„Við idjótin höfum leyft honum að gera þetta“

Á myndinni flytur Kári Stefánsson erindi sitt á fundi BSRB ...
Á myndinni flytur Kári Stefánsson erindi sitt á fundi BSRB í dag. mbl.is/Golli

„Við búum í tiltölulega ríku samfélagi. Í þessu samfélagi höfum við efni á því að reka gott heilbrigðiskerfi. [...] Það sem þarf er viljann til að skattleggja þann auð sem er í íslensku samfélagi - í þeim vösum sem hann er,“ sagði Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar á fundi sem haldinn var á vegum BSRB í hádeginu.

Yfirskrift fundarins var „Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu - Hver er hagur sjúklinga?“ Birgir Jakobsson landlæknir flutti erindi, ásamt Kára. Birgir sagði að heilbrigðisþjónusta ætti að stærstum hluta að vera rekin af opinberum aðilum og að opinber rekstur hefði sannað yfirburði sína þegar kæmi að skilvirkni fyrir hverja krónu.

Margt bendir til oflækninga

Hann sagði að á Íslandi væri einkarekin þjónusta í heilbrigðiskerfinu rekin á allt öðrum forsendum en til dæmis í Svíþjóð, þar sem hann þekkti til. „Greiðslukerfið er hvetjandi fyrir einkarekna heilbrigðisþjónustu en letjandi fyrir opinbera þjónustu. Afköstin til langs tíma hér eru ekki nógu mikil. Kerfið hvetur til oflækninga.“

Hann benti á að Ísland væri á toppnum þegar kæmi að fjölda alls kyns aðgerða, sem hann sagði að að sumar skiluðu litlum árangri og væru jafnvel skaðlegar. Þá væru Íslendingar á toppnum þegar kæmi að lyfjaneyslu. Þetta benti til oflækninga.

Birgir sagði óæskilegt að sérgreinalæknir væru aðeins í hlutastarfi á Landspítalanum og sagði að hann efaðist um að sérgreinalæknar, sem jafnframt ynnu á stofum úti í bæ, sinntu störfum sínum af heilum hug á Landspítalanum. „Það er víða pottur brotinn um að þessir læknar séu heilshugar með hagsmuni Landspítalans í huga. Ekki heilshugar,“ áréttaði hann.

Birgir Jakobsson landlæknir sagði að víða væri pottur brotinn í ...
Birgir Jakobsson landlæknir sagði að víða væri pottur brotinn í heilbrigðiskerfinu. Styrkja þyrfti innviði svo um munaði. mbl.is/Golli

Hagsmunir sjúklinga stýri einkavæðingu

Hann sagði að einkavæðingin hefði nánast gerst stjórnlaust og einkarekna þjónustan stýrðist af aðgengi að sérgreinalæknum en ekki þörf þeirra sem þyrftu þjónustuna. „Það er nauðsynlegt að Íslendingar geri hlé á vegferð einkavæðingar og að menn geri alvöru úr því að styrkja innviði opinberrar heilbrigðisþjónustu.“ Einkavæðingu, síðar meir, yrði að stýra út frá hagsmunum sjúklinga en engra annarra.

Engum einum flokki að kenna

Kári Stefánsson steig í pontu og sagði að grunnurinn að hverju samfélagi væri að hlúð væri að þeim sem væru meiddir og lasnir. Hann sagði að Íslendingar hefðu vanrækt heilbrigðiskerfið og hlutfall vergrar landsframleiðslu til heilbrigðismála hefði minnkað. Á sama tíma hefði það aukist í nágrannalöndunum. „Það er engum einum flokki eða ríkisstjórn að kenna,“ sagði Kári og bætti við að það væri afleiðing þess að hér hafi ekki verið unnið eftir neinni heildarstefnu í heilbrigðismálum um langa hríð.

Kári sagði að Sjúkratryggingar Íslands, með Steingrím Ara Arason við stjórnvölin, hafi ráðið því hvernig einkavæðingin í heilbrigðiskerfinu hafi farið fram. „Steingrímur Ari er mikill frjálshyggjumaður,“ sagði hann og bætti við að Steingrímur hefði gert það sem hann teldi best og að hann hefði hlúð að einkavæðingunni í góðri trú. „Við idjótin höfum leyft honum að gera þetta. Við höfum ekki haft neina heildarstefnu.“ Einkavæðingin hefði orðið að veruleika á tilviljunarkenndan hátt.

Hann sagði skort á gæðastjórnun í íslenskri heilbrigðisþjónustu og þess vegna fylgdist enginn með því þegar læknar beittu börn því „ofbeldi“ að rífa úr þeim hálskirtla í miklu meiri mæli en þörf krefði.

Spekileki af spítalanum

Heilbrigðisþjónustu á Íslandi á að byggja í kring um Landspítalann, að mati Kára. Hann það að flóknar aðgerðir á einkareknum stofum utan Landspítalans myndi koma í veg fyrir að hægt væri að viðhalda og auka þekkingu heilbrigðisstarfsfólks á Landspítalanum, auk þess sem í kring um einkastofurnar væri ekki þétt net sérfræðinga þegar eitthvað kæmi upp á í flóknum aðgerðum - svo sem þegar fólk í aðgerð lenti í hjartaáfalli. „Við þurfum að mennta næstu kynslóð heilbrigðisstarfsmanna. Til þess þarf fólkið á Landspítalanum að taka þátt í þessum aðgerðum. Með því að flytja svona út í bæ minnkum við þann möguleika að viðhalda þessari þekkingu og bæta hana,“ sagði Kári.

Spurður hvort hann teldi að byggja ætti nýjan spítala á öðrum stað en í Vatnsmýri svaraði Kári því til að undirbúningur að byggingu nýs spítala í Vatnsmýri væri allt of langt kominn til að hægt væri að hugsa um aðrar hugmyndir í þeim efnum. Það myndi einungis tefja málið enn frekar.

Útiloka að reka nútíma heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni

Kári sagði aðspurður að útilokað væri að halda úti flókinni heilbrigðisþjónustu, svo sem skurðlækningum og fæðingarstofum, á landsbyggðinni. Til þess værum við of fá. „Það er enginn möguleiki að búa til nútíma heilbrigðisþjónustu á Húsavík eða Akureyri,“ sagði hann, þegar fyrirspyrjandi úr sal nefndi þessa byggðakjarna.

Kári sagði að endingu að það væri með ólíkindum að Íslendingar sættu sig við að greiðsluþátttaka fólks væri um 30 milljarðar árlega. „Það er dapurlegt að hugsa til þess að fólk sé að fresta því að taka út lyfin sín eða fara í aðgerðir því það hefur ekki efni á því. Það er ekki hægt að leyfa slíkt í íslensku samfélagi. Það er fyrir neðan allar hellur.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Segir stjórnendur Arion óttast umræðuna

14:22 „Vogunarsjóðirnir munu bíða færis, þeir munu bíða þess að storminn lægi, þeir munu greiða út arð og þeir munu selja Valitor. Þökk sé ríkisstjórninni sem var eins og höfuðlaus her í þessari baráttu og gaf frá sér eina vopnið sem þeir áttu, hlutabréf ríkisins.“ Meira »

Má búast við kulda

14:10 Þrátt fyrir að vorjafndægur séu í dag og að veðurfarið hafi verið milt að undanförnu, stefnir í kólnandi veður um helgina og jafnvel fram yfir páska. Þorsteinn V. Jónsson, veðurfræðingur, telur ekki ástæðu til að fara taka fram grillið enda fari líklega að snjóa um helgina. Meira »

Enn til miðar á Ísland-Argentína

14:00 Þór Bæring, hjá Gamanferðum, er nýkominn heim frá Rússlandi. Hann segir að mikill munur sé á borgunum þremur sem Íslendingar þurfa að heimsækja, Moskvu, Volgograd og Rostov. Meira »

Lögreglan rannsakar líkamsleifarnar

13:36 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur til rannsóknar líkamsleifar sem fundust á Faxaflóa nýverið, en upphaf málsins má rekja til veiða fiskibáts á norðanverðum Faxaflóa í síðasta mánuði. Ekki liggur fyrir af hverjum líkamsleifarnar eru og víst að það mun taka einhvern tíma að leiða það í ljós. Meira »

Líkamsleifar fundust við Snæfellsnes

12:59 Líkamsleifar fundust nýverið við Snæfellsnes. Þetta staðfestir Jóhann Karl Þórisson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í samtali við mbl.is. Fundust þær að hans sögn á 120 metra dýpi í Faxaflóa nálægt Snæfellsnesi. Meira »

Styrmir skýtur á flokksforystuna

12:29 Styrmir Gunnarsson fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins segir á vefsíðu sinni að eftir landsfund Sjálfstæðisflokksins sé það ljóst að flokkurinn telji sig ekkert eiga ósagt við þjóðina um ástæður hrunsins og sjái heldur ekki ástæðu til að ræða fylgistap sitt innan eigin raða. Meira »

Líta málið alvarlegum augum

12:08 Baldur Þórhallsson prófessor við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands var í viðtali í þættinum Ísland vaknar í morgun til að ræða þá stöðu sem komin er upp á milli Breta og Rússa eftir að Bretar sökuðum Rússa um að hafa fyrirskipað morðið á gagnnjósnaranum Sergei Skripal og Juliu, dóttur hans í Bretlandi í síðustu viku. Meira »

Elfa Dögg leiðir í Hafnafirði

12:26 Framboðslisti Vinstri hreyfingarinnar – Græns framboðs í Hafnarfirði fyrir sveitastjórnarkosningarnar í vor var samþykktur í gærkvöldi. Elfa Dögg Ásudóttir Kristinsdóttir, núverandi bæjarfulltrúi VG í Hafnarfirði, verður oddviti listans. Meira »

„Hættulegur fyrir sjálfstæðið okkar“

11:55 „Miklar áhyggjur eru af regluverki Evrópusambandsins um orkumál á Íslandi. Ekki aðeins í okkar flokki heldur í næstum öllum stjórnmálaflokkunum fyrir utan þá tvo flokka sem styðja inngöngu í Evrópusambandið, sósíaldemókratana og Viðreisn.“ Meira »

Alþjóðlegi hamingjudagurinn í dag

11:34 Í dag er alþjóðlegi hamingjudagurinn og hefur því verið efnt til málþings. „Við leggjum áherslu á hvað hamingja er, það er ekki að vera brosandi allan sólarhringinn. Heldur að geta tekist á við áskoranir daglegs lífs og fara í gegnum erfiðleika á uppbyggilegan hátt,“ segir Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Meira »

Flestir íslenskir vegir einnar stjörnu

11:30 Samkvæmt EuroRAP öryggismatinu er mörgu ábótavant í íslenska vegakerfinu. Í dag var opnað fyrir nýjan gagnagrunn sem geymir stjörnugjöf fyrir 4.200 kílómetra vegakerfisins á Íslandi og upplýsingar um þær framkvæmdir sem mælt er með að ráðast í, hvað þær kosta og hverju þær skila í minni slysatíðni. Meira »

Biblían komin á íslensku í snjallforriti

11:07 Biblían á íslensku var gerð aðgengileg í liðinni viku á Biblíusnjallforritinu The Bible App sem YouVersion stendur að.  Meira »

Vantar betri illmenni

10:56 Síðustu ár hefur kvenofurhetjum fjölgað nokkuð. Ekki bara á hvíta tjaldinu, heldur einnig í sjónvarpsþáttum. Ragnar Eyþórsson, kvikmynda/nördasérfræðingur Ísland vaknar, kom í heimsókn og fór yfir tvær þeirra. Meira »

Eins og Bond-mynd

09:51 Mál Cambridge Analytica og Facebook minnir einna helst á skáldsögu eða jafnvel mynd um James Bond. Gengi Facebook hefur fallið og breskir og bandarískir fjölmiðlar eru að ganga af göflunum. Meira »

Kristrún Heiða ráðin upplýsingafulltrúi

09:30 Kristrún Heiða Hauksdóttir hefur verið ráðin upplýsingafulltrúi mennta- og menningarmálaráðuneytis.  Meira »

Halla Björk efst á L-listanum

10:03 Halla Björk Reynisdóttir, flugumferðarstjóri og fyrrverandi bæjarfulltrúi, verður í efsta sæti Lista fólksins á Akureyri við bæjarstjórnarkosningarnar í vor. L-listinn fagnaði 20 ára afmæli með kaffisamsæti í menningarhúsinu Hofi um helgina og þá var tilkynnt hverjir skipa listann við kosningarnar. Meira »

Vilja komast hjá öðru útboði

09:37 Þorsteinn R. Hermannsson, samgöngustjóri Reykjavíkur, segir borgina munu ræða við aðila sem sóttu útboðsgögn vegna strætóskýla. Reynt verði að semja við þá aðila áður en efnt verður til annars útboðs á Evrópska efnahagssvæðinu. Meira »

Besta útgáfan af okkur

09:27 Hvernig ætli Hellisbúinn, einleikurinn vinsæli, væri núna? Það var ein af spurningunum sem reynt var að svara í morgunspjallinu í Ísland vaknar í morgun. Meira »
Múrari
Múrari: Lögg. múrarameistari getur bætt við sig verkefnum, múrverk, flísalag...
Trúlofunar- og giftingarhringar í úrvali
Auk gullhringa eigum við m.a. hvítagull, silfur og titaniumpör á fínu verði. Dem...
BÍLAKERRUR TIL AFGREIÐSLU SAMDÆGURS
Sterkbyggðu HULCO fjölnotakerrurnar, myndir á bland.is og á Facebook = Mex byggi...
 
Tillaga að deiliskipulagi
Tilkynningar
Breiðdalshreppur Tillaga ...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Mat á umhverfisáhrifum
Tilkynningar
Mat á umhverfisáhrifum Álit...
Frestun aðalfundar
Fundir - mannfagnaðir
Frestun aðalfundar ?? ??? ?????????...