en slyddu eða snjókomu til fjalla. Færð getur því orðið varasöm á fjallvegum þegar líður að kvöldi. Meira »

Grunaður um alvarlegt brot á samkeppnislögum

07:10 Samkeppniseftirlitið gerir alvarlegar athugasemdir við viðskiptahætti Guðmundar Kristjánssonar, aðaleiganda Brims og HB Granda, að því er fram kemur í Fréttablaðinu í dag. Meira »

57% öryrkja með geðgreiningu

06:43 Tæp­lega 38% ör­yrkja, sjö þúsund og tvö hundruð manns, eru ör­yrkj­ar á grund­velli geðrösk­un­ar sem fyrstu grein­ing­ar. Hlut­fallið fer upp í 56,6% eða hátt í ell­efu þúsund manns þegar litið er til allra þeirra sem eru með geðgrein­ingu ásamt fleiri grein­ing­um. Meira »

Fannst í annarlegu ástandi í kjallaranum

06:11 Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var barst tilkynning um hávaða frá íbúð við Hringbraut á öðrum tímanum í nótt. Er lögregla kom á staðinn fannst eigandi íbúðarinnar hvergi í íbúðinni. Meira »

Meirihluti Borealis úr landi

05:30 Alþjóðlegt sérhæft gagnaversfyrirtæki, Etix Group, með höfuðstöðvar í Lúxemborg, hefur keypt 55% hlut í gagnaversfyrirtækinu Borealis Data Center. Etix Group er að 41% hluta í eigu japanska bankans SBI Holdings. Meira »

300 æfa viðbrögð við hryðjuverkum

05:30 Árleg æfing sprengjusérfræðinga, Northern Challenge, er haldin á Suðurnesjum um þessar mundir. Frá þessu er greint á heimasíðu Landhelgisgæslu Íslands. Meira »

Fráveita skýrir há fasteignagöld

05:30 Mikill kostnaður við uppbyggingu hreinsistöðva, fráveitu og tengdra mannvirkja er meginástæða þess hve há fasteignagjöld í Borgarbyggð eru. Byggðastofnun birti á dögunum samanburð á heildarálagningu fasteignagjalda í 26 sveitarfélögum á landinu. Þar er Borgarbyggð í 2. sæti. Meira »

Áform um Indlandsflug óbreytt

05:30 Wow air mun fljúga fyrsta áætlunarflug sitt milli Keflavíkur og Delí á Indlandi í desember. Áform félagsins um að hefja Asíuflug eru óbreytt. Meira »

Rannsaka vopnalagabrot á Rauðasandi

05:30 Lögreglan í Borgarnesi rannsakar nú mögulegt vopna- og veiðilagabrot í Rauðasandi á Mýrum. Veiðimenn á báti skutu þar tugi fugla að sögn sjónarvotta. Meira »

Aldrei hlustað á okkur

05:30 Þeir sem reka hótel við Laugaveg eru mjög andvígir þeim áformum Reykjavíkurborgar að gera Laugaveginn að göngugötu allan ársins hring. Meira »

Auka hernaðarumsvif sín

05:30 Ekkert samráð var haft við stjórnvöld hér á landi þegar bandaríska varnarmálaráðuneytið undirritaði á sunnudaginn viljayfirlýsingu um að leggja fram fjármuni til uppbyggingar á mannvirkjum á Grænlandi með það fyrir augum að styrkja stöðu Bandaríkjanna og Atlantshafsbandalagsins á norðurslóðum. Meira »

Tillaga um nýtt sjúkrahús til borgarráðs

Í gær, 22:22 „Það var enginn sem gat mælt gegn þessu,“ segir Eyþór Arnalds. Borgarstjórn samþykkti í kvöld að vísa tillögu hans um staðarvalsgreiningu fyrir aðra sjúkrahúsuppbyggingu í Reykjavík í borgarráð til úrvinnslu. „Það þarf líka að ná sátt í þessum málum og ekki vera í skotgröfum.“ Meira »

Landakotsskóli í stappi við borgina

Í gær, 22:06 Landakotsskóli hefur staðið í miklu stappi við Reykjavíkurborg varðandi kostnaðarþátttöku borgarinnar í frístund. Skólinn hefur boðið upp á hljóðfæranám og marga aðra áhugaverða kosti í frístund án þess að rukka sérstaklega fyrir þá og að vonast er til þess að svo verði hægt áfram. Meira »
INTENSIVE ICELANDIC, ENGLISH & NORWEGIAN f. foreigners - ÍSLENSKA f. útlendinga - ENSKA f. fullorðna - NORSKA
ÍSLENSKA, ENSKA, NORSKA: I, II, III, IV, V, VI: 2018: AUTUMN/HAUST: START/B...
Tölvuþjónusta
Alhliða tölvuviðgerð, vírushreinsun, vírusvarnir, gagnabjörgun og verðtilboð. F...
Antik!!! Bílkasettutæki og hátalarar..
Til sölu Clarion bílkasettutæki ónotað, enn í kassanum..Verð kr 10000 (antik ! )...