Nýr skíðavetur hafinn með hjólaskíðamóti

Að sögn aðstandenda voru aðstæður góðar til hjólaskíða.
Að sögn aðstandenda voru aðstæður góðar til hjólaskíða. mbl.is/Kristinn Magnússon

Hið árlega hjólaskíðamót Ullar, sem markar jafnframt upphaf nýs skíðaveturs, hófst í Fossvogsdal kl. 10 í morgun. Rásmark og mark mótsins er í nágrenni íþróttasvæðis Víkings.

Keppt var í fimm flokkum, en 11 ára og yngri kepptu á línuskautum. 9 ára og yngri fóru 1 km en 10-11 ára 2 km. 12-16 ára gátu valið um að fara 5 km á hjólaskíðum eða á línuskautum með stafi. 17 ára og eldri fóru 10 km leið.

Að sögn aðstandenda mótsins var þátttaka örlítið betri en í fyrra en segjast þeir þó hefðu viljað sjá miklu fleiri. Að sögn voru aðstæður góðar þrátt fyrir smá bleytu.

Ljósmyndari mbl.is var á staðnum við upphaf mótsins í morgun.

Yngstu keppendurnir fá leiðbeiningar.
Yngstu keppendurnir fá leiðbeiningar. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
Næring er ekki síður mikilvæg þegar stunda á íþróttir.
Næring er ekki síður mikilvæg þegar stunda á íþróttir. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is