Hafa aukist í 300 milljarða

Framkvæmdastjóri Almenna lífeyrissjóðsins segir sjóðina orðna fyrsta valkost lántaka.
Framkvæmdastjóri Almenna lífeyrissjóðsins segir sjóðina orðna fyrsta valkost lántaka. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Íbúðalán lífeyrissjóða voru um 300 milljarðar í ágúst. Það er aukning um 130 milljarða á tveimur árum. Guðmundur Sigfinnsson, hagfræðingur á húsnæðissviði Íbúðalánasjóðs, segir vísbendingar um að mörg heimili hafi endurfjármagnað lán með ódýrari lánum lífeyrissjóða.

Fram kom í fjölmiðlum síðastliðið vor að lífeyrissjóðir væru að herða reglur um íbúðalán til sjóðfélaga. Á tímabilinu maí til loka ágúst námu ný íbúðalán sjóðanna hins vegar 55 milljörðum, sem er 14,5 milljörðum meira en fyrstu fjóra mánuði ársins.

„Það má segja að lífeyrissjóðirnir hafi gefið í. Þeir hafa leitt vaxtalækkanir á útlánum,“ segir Guðmundur í umfjöllun um mál þetta í Morgublaðinu í dag. Ari Skúlason, sérfræðingur hjá Landsbankanum, segir háa skatta eiga þátt í að bankarnir geti ekki boðið jafn góða vexti og sjóðirnir.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert