Verðlaunamynd Elsu Maríu tekin upp í frægri byggingu

Stilla úr Atelier.
Stilla úr Atelier.

„Þegar ég var að undirbúa Atelier, sem er útskriftarverkefnið mitt í Danska kvikmyndaskólanum, vildi ég segja söguna í byggingu sem fangaði skandinavískan mínimalisma á sterum með snert af vísindaskáldskap,“ segir Elsa María Jakobsdóttir kvikmyndagerðarkona. Atelier var valin besta íslenska stuttmyndin á RIFF í gær.

Umhverfi myndarinnar hefur vakið athygli enda er húsið þar sem myndin er tekin upp frægur arkitektúr í Svíþjóð, upphaflega byggt fyrir ABBA-liðsmanninn Björn Ulvaeus.

Atelier segir frá ungri konu í sálarkreppu sem sem flýr amstur lífsins í útópískt hús á fjarlægri eyju. Á staðnum reynist hins vegar krefjandi hljóðlistakona dvelja þar fyrir. Ólíkar væntingar og lífsviðhorf valda árekstrum og alltumlykjandi er óhugnaður en þó beittur húmor um leið.

Húsið er alveg einstakt.
Húsið er alveg einstakt. Ljósmynd: Åke Eson Lindman.


„Mér fannst spennandi að fjalla um „bestun“ og fullkomnunaráráttu. Þetta er saga af því að finna sér stað í lífinu en ég hef mikinn áhuga á sjálfshjálparkúltúr. Mér fannst mikilvægt að segja söguna við öfgafullar aðstæður í húsi sem endurspeglar fullkomnun. Með því að leita í svona umhverfi setur aðalpersónan óbærilega pressu á sjálfa sig. Umhverfið er fallegt og miskunnarlaust á sama tíma.“

Þegar Elsa María var búin að keyra um Danmörku og Skán í marga mánuði í leit að rétta húsinu dúkkaði þetta sérstaka hús upp á sölu á Facebook, næstum of gott til að vera satt, segir Elsa María.

Húsið kallast Kuben og er á eyjunni Furillen á norðanverðu Gotlandi, teiknað af arkitektinum Anders Forsberg. Það hefur hlotið mörg verðlaun og viðurkenningar. 

„Til stóð að Björn Ulvaeus myndi byggja upptökustúdíó á eyjunni og var húsið hannað sem bústaður fyrir tónlistarfólk sem kæmi alls staðar að til að vinna og sækja innblástur í gotlenska náttúru. En þegar húsið var tilbúið árið 2012 féll Björn frá sínum áformum og því hefur lítið orðið af starfsemi í húsinu. Því var eigandinn himinlifandi þegar við höfðum samband og óskuðum eftir að fá að taka upp í húsinu.“

Í húsinu er hátt til lofts og vítt til veggja og alls kyns tæknileg atriði gera það að hálfgerðu geimskipi.

Elsa María virðir fyrir sér umhverfi eyjunnar.
Elsa María virðir fyrir sér umhverfi eyjunnar. Úr einkasafni.

„Húsið er eins konar hljóðfæri í sjálfu sér og það var algjör draumur að láta handrit og hús mætast og stækka verkið. Húsið lagði heilmikið til í hljóðhönnun og tónlist myndarinnar. Náttúran þarna á Gotlandi er líka einstök. Þarna er sérlega fallegur fjárstofn með sterkan persónu- leika og fara nokkrar gotneskar kind- ur með dramatísk hlutverk í myndinni. Þær eru drungalegar og kallast skemmtilega á við ofurstílíserað húsið.“

Margar áhugaverðar pælingar er að finna í myndinni en nokkuð misjafnt hvað fólk tekur úr henni.

„Ég held að flesta langi til að ná betri stjórn á lífi sínu, umhverfi og samskiptum og verða besta útgáfan af sjálfum sér. Mér finnst spennandi hvernig mínimalismi er orðinn að megatrendi. Hvað ætli það þýði? Aðalpersónan í myndinni er búin að flýja allt inn í ekki neitt og ætlar að átta sig á sjálfri sér þar. En finnur svo ekki neitt. Það er ekki fyrr en hið óvænta og nátt- úran fara að láta á sér kræla að hlutirnir fara að hafa einhverja þýðingu.“

Elsa María segir kjarna myndarinnar vera hvað annað fólk geti verið fullkomlega óþolandi og samvistir við það þrúgandi en að við getum ekki án hvers annars verið. Það sé kannski einmitt það sem er áhugavert.

Hlerar loka fyrir gluggana á nóttinni.
Hlerar loka fyrir gluggana á nóttinni. Ljósmynd: Åke Eson Lindman.

„Þegar ég kom til Kaupmannahafnar átti ég erfitt með að finna sögunum mínum pláss í borg sem ég þekkti ekki og saknaði Íslands. En í skandinavísku hvítmáluðu íbúðinni áttaði ég mig á því að kannski væri mest spennandi að segja sögurnar einmitt þar. Myndir danska málarans Vilhelms Hammershøi höfðu mikil áhrif á mig. Hann málaði myndir úr stofunni, yfirvegaðar en óþægilegar á sama tíma.“ Næsta mál á dagskrá er að svo gera mynd í fullri lengd í sama dúr og Atelier.

Eldhúsið.
Eldhúsið. Ljósmynd: Åke Eson Lindman.
Elsa María við Kuben.
Elsa María við Kuben.
Stilla úr myndinni.
Stilla úr myndinni.

Innlent »

Bifreiðin komin í leitirnar

08:51 Bifreið af gerðinni Land Rover Disco­very, sem stolið var frá Bjarn­ar­stíg í Reykja­vík í aðfaranótt þriðjudags, er komin í leitirnar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu sem þakkar fyrir veitta aðstoð. Meira »

Halda sig við Karítas Mínherfu

08:37 Borgarleikhúsið ætlar að halda sig við nafnið Karítas Mínherfa á einni sögupersónu í söngleiknum Matthildi, sem verður frumsýndur 15. mars. Meira »

Fáséðir dverggoðar dvelja á landinu

08:18 Þrír dverggoðar dvelja nú á landinu. Þeir hafa verið sjaldgæf sjón til þessa á Íslandi og eru þetta 4., 5. og 6. fuglinn af þessari tegund sem sjást hér á landi. Meira »

Fljótamenn óttast óafturkræf spjöll

07:57 Orkusalan, dótturfélag RARIK, vinnur að rannsóknum vegna áforma um Tungudalsvirkjun í Fljótum í Skagafirði en Orkustofnun (OS) gaf út rannsóknarleyfi á síðasta ári. Áformin hafa mætt andstöðu meðal Fljótamanna, sem minnast þess þegar nánast heilli sveit í Stífludal var sökkt vegna Skeiðsfossvirkjunar fyrir rúmum 70 árum. Til varð miðlunarlón sem fékk heitið Stífluvatn. Óttast heimamenn að unnin verði óafturkræf spjöll á náttúrunni. Meira »

Vara við hálku á Suðvesturlandi

07:47 Úrkomusvæði, með töluvert hlýrra lofti en verið hefur, gengur yfir suðvestanvert landið í dag og líkur eru á að hláni við suðurströndina og jafnvel á Reykjanesi. Þegar hlánar í stutta stund ofan á þjappaðan snjó getur orðið flughált, til dæmis í innkeyrslum og á göngustígum og vissara að fara öllu með gát, að því er segir í hugleiðingum veðurfræðings. Meira »

Bergþór ætlar að halda áfram á þingi

07:21 Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, hyggst taka sæti að nýju á Alþingi. Hann og Gunnar Bragi Sveinsson tóku sér leyfi frá þingmennsku í lok nóvember í kjölfar þess að upptökur af samtali þeirra og fjögurra annarra þingmanna frá barnum Klaustri voru afhentar fjölmiðlum. Meira »

Réttindalaus með stera í bílnum

06:21 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði afskipti af nokkrum ökumönnum í nótt. Ökumaður sem var stöðvaður í Breiðholti reyndist undir áhrifum fíkniefna og hafði hann verið sviptur ökuréttindum, auk þess sem bifreiðin sem hann ók á var á röngum skráningarmerkjum. Einnig fundust fíkniefni í bifreiðinni. Meira »

Xanadu-söngleikurinn á svið

06:00 Sýningar Nemendafélagsins í Verslunarskóla Íslands vekja gjarnan mikla athygli og má segja að þær séu ákveðin skrautfjöður í félagslífi skólans. Í ár bjóða þau upp á söngleikinn Xanadu. Meira »

Vill fjölga þrepum í tekjuskatti

05:30 Miðstjórn ASÍ samþykkti í gær tillögur um breytingar á skattkerfinu sem efnahags-, skatta- og atvinnumálanefnd sambandsins hefur unnið. Þar er m.a. lagt til að tekin verði upp fjögur skattþrep, þar sem fjórða skattþrepið verði hátekjuþrep, og að skattleysismörk hækki og fylgi launaþróun. Meira »

Enginn fjöldaflótti úr VR

05:30 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, vísar því á bug að margir félagsmenn VR hafi undanfarið gengið í önnur stéttarfélög vegna óánægju með málflutning verkalýðshreyfingarinnar. Meira »

Borgin semji um Keldnalandið

05:30 Sjálfstæðismenn munu bera upp tillögu í borgarráði í dag um að Reykjavíkurborg semji við ríkið um Keldnalandið og hefjist tafarlaust handa við skipulagningu svæðisins. Meira »

Rústir 22ja bæja eru í dalnum

05:30 Minjastofnun hefur gert tillögu að friðlýsingu alls búsetulandslags Þjórsárdals, jafnhliða því sem óskað hefur verið eftir að Gjáin og fleiri náttúruminjar í dalnum verði friðlýstar. Meira »

Reisa timburhús við Kirkjusand

05:30 Skipulagsyfirvöld í Reykjavík hafa auglýst breytingu á deiliskipulagi Kirkjusands. Meðal annars er íbúðum fjölgað á reitum G, H og I úr 100 í 125. Meira »

Enginn lax slapp úr sjókví Arnarlax

05:30 „Það er búið að vitja allra netanna og það hefur enginn fiskur fundist. Það eru góðar fréttir,“ segir Kjartan Ólafsson, stjórnarformaður Arnarlax, en í gær var vitjað neta sem lögð voru til að kanna hvort lax hefði sloppið úr sjókví fyrirtækisins við Hringsdal í Arnarfirði. Fiskistofa stýrði aðgerðum í gær. Meira »

„Miður mín yfir mörgu sem ég sagði“

05:30 „Ég hef talað við áfengisráðgjafa og leitað aðstoðar sálfræðings og ég hef átt löng og hispurslaus samtöl við þá sem lengi hafa þekkt mig.“ Meira »

Snjóhengja féll af húsi á konu

Í gær, 23:47 Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var tilkynnt um snjóhengju sem féll af húsi í Faxafeni á konu sem átti leið um.  Meira »

Áströlsku hjónin stefna Mountaineers

Í gær, 22:55 Áströlsk hjón sem týndust í sjö tíma í vélsleðaferð við Langjökul fyrir tveimur árum hafa stefnt ferðaþjónustufyrirtækinu Mountaineers of Iceland. Þau krefjast miskabóta og segja atvikið hafa haft mikil sálræn áhrif á þau. Meira »

Reikningur barns tæmdur vegna mistaka

Í gær, 22:47 Solveig Rut Sigurðardóttir rak upp stór augu eftir að 18 ára drengur setti sig í samband við hana í gærkvöldi og upplýsti hana um að dóttir hennar hefði millifært á reikning hans rúmlega 100 þúsund krónur. Hann þóttist vita að mistök hefðu verið gerð. Meira »

Enginn samningur og ekkert samráð

Í gær, 21:58 Stjórn Neytendasamtakanna hefur áhyggjur af stöðu leigjendamála á Íslandi og lýsir yfir furðu á samráðsleysi við samtökin í tengslum við tillögur átakshóps við vanda á húsnæðismarkaði. Þá gagnrýnir stjórnin að samningur Neytendasamtakanna og ríkisins um leigjendaaðstoð hafi ekki verið endurnýjaður. Meira »
Bókhaldsþjónusta
Skattframtöl, bókhald, ársreikningar, vsk uppgjör & launauppgjör, stofnun félaga...
HARMONIKKUHURÐIR SPARA MIKIÐ PLÁSS
Margar viðartegundir og litir, smíðað eftir máli. Verð frá kr. 13.900,- Sími 61...
Skrifstofuhúsnæði Bolholti 4
Til leigu er skrifstofurými, alls um 110 fermetrar, í austurenda á 5. og efstu ...
Matador Continental vetrardekk
Rýmingarsala Matador Continental vetrardekk til sölu 195/70 R 14 225/70 R 16 225...