Engin merki um gosóróa

Veðurstofa Íslands

Nokkrir jarðskjálftar hafa mælst við Grímsey í nótt sem og við Bárðarbungu en að sögn Bjarka Friis, jarðvársérfræðings hjá Veðurstofu Íslands, eru engin merki um gosóróa. Litlir sem engir skjálftar hafa mælst undanfarnar tvær klukkustundir.

Tveir skjálftar yfir þrír að stærð hafa mælst á svæðinu við Bárðarbungu undanfarinn sólarhring. Sá fyrri á tíunda tímanum í gærmorgun en sá var 3,7 stig og voru upptök hans 4,1 km austsuðaustur af Bárðarbungu. Sá síðari var á þriðja tímanum í nótt og mældist hann 3,4 stig. Sá skjálfti átti upptök sín 6,2 km norðaustur af Bárðarbungu þannig að upptök þeirra eru á ólíkum stöðum.

Veðurstofa Íslands

Síðdegis í gær var skjálfti upp á 3,9 stig við Grímsey og í nótt hafa tveir skjálftar sem hafa verið þrjú stig eða meira riðið þar yfir. Sá fyrri um tvö í nótt og mældist hann 3,5 stig en sá síðari 02:11 í nótt og var hann 3 stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert