Verðlaunamynd Elsu Maríu tekin upp í frægri byggingu

Stilla úr Atelier.
Stilla úr Atelier.

„Þegar ég var að undirbúa Atelier, sem er útskriftarverkefnið mitt í Danska kvikmyndaskólanum, vildi ég segja söguna í byggingu sem fangaði skandinavískan mínimalisma á sterum með snert af vísindaskáldskap,“ segir Elsa María Jakobsdóttir kvikmyndagerðarkona. Atelier var valin besta íslenska stuttmyndin á RIFF í gær.

Umhverfi myndarinnar hefur vakið athygli enda er húsið þar sem myndin er tekin upp frægur arkitektúr í Svíþjóð, upphaflega byggt fyrir ABBA-liðsmanninn Björn Ulvaeus.

Atelier segir frá ungri konu í sálarkreppu sem sem flýr amstur lífsins í útópískt hús á fjarlægri eyju. Á staðnum reynist hins vegar krefjandi hljóðlistakona dvelja þar fyrir. Ólíkar væntingar og lífsviðhorf valda árekstrum og alltumlykjandi er óhugnaður en þó beittur húmor um leið.

Húsið er alveg einstakt.
Húsið er alveg einstakt. Ljósmynd: Åke Eson Lindman.


„Mér fannst spennandi að fjalla um „bestun“ og fullkomnunaráráttu. Þetta er saga af því að finna sér stað í lífinu en ég hef mikinn áhuga á sjálfshjálparkúltúr. Mér fannst mikilvægt að segja söguna við öfgafullar aðstæður í húsi sem endurspeglar fullkomnun. Með því að leita í svona umhverfi setur aðalpersónan óbærilega pressu á sjálfa sig. Umhverfið er fallegt og miskunnarlaust á sama tíma.“

Þegar Elsa María var búin að keyra um Danmörku og Skán í marga mánuði í leit að rétta húsinu dúkkaði þetta sérstaka hús upp á sölu á Facebook, næstum of gott til að vera satt, segir Elsa María.

Húsið kallast Kuben og er á eyjunni Furillen á norðanverðu Gotlandi, teiknað af arkitektinum Anders Forsberg. Það hefur hlotið mörg verðlaun og viðurkenningar. 

„Til stóð að Björn Ulvaeus myndi byggja upptökustúdíó á eyjunni og var húsið hannað sem bústaður fyrir tónlistarfólk sem kæmi alls staðar að til að vinna og sækja innblástur í gotlenska náttúru. En þegar húsið var tilbúið árið 2012 féll Björn frá sínum áformum og því hefur lítið orðið af starfsemi í húsinu. Því var eigandinn himinlifandi þegar við höfðum samband og óskuðum eftir að fá að taka upp í húsinu.“

Í húsinu er hátt til lofts og vítt til veggja og alls kyns tæknileg atriði gera það að hálfgerðu geimskipi.

Elsa María virðir fyrir sér umhverfi eyjunnar.
Elsa María virðir fyrir sér umhverfi eyjunnar. Úr einkasafni.

„Húsið er eins konar hljóðfæri í sjálfu sér og það var algjör draumur að láta handrit og hús mætast og stækka verkið. Húsið lagði heilmikið til í hljóðhönnun og tónlist myndarinnar. Náttúran þarna á Gotlandi er líka einstök. Þarna er sérlega fallegur fjárstofn með sterkan persónu- leika og fara nokkrar gotneskar kind- ur með dramatísk hlutverk í myndinni. Þær eru drungalegar og kallast skemmtilega á við ofurstílíserað húsið.“

Margar áhugaverðar pælingar er að finna í myndinni en nokkuð misjafnt hvað fólk tekur úr henni.

„Ég held að flesta langi til að ná betri stjórn á lífi sínu, umhverfi og samskiptum og verða besta útgáfan af sjálfum sér. Mér finnst spennandi hvernig mínimalismi er orðinn að megatrendi. Hvað ætli það þýði? Aðalpersónan í myndinni er búin að flýja allt inn í ekki neitt og ætlar að átta sig á sjálfri sér þar. En finnur svo ekki neitt. Það er ekki fyrr en hið óvænta og nátt- úran fara að láta á sér kræla að hlutirnir fara að hafa einhverja þýðingu.“

Elsa María segir kjarna myndarinnar vera hvað annað fólk geti verið fullkomlega óþolandi og samvistir við það þrúgandi en að við getum ekki án hvers annars verið. Það sé kannski einmitt það sem er áhugavert.

Hlerar loka fyrir gluggana á nóttinni.
Hlerar loka fyrir gluggana á nóttinni. Ljósmynd: Åke Eson Lindman.

„Þegar ég kom til Kaupmannahafnar átti ég erfitt með að finna sögunum mínum pláss í borg sem ég þekkti ekki og saknaði Íslands. En í skandinavísku hvítmáluðu íbúðinni áttaði ég mig á því að kannski væri mest spennandi að segja sögurnar einmitt þar. Myndir danska málarans Vilhelms Hammershøi höfðu mikil áhrif á mig. Hann málaði myndir úr stofunni, yfirvegaðar en óþægilegar á sama tíma.“ Næsta mál á dagskrá er að svo gera mynd í fullri lengd í sama dúr og Atelier.

Eldhúsið.
Eldhúsið. Ljósmynd: Åke Eson Lindman.
Elsa María við Kuben.
Elsa María við Kuben.
Stilla úr myndinni.
Stilla úr myndinni.

Innlent »

Festist í lyftu á Vífilsstöðum

18:03 Viðvörunarkerfið fór í gang á sjúkrahúsinu á Vífilsstöðum um hálffimmleytið í dag eftir að lyfta bilaði með manneskju þar inni. Meira »

Sparkaði í konu og lamdi með símasnúru

17:50 Maður var dæmdur í sex mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness fyrir eignaspjöll og líkamsárás gegn sambýliskonu sinni, auk brots á nálgunarbanni. Meira »

Í farbann vegna 6 kílóa af hassi

17:34 Héraðsdómur Suðurlands úrskurðaði í dag, að kröfu lögreglustjórans á Suðurlandi, íslenskan karlmann um tvítugt í farbann til 19. desember. Meira »

Leiguíbúðum fjölgaði um 13,6%

17:26 Leiguíbúðum á vegum sveitarfélaga fjölgaði um 13,6% í Reykjavík og 10% í Kraganum á árabilinu 2012-2017. Þeim fækkaði annars á landsbyggðinni nema á Norðurlandi eystra, samkvæmt niðurstöðum könnunar Varasjóðs húsnæðismála á stöðu leiguíbúða sem sveitarfélögin reka. Meira »

Rekstur sjúkraflutninga skýrist fljótlega

17:19 Undirbúningur vegna tilfærslu sjúkraflutningareksturs úr höndum Rauða krossins er langt kominn og nokkrir aðilar tilbúnir að taka verkefnið að sér. Þetta kemur fram í skriflegu svari heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Guðjóns S. Brjánssonar um sjúkraflutninga. Meira »

Tókust á um framlög til öryrkja

17:01 „Ég kem hér upp í ræðustól með óbragð í munni, ég fékk ekki einu sinni sólarhring til þess að fagna þessu frumvarpi,“ sagði Guðmundur Ingi Kristinsson, þingmaður Flokks fólksins, á Alþingi í dag. Tilefni ummæla hans var lækkun fyrirhugaðrar hækkunar til öryrkja. Meira »

Staðfesta verði nýtt lögheimili

16:57 Þjóðskrá hefur ákveðið að breyta verklagi við skráningu lögheimilis í tilteknum málum eftir fyrirspurn frá umboðsmanni Alþingis, en tilefni athugunar umboðsmanns var mál manns hvers lögheimili hafði verið flutt til annars lands að honum forspurðum. Meira »

Tók konu hálstaki og henti í hana flöskum

16:30 Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í dag karlmann í níu mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárásir. Maðurinn var auk þess dæmdur til að greiða 512.282 krónur í sakarkostnað en kröfu fórnarlambs árásanna um skaða- og miskabætur var vísað frá dómi. Meira »

Nýir skrifstofustjórar skipaðir

16:23 Talsverðar breytingar hafa orðið á stjórnendahópi fjármála- og efnahagsráðuneytisins. Meðal annars hafa nýir skrifstofustjórar verið skipaðir. Meira »

Nítján sagt upp hjá HB Granda

15:57 Nítján skipverjum um borð í Helgu Maríu AK, ísfisktogara HB Granda, hefur verið sagt upp. Ástæðan er óvissa innan útgerðarinnar um hvað gera skuli við skipið, en síðustu tvö ár hefur HB Grandi tekið við þremur nýjum ísfisktogurum. Meira »

Henti þvottavélinni með fötunum í

15:50 „Nærfötin mín bara virðast ekki ætla að hætta að enda með einhverju móti á enduvinnslustöðvum sorpu um alla borg,“ segir í stöðuuppfærslu Dagnýjar Daggar Bæringsdóttur unnustu Ívars Guðmundssonar útvarpsmanns á Facebook. Sönn saga hér um einkaþjálfara sem henti nærfötunum hennar með þvottavélinni. Meira »

Sakar meirihlutann um blekkingar

15:44 „Þetta er fullkominn útúrsnúningur og blekkingarleikur hjá ráðherranum. Það stendur alveg skýrum stöfum frá þessum sama ráðherra að það stendur til að lækka fyrirhugaða fjáraukningu til öryrkja,“ segir Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar og annar varaformaður fjárlaganefndar. Meira »

Í samstarf um að bæta strandlínu

15:42 Fulltrúar Landhelgisgæslunnar og Landmælinga Íslands skrifuðu undir samstarfssamning í dag sem felur í sér samstarf stofnananna um aukið aðgengi almennings að rafrænum kortaupplýsingum og endurbótum að strandlínu landsins. Meira »

Fresturinn lengdur um eitt ár

14:41 Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra, hefur ákveðið að framlengja um 12 mánuði frest fyrirtækja og stofnana til að öðlast jafnlaunavottun samkvæmt ákvæðum laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. Meira »

„Megn pólitísk myglulykt“

14:27 „Fyrir mér blasir við að þarna lágu skýrir og greinilegir þræðir þvers og kruss á milli Seðlabankans, ríkisstjórnarinnar og Kastljóss RÚV. Megna pólitíska myglulykt lagði af þessu samráðsferli þá og leggur enn.“ Meira »

„Ljót pólitík gagnvart viðkvæmum hópi“

14:09 Willum Þór Þórsson, formaður fjárlaganefndar og þingmaður Framsóknarflokksins, sakar í samtali við mbl.is Ágúst Ólaf Ágústsson, annan varaformann fjárlaganefndar og þingmann Samfylkingarinnar, um að stunda „ljóta pólitík gagnvart viðkvæmum hópi.“ Meira »

Ræddu stöðuna í þýskum stjórnmálum

13:39 Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráðherra sat kvöldverð með Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, í Berlín í gær. Merkel ávarpaði þar gesti alþjóðlegrar ráðstefnu um efnahagsmál á vegum Süddeutsche Zeitung. Meira »

Tíð innbrot í bifreiðar á höfuðborgarsvæðinu

13:12 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur fengið tilkynningar um rúmlega hundrað innbrot í ökutæki frá því 1. október. Um það bil helmingur þessara innbrota hefur átt sér stað í miðborginni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá embættinu. Meira »

Kynna nýtt CFC-frumvarp

12:37 Drög að nýju frumvarpi um svokallað CFC-ákvæði (e. Controlled foreign corporation) í skattalögum hefur verið kynnt á samráðsgátt stjórnvalda. Megintilgangurinn er að heimila skattlagningu CFC-tekna hér á landi og sporna gegn því að innlendir skattaðilar flytji fjármagn til svæða eða ríkja sem leggja á lága eða enga skatta. Meira »