Loftgæðaskýrslan líklega kynnt á miðvikudag

Umhverfisstofnun kynnir sér nú skýrslu NILU um loftgæðin við verksmiðju …
Umhverfisstofnun kynnir sér nú skýrslu NILU um loftgæðin við verksmiðju United Silicon. mbl.is/RAX

Starfsfólk Umhverfisstofnunnar hefur í dag verið að fara yfir skýrslu með niðurstöðum norsku loftgæðastofnunarinnar NILU á loftgæðum við verksmiðju United Silicon í sumar. Greint var frá því um helgina að stofnuninni hefði borist skýrslan á föstudag og segir Sigrún Ágústsdóttir, sviðsstjóri hjá Umhverfisstofnun, stofnunina munu þurfa að nýta morgundaginn líka í að fara yfir skýrsluna. Það sé því ekki ólíklegt að hún verði gerð opinber á miðvikudag.

„Við munum ekki tjá okkur um þetta, fyrr en við erum búin að kynna okkur þetta frekar,“ segir Sigrún í samtali við mbl.is. Hún muni heldur ekki tjá sig um það á þessu stigi hvort eitthvað í skýrslunni hafi komið starfsmönnum Umhverfisstofnunar á óvart.

Niður­stöður skýrsl­unn­ar áttu að liggja fyr­ir um mánaðamót­in ág­úst/​sept­em­ber. Sigrún segir Umhverfisstofnun bara hafa verið komna með drög og óformleg gögn í hendur á þeim tímapunkti. „Við óskuðum eftir að þetta yrði formleg skýrsla, það var engin skýrsla komin á þeim tímapunkti,“ segir hún og kveðst ekki geta svarað fyrir NILU og þann tíma sem stofnunin taki sér í vinnu við skýrsluna.

„Við vorum bara með drög og óformleg gögn og það var ekkert sem okkur var stætt á að birta.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert