Vilja draga úr vægi verðtryggingar

Rósa Björk Brynjólfsdóttir.
Rósa Björk Brynjólfsdóttir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Rósa Björk Brynjólfsdóttir sagði á fundi Verkalýðsfélags Akraness og VR að Vinstrihreyfingin grænt framboð vildi draga úr vægi verðtryggingarinnar en fyrr á sama fundi vísaði formaður VR orðrétt i það orðalag að „draga úr vægi verðtryggingar“ sem hálfkveðinnar vísu. 

„Við í Vinstrihreyfingunni grænu framboði erum með það í stefnuskránni okkar og höfum haft það um nokkuð langa hríð að það þurfi að draga úr vægi verðtryggingarinnar. Við í VG teljum að það gerum við með auknu framboði á óverðtryggðum lánum en einnig með því að fjölga þeim tækjum sem við höfum og eru fyrir hendi til að fylgja eftir peningastefnu stjórnvalda og lækka þannig vaxtakostnað almennings," sagði Rósa.

„Þannig hafa skattalækkanir síðustu ára beinlínis unnið gegn markmiðum peningastefnunnar, hugsanlega með þeim markmiðum að vextir hafa lækkað hægar en ella.“ 

Frá fundinum í Háskólabíói.
Frá fundinum í Háskólabíói. mbl.is/Kristinn Magnússon

Rósa talaði einnig um húsnæðisstuðningskerfi hins opinbera til að meta hvert eigi að stefna til framtíðar þannig að stuðningurinn verði efldur og alir sem vilja koma þaki yfir höfuðið hafi fjölbreyttara val á tegundum lána en nú er í boði. Þá vísaði hún til samvinnuhúsnæðis sem ASÍ hefur talað fyrir.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert