Verðlaunamynd Elsu Maríu tekin upp í frægri byggingu

Stilla úr Atelier.
Stilla úr Atelier.

„Þegar ég var að undirbúa Atelier, sem er útskriftarverkefnið mitt í Danska kvikmyndaskólanum, vildi ég segja söguna í byggingu sem fangaði skandinavískan mínimalisma á sterum með snert af vísindaskáldskap,“ segir Elsa María Jakobsdóttir kvikmyndagerðarkona. Atelier var valin besta íslenska stuttmyndin á RIFF í gær.

Umhverfi myndarinnar hefur vakið athygli enda er húsið þar sem myndin er tekin upp frægur arkitektúr í Svíþjóð, upphaflega byggt fyrir ABBA-liðsmanninn Björn Ulvaeus.

Atelier segir frá ungri konu í sálarkreppu sem sem flýr amstur lífsins í útópískt hús á fjarlægri eyju. Á staðnum reynist hins vegar krefjandi hljóðlistakona dvelja þar fyrir. Ólíkar væntingar og lífsviðhorf valda árekstrum og alltumlykjandi er óhugnaður en þó beittur húmor um leið.

Húsið er alveg einstakt.
Húsið er alveg einstakt. Ljósmynd: Åke Eson Lindman.


„Mér fannst spennandi að fjalla um „bestun“ og fullkomnunaráráttu. Þetta er saga af því að finna sér stað í lífinu en ég hef mikinn áhuga á sjálfshjálparkúltúr. Mér fannst mikilvægt að segja söguna við öfgafullar aðstæður í húsi sem endurspeglar fullkomnun. Með því að leita í svona umhverfi setur aðalpersónan óbærilega pressu á sjálfa sig. Umhverfið er fallegt og miskunnarlaust á sama tíma.“

Þegar Elsa María var búin að keyra um Danmörku og Skán í marga mánuði í leit að rétta húsinu dúkkaði þetta sérstaka hús upp á sölu á Facebook, næstum of gott til að vera satt, segir Elsa María.

Húsið kallast Kuben og er á eyjunni Furillen á norðanverðu Gotlandi, teiknað af arkitektinum Anders Forsberg. Það hefur hlotið mörg verðlaun og viðurkenningar. 

„Til stóð að Björn Ulvaeus myndi byggja upptökustúdíó á eyjunni og var húsið hannað sem bústaður fyrir tónlistarfólk sem kæmi alls staðar að til að vinna og sækja innblástur í gotlenska náttúru. En þegar húsið var tilbúið árið 2012 féll Björn frá sínum áformum og því hefur lítið orðið af starfsemi í húsinu. Því var eigandinn himinlifandi þegar við höfðum samband og óskuðum eftir að fá að taka upp í húsinu.“

Í húsinu er hátt til lofts og vítt til veggja og alls kyns tæknileg atriði gera það að hálfgerðu geimskipi.

Elsa María virðir fyrir sér umhverfi eyjunnar.
Elsa María virðir fyrir sér umhverfi eyjunnar. Úr einkasafni.

„Húsið er eins konar hljóðfæri í sjálfu sér og það var algjör draumur að láta handrit og hús mætast og stækka verkið. Húsið lagði heilmikið til í hljóðhönnun og tónlist myndarinnar. Náttúran þarna á Gotlandi er líka einstök. Þarna er sérlega fallegur fjárstofn með sterkan persónu- leika og fara nokkrar gotneskar kind- ur með dramatísk hlutverk í myndinni. Þær eru drungalegar og kallast skemmtilega á við ofurstílíserað húsið.“

Margar áhugaverðar pælingar er að finna í myndinni en nokkuð misjafnt hvað fólk tekur úr henni.

„Ég held að flesta langi til að ná betri stjórn á lífi sínu, umhverfi og samskiptum og verða besta útgáfan af sjálfum sér. Mér finnst spennandi hvernig mínimalismi er orðinn að megatrendi. Hvað ætli það þýði? Aðalpersónan í myndinni er búin að flýja allt inn í ekki neitt og ætlar að átta sig á sjálfri sér þar. En finnur svo ekki neitt. Það er ekki fyrr en hið óvænta og nátt- úran fara að láta á sér kræla að hlutirnir fara að hafa einhverja þýðingu.“

Elsa María segir kjarna myndarinnar vera hvað annað fólk geti verið fullkomlega óþolandi og samvistir við það þrúgandi en að við getum ekki án hvers annars verið. Það sé kannski einmitt það sem er áhugavert.

Hlerar loka fyrir gluggana á nóttinni.
Hlerar loka fyrir gluggana á nóttinni. Ljósmynd: Åke Eson Lindman.

„Þegar ég kom til Kaupmannahafnar átti ég erfitt með að finna sögunum mínum pláss í borg sem ég þekkti ekki og saknaði Íslands. En í skandinavísku hvítmáluðu íbúðinni áttaði ég mig á því að kannski væri mest spennandi að segja sögurnar einmitt þar. Myndir danska málarans Vilhelms Hammershøi höfðu mikil áhrif á mig. Hann málaði myndir úr stofunni, yfirvegaðar en óþægilegar á sama tíma.“ Næsta mál á dagskrá er að svo gera mynd í fullri lengd í sama dúr og Atelier.

Eldhúsið.
Eldhúsið. Ljósmynd: Åke Eson Lindman.
Elsa María við Kuben.
Elsa María við Kuben.
Stilla úr myndinni.
Stilla úr myndinni.

Innlent »

Fór út að sá og upp kom SÁ

09:04 Ljósmyndari Morgunblaðsins rak upp stór augu þegar hann sá stafina SÁ spretta upp úr berangursmel sunnan við Þórisjökul þegar flogið var þar yfir. Jóhann Kristjánsson landgræðslumaður tók upp á því fyrir ellefu árum að græða þarna upp uppblásið og illa farið svæði. Meira »

Tengja vöxt fataverslunar við opnun H&M

08:59 Kortavelta Íslendinga í innlendri fataverslun jókst um 13,1% í ágúst síðastliðnum og nam tæpum 2,2 milljörðum í ágúst nú samanborið við rúman 1,9 milljarða í ágúst í fyrra. Þetta kemur fram í nýjum hagtölum frá Rannsóknarsetri verslunarinnar. Tölurnar byggja á kortanotkun og greiðslumiðlun á Íslandi. Meira »

Kínverjar opnuðu dyr eftir að aðrir lokuðu

08:18 Ólafur Ragnar Grímsson, þáverandi forseti lýðveldisins, og Geir H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, leituðu eftir aðstoð hjá leiðtogum Kínverja á vikunum eftir hrun eftir að ljóst var orðið að ríki Evrópu og Bandaríkin hygðust ekki koma Íslandi til bjargar. Meira »

Sala á plastpokum minnkar stöðugt

07:57 Sala á plastburðarpokum hefur minnkað töluvert á undanförnum árum að mati Bjarna Finnssonar, formanns stjórnar Pokasjóðs.  Meira »

Flugfreyjum og -þjónum sett afarkostir

07:40 Flug­freyj­ur og flugþjón­ar í hluta­starfi hjá Icelanda­ir þurfa að gera upp á milli þess að ráða sig í fulla vinnu hjá fyrirtæk­inu frá og með næstu ára­mót­um eða láta af störfum. Meira »

Vátryggingar fyrir stjórnsýslumál

07:37 Einstaklingar sem fara í stjórnsýslumál gætu átt rétt á endurgreiðslu úr tryggingum fyrir málskostnað, samkvæmt niðurstöðu nýrrar fræðigreinar Sindra M. Stephensen, lögmanns og aðstoðarmanns dómara við EFTA-dómstólinn, í Tímariti Lögréttu. Meira »

Köld og hvöss norðanátt

07:03 Snjóþekja er á fjallvegum á norðanverðu landinu, til dæmis á Steingrímsfjarðarheiði, Þverárfjalli, Vatnsskarði og Öxnadalsheiði. Búast má við versnandi akstursskilyrðum og er vegfarendum ráðlagt að sýna aðgát. Meira »

Óttast um hana í vetur

06:58 Hún er á þrítugs­aldri og er á göt­unni vegna neyslu og geðrænna veik­inda. Fjöl­skylda henn­ar er ráðalaus og ótt­ast mjög um af­drif henn­ar í vet­ur. Gat­an er ekki heim­ili og ekki ör­ugg­ur staður, ekki síst fyr­ir ung­ar kon­ur þar sem hóp­ur karla leit­ar þær uppi og nýt­ir sér neyð þeirra. Meira »

Kanna áhuga kaupenda á Fréttablaðinu

06:52 365 miðlar hf., eigandi Torgs ehf., útgefanda Fréttablaðsins, hefur fengið Kviku banka til að kanna áhuga mögulegra kaupenda á Torgi, vegna skilyrða sem Samkeppniseftirlitið setti við sölu á eignum 365 til Sýnar. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag. Meira »

Innbrot í verslun í Breiðholti

06:27 Brotist var inn í verslun í Breiðholti rétt fyrir klukkan tvö í nótt. Þegar lögreglu bar að garði voru þjófarnir hins vegar farnir af vettvangi. Málið er í rannsókn hjá lögreglu. Meira »

Icelandair boðið að fjárfesta í flugfélagi

06:20 Icelandair hefur fengið boð frá ríkisflugfélagi Grænhöfðaeyja, Cabo Verde Airlines, um að eignast ráðandi hlut í félaginu þegar það verður einkavætt. Þetta kemur fram í tilkynningu frá stjórnvöldum á Grænhöfðaeyjum. Meira »

Ísland í 2. sæti félagslegra framfara

05:30 Ísland er í öðru sæti af 146 þjóðum í mælingu fyrirtækisins Social Progress Imperative á vísitölu félagslegra framfara.   Meira »

Reyna að ná breiðri samstöðu

05:30 Verkalýðsfélög víða um land vinna hörðum höndum þessa dagana að mótun kröfugerðar fyrir viðræðurnar sem framundan eru um endurnýjun kjarasamninga. Meira »

Fái að ávísa getnaðarvörnum

05:30 „Það er stefnt að því að frumvarpið verði lagt fram í haust og gerð verði breyting á lyfjalögum hvað þetta varðar,“ segir Birgir Jakobsson, aðstoðarmaður Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra og fyrrverandi landlæknir. Meira »

Ferðaþjónustan öflug heilsársgrein

05:30 Fjöldi erlendra ferðamanna sem komu í Rangárvallasýslu á síðasta ári var sexfalt meiri en fyrir níu árum. Þeim fjölgaði úr 230 þúsund í 1.381 þúsund á árunum 2008 til 2017. Meira »

Opna fjórar nýjar verslanir

05:30 Nýir eigendur tóku við rekstri Krónuverslananna um síðustu mánaðamót eftir að N1 yfirtók Festi. Stefna þeir að því að opna fjórar nýjar Krónuverslanir á næstu misserum. Meira »

Hagi starfsemi eftir lögum

05:30 Samtök iðnaðarins óska eftir því að stjórn Ríkisútvarpsins ohf. (RÚV) setji allan samkeppnisrekstur sinn í dótturfélög, en kveðið er á um skyldu þess efnis í 4. grein laga nr. 23/2013 um Ríkisútvarpið, fjölmiðil í almannaþágu. Meira »

Leita fjármagns úti

05:30 Forsvarsmenn sveitarfélagsins Ölfuss eiga í viðræðum við erlenda fjárfesta um mögulega aðkomu þeirra að uppbyggingu hafnarmannvirkja í Þorlákshöfn. Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag kemur fram að í þeim hópi séu fjársterkir aðilar frá Kína. Meira »

Borgarráð ræðir mál OR á morgun

Í gær, 23:05 Málefni Orkuveitu Reykjavíkur og Orku náttúrunnar verða tekin fyrir á fundi borgarráðs á morgun. „Hugmyndin er að borgarráð fái upplýsingar um stöðu mála og hvernig stjórnin sér fyrir sér næstu vikur,“ segir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður borgarráðs. Meira »
Lincoln Capri Landau árg. 1957
Bíllinn er lítið ekinn og aðeins tveir eigendur frá upphafi í USA og einn hér he...
Antik!!! Bílkasettutæki og hátalarar..
Til sölu Clarion bílkasettutæki ónotað, enn í kassanum..Verð kr 10000 (antik ! )...
Hoppukastalar.is er Barnaafmæli eða Veisla framundan ?
Leigðu Hoppukastala, Veislutjöld, Candy Floss. Góð þjónusta á frábæru verði. Ná...
Mjög góður Runó Megane
Runó Mjög góður Runó til sölu. Bíllinn er mjög vel og lítið ekinn eða 162.000 k...