„Það er þráður í viðræðunum“

Boeing 767 þota Icelandair.
Boeing 767 þota Icelandair. mbl.is/Árni Sæberg

„Það er þráður í þessum viðræðum og menn eru bara að tala saman,“ sagði Jón Þór Þorvaldsson, formaður samninganefndar Félags íslenskra atvinnuflugmanna, þegar Morgunblaðið leitaði fregna af kjaradeilu félagsins og Icelandair.

Deilunni var vísað til ríkissáttasemjara 26. september og var fyrsti sáttafundurinn haldinn á mánudaginn. Næsti fundur er boðaður miðvikudaginn 11. október.

Jón Þór taldi ekki tímabært að ræða stöðu deilunnar að öðru leyti eða hvort einhverjar aðgerðir væru í undirbúningi. Málið væri ekki á því stigi.

„Menn eru bara að tala saman og vinna heimavinnuna sína,“ sagði hann. gudmundur@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert