Friðarverðlaunahafar Nóbels á Friðardögum

Höfði friðarsetur skipuleggur viðburðina í samstarfi við Reykjavíkurborg.
Höfði friðarsetur skipuleggur viðburðina í samstarfi við Reykjavíkurborg. mbl.is/Brynjar Gauti

Friðarverðlaunahafar Nóbels taka þátt í Friðardögum sem hefjast í Reykjavík á morgun og standa yfir til 10. október. Höfði friðarsetur skipuleggur viðburðina í samstarfi við Reykjavíkurborg. 

Á morgun, laugardaginn 7. október kl. 11 – 12 verður dagskrá á vegum Friðarskipsins/Peace Boat í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur. Með Friðarskipinu kemur Akira Kawasaki, einn stofnanda ICAN samtakanna (International Campaign to Abolish Nuclear Weapons ICAN),  sem berjast gegn kjarnorkuvopnavá en samtökin hljóta friðarverðlaun Nóbels í ár.

Klukkutíma seinna á morgun eða kl. 13 - 15 verður haldin hugmyndasamkeppni í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur. Þar gefst einstaklingum og félagasamtökum tækifæri til að ræða hugmyndir um það hvernig Reykjavíkurborg getur með nýsköpun stuðlað að friði. Viðburðurinn hefst á örkynningum á þeim hugmyndum sem taka þátt í keppninni. 

Friðarsúlan í Viðey verður tendruð í 11. sinn á fæðingardegi John Lennons, mánudaginn 9. október klukkan 21:00, og verður kveikt á henni til 8. desember sem er dánardagur hans. Yoko Ono kemur til landsins og býður upp á siglingar fyrir almenning yfir Viðeyjarsund. Einnig verður boðið upp á fríar strætóferðir á ferjustaðinn.

Á þriðjudaginn verður alþjóðleg ráðstefna Höfða friðarseturs 10/10 kl. 10 - 17 í Veröld - húsi Vigdísar, Háskóla Íslands. Aðalfyrirlesarar eru Tawakkol Karman, handhafi friðarverðlauna Nóbels árið 2011 og blaðamaður frá Jemen.  Hún hefur beitt sér fyrir tjáningarfrelsi og bættri stöðu kvenna í Jemen. Í því augnamiði stofnaði hún samtökin ,,Women Without Chains” í Jemen. Unni Krishnan Karunakara, fræðimaður við Jackson Institute for Global Affairs við Yale háskóla og fyrrum forseti samtakanna Læknar án landamæra. Hann hefur meðal annars unnið í Eþíópíu, Azerbaijan, Bangladesh og Kongó auk þess að hafa sinnt rannsóknum og kennt í fjölmörgum háskólum víða um heim. Faten Mahdi Al-Hussaini, baráttukona gegn öfgum og ofstæki og stofnandi JustUnity í Noregi. Hún er talskona norska Rauðakrossins gegn hatursorðræðu.

Frekari upplýsingar og skráning á vef Höfða Friðarseturs

Friðarsúlan í Viðey verður tendruð í tengslum við Friðardaga í …
Friðarsúlan í Viðey verður tendruð í tengslum við Friðardaga í Reykjavík. mbl.is/Styrmir Kári
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert