Asparglytta óvenju áberandi víða

Asparglyttur á víðilaufi. „Ég fæ fyrirspurnir daglega um þessa fallegu …
Asparglyttur á víðilaufi. „Ég fæ fyrirspurnir daglega um þessa fallegu grænleitu laufbjöllu,“ segir Erling Ólafsson, skordýrafræðingur hjá NÍ. Ljósmynd/Erling Ólafsson

Óvenju mikið hefur sést af asparglyttu í haust og gætu það verið vond tíðindi fyrir þá sem rækta ösp og víði. Glyttan étur laufblöð af þessum tegundum og kraftmikill árgangur gæti ráðist á blöðin næsta sumar. Ekki er þó útséð með hvernig veturinn fer með asparglyttuna.

Erling Ólafsson, skordýrafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun, segir að þessi gríðarlegi fjöldi af asparglyttum hafi verið áberandi í haust.

„Ég fæ fyrirspurnir daglega um þessa fallegu grænleitu laufbjöllu og fólk hefur verið að senda mér myndir þar sem hún er í hundraða tali og þekur jafnvel heilu húsveggina. Glyttan er nýlegur landnemi og hafði fjölgað hressilega á áratug, en menn hafa aldrei séð annað eins og núna í haust,“ segir Erling í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.185 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »