Óska eftir fundi vegna Bjarna

Eva Pandora Baldursdóttir, þingmaður Pírata.
Eva Pandora Baldursdóttir, þingmaður Pírata. mbl.is/Ófeigur

Þingmenn Pírata í Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd, Eva Pandora Baldursdóttir og Jón Þór Ólafsson, hafa óskað eftir fundi í Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd til að ræða hvort Bjarni Benediktsson hafi í störfum sínum sem þingmaður nýtt sér innherjaupplýsingar sjálfum sér og fjölskyldu sinni til framdráttar.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá þeim.

„Skoða þarf hvort að aðgangur þingmanna að þeim gögnum sem aflað í starfi geri það að verkum að þeir ættu að teljast innherjar,“ segir í tilkynningunni.

„Sú atburðarrás sem opinberast hefur gefur tilefni til þess að nefndin ræði þetta mál sem fyrst. Þó að tilkynnt hafi verið um þingrof verður þing ekki rofið fyrr en á kjördag. Þó að þingi hafi verið frestað þá halda þingmenn umboðinu sínu frá kjósendum og ábyrgð til að sinna eftirlitsskyldu.

 Við óskum eftir einum nefndarmanni í viðbót til þess að taka undir beiðni okkar.“

Bjarni Benediktsson.
Bjarni Benediktsson. mbl.is/Eggert
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert