Ástæða til að slíta samstarfinu eða ekki?

Þingflokksfundur hjá Viðreisn. Hanna Katrín Friðrikssin (fyrir enda borðs) var ...
Þingflokksfundur hjá Viðreisn. Hanna Katrín Friðrikssin (fyrir enda borðs) var þeirrar skoðunar að Viðreisn hefði líklega brugðist við með sama hætti og Björt framtíð. Þorsteinn Víglundsson (lengst t.h.) telur nú hafa verið óþarfa að slíta stjórnarsamstarfinu. mbl.is/Kristinn Magnússon

Þingmenn Viðreisnar virðast ekki á einu máli um hvort ástæða hafi verið til að slíta stjórnarsamstarfinu og raunar virðast einhverjir þeirra vera margsaga í sínum skoðunum.

Þannig sagði Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttisráðherra og þingmaður Viðreisnar, í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni um helgina að það hafi verið gríðarleg von­brigði hvernig fór með stjórnarsamstarfið. „Eins og hef­ur nú komið á dag­inn þá var þetta aldrei til­efni til þess að sprengja upp stjórn­ar­sam­starf,“ sagði Þor­steinn í spjallþætt­in­um.

 „Málið sem varð á end­an­um stjórn­inni að falli, þegar rykið var fallið og þegar búið var að fara í gegn um það eins og við kölluðum eft­ir þá var ekk­ert til­efni í því máli til þess að fara að sprengja stjórn­ar­sam­starf. Þar hefði Björt framtíð bet­ur mátt bíða og sjá hvernig málið væri ná­kvæm­lega vaxið áður en það væri hlaupið út und­an sér á næt­ur­fundi að sprengja rík­is­stjórn­ina,“ sagði Þorsteinn.

Daginn eftir stjórnarslitin sagði Þorsteinn hins vegar á Facebook-síðu sinni að upp­lýsa yrði „án taf­ar þá at­b­urðarrás sem varð til þess að dæmd­um kyn­ferðis­glæpa­mönn­um var veitt upp­reist æru.“

„Sú grafal­var­lega staða sem“ komið hafi upp í ís­lensk­um stjórn­mál­um kalli „á skjót og mark­viss viðbrögð“ um að „upp­lýsa að fullu og án taf­ar þá at­b­urðarrás sem leiddi til þess að tveim­ur dæmd­um kyn­ferðis­glæpa­mönn­um, sem gerst höfðu sek­ir um sví­v­irðilega glæpi, var veitt upp­reist æru síðastliðið haust.“

Upp­lýs­ing­arnar sem fram hafi komið gefi „til­efni til að draga í efa þær skýr­ing­ar sem gefn­ar hafa verið á máls­at­vik­um hingað til. Það verður ein­fald­lega að ríkja fullt traust til málsmeðferðar svo al­var­legra mála. Sú er því miður ekki raun­in nú,“ sagði í færslu Þorsteins.

Vísar til meðferðarinnar ekki brotanna

Benedikt Jóhannesson, fjármálaráðherra og formaður Viðreisnar, sá í morgun ástæðu til að biðjast á Facebook-síðu sinni afsökunar á „klaufalegum ummælum“ sínum í þættinum Forystusætinu á RÚV  í gær. Það hafi verið „klaufalegt“ hjá sér er hann sagði engan lengur muna um hvað málið snerist. „Þar var ég að vísa til meðferðar málsins í stjórnsýslunni síðastliðið sumar, en sannarlega ekki til þeirra brota að sem að baki lágu,“ segir Benedikt í færslu sinni.

„Óásættanlegt sé að slík mál séu hjúpuð leyndarhyggju og það sé skýr skoðun sín og Viðreisnar að upplýsa um alla þætti málsins. „Hefði það sjónarmið verið haft í heiðri hefðu allar upplýsingar legið á borðinu frá upphafi. Ég ítreka hve leitt mér þykir að hafa talað með þessum hætti,“ sagði Benedikt sem þó kvaðst í frétt sem birt var í Morgunblaðinu í morgun vera sammála ummælum Þorsteins í þættinum Sprengisandi.

Björt framtíð hefði átt að hafa samráð við samstarfsflokkana. „Þau höfðu tamið sér að leggja áherslu á vönduð vinnubrögð og sporna gegn fúski, svo minnt sé á slagorð þeirra fyrir síðustu kosningar,“ segir hann og að ef málið hefði verið tilefni til stjórnarslita væri það enn rætt.

Hallast að því að því að niðurstaðan hefði orðið sú sama

Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, taldi engu að síður daginn eftir stjórnarslit líklegt að Viðreisn hefði mögulega brugðist við með svipuðum hætti og Björt framtíð. „Okk­ar nálg­un í upp­hafi var að við vild­um ná til alls okk­ar fólks og fá ákveðnar upp­lýs­ing­ar upp á borðið. Hefði Björt framtíð ekki slitið stjórn­ar­sam­starf­inu á miðnætti og við ekki frétt það í fjöl­miðlum, þá hefðum við strax um morg­un­inn fengið þessa tvo ráðherra [Bjarna Bene­dikts­son for­sæt­is­ráðherra og Sig­ríði And­er­sen dóms­málaráðherra] á fund með okk­ur til að fara yfir mál­in,“ seg­ir Hanna Katrín í samtali við mbl.is á þeim tíma.

„Við hefðum kallað eft­ir upp­lýs­ing­um, vegið þær og metið og niðurstaðan hefði mögu­lega orðið sú sama og Björt framtíð komst að kvöldið áður, eða ein­hver önn­ur. Miðað við það hvernig málið hef­ur þró­ast þá hall­ast ég orðið að því að niðurstaðan hefði orðið sú sama.“

Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir, sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðherra, sagði sama dag á Facebook-síðu sinni að síðustu dag­ar hafi sýnt af­drátt­ar­laust „að þol­in­mæði sam­fé­lags­ins gagn­vart kyn­ferðis­legu of­beldi og hvernig kerfið meðhöndl­ar slík brot og eft­ir­mála þeirra er á þrot­um.“ Æski­leg­ast sé í þeirri stöðu sem upp er kom­in að boða til kosn­inga eins fljótt og auðið er.

Það sé verk­efni stjórn­mál­anna „að breyta úr­elt­um kerf­um og upp­ræta sterka til­hneig­ingu ákveðinna hópa til að standa vörð um sér­hags­muni fram yfir al­manna­hags­muni,“ sagði Þorgerður í færslu sinni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Flóð við N1 - myndband

Í gær, 22:38 Vatn flæðir upp á miðjar bensíndælur við N1 í Skógarseli. Vinnuvélar eru á svæðinu og verið er að reyna að fjarlægja ís frá niðurföllum. Meira »

Skoða mál stúlku sem skilin var eftir

Í gær, 21:46 Strætó skoðar nú mál þar sem stúlka sem á við þroskahömlun að stríða var skilin ein eftir á röngum áfangastað. Ljóst er að pöntunin sem móðir stúlkunnar sendi inn var hárrétt en rangt skráð inn í kerfið af starfsmanni Strætó. Meira »

Geimfaraþjálfun á Húsavík

Í gær, 21:44 Samstarfssamningur var í morgun undirritaður milli fulltrúa Könnunarsafnsins á Húsavík, ICEXtech á Húsavík og hins finnska fyrirtækis Space Nation um undirbúning geimfaraþjálfunar á Íslandi fyrir nema á vegum Space Nation. Meira »

„Of margir stormar á þessu ári“

Í gær, 21:36 „Það hafa verið of margir stormar á þessu ári, þannig að það hljóta að hafa losnað skrúfur því neðri hlutinn losnaði,“ segir Klaus Ortlieb, einn eigenda Hlemmur Square, um skiltið sem hangir á bláþræði á húsinu. Hann óttaðist um öryggi vegfarenda og hafði því samband við lögreglu og björgunarsveit. Meira »

Stórt skilti hangir á bláþræði

Í gær, 21:01 Lögreglan og björgunarsveit voru kölluð að hótelinu Hlemmur Square fyrr í kvöld vegna þess að stórt skilti hangir á bláþræði framan á húsinu í óveðrinu sem núna gengur yfir höfuðborgarsvæðið. Meira »

Mikið um vatnsleka vegna veðurs

Í gær, 20:31 Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu á í nógu að snúast með að sinna útköllum vegna vatnstjóns. Mikil úrkoma og klaki yfir niðurföllum veldur því að mikill vatnsflaumur hefur myndast víða. Meira »

Bragi sóttist sjálfur eftir breytingu

Í gær, 20:00 Ársleyfi Braga Guðbrandssonar, forstjóra Barnaverndarstofu, frá stofnuninni tengist ekki kvörtunum frá barna­vernd­ar­nefnd­um höfuðborg­ar­svæðis­ins í hans garð. Hann sóttist sjálfur eftir breytingu í starfi. Meira »

Lífið er íslenskur saltfiskur

Í gær, 20:07 Matreiðslumeistararnir Guillem Rofes, Jordi Asensio og Francisco Diago Curto frá Barcelona urðu hlutskarpastir í keppninni Islandia al Plat, sem Íslandsstofa hélt þar í borg í tengslum við kynningu á íslenskum saltfiski í haust sem leið. Meira »

Hönnunarverkfræðingur gerðist jógakennari

Í gær, 19:19 Sæunn Rut Sævarsdóttir býr ásamt breskum kærasta sínum í litlum bæ rétt utan við Oxford í Bretlandi. Þar kennir hún jóga en hún á að baki jógakennaranám í Vinyasa Flow frá Yoga London. Að kenna jóga var þó ekki alltaf ætlunin en ýmislegt æxlaðist öðruvísi en til stóð í upphafi. Meira »

Segir þjónustu við vogunarsjóði í 1. sæti

Í gær, 19:09 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir að þjónusta við vogunarsjóði sé sett í 1. sæti hjá íslenskum stjórnvöldum. Meira »

Þungar og óviðunandi vikur

Í gær, 18:49 „Síðustu vikur hafa verið þungar undir fæti hjá okkur og óviðunandi á stundum,“ segir Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, í vikulegum forstjórapistli sínum. Meira »

Sjúkratryggingar segja ekki upp samningum

Í gær, 18:24 Sjúkratryggingar Íslands ætla ekki að segja upp rammasamningum við sérgreinalækna og sjúkraþjálfara þar til velferðarráðuneytið hefur tekið afstöðu til tillagna um nauðsynlegar aðhaldsaðgerðir. Þetta er gert að beiðni Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra. Meira »

Fann 400 kannabisplöntur í Kópavogi

Í gær, 18:22 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur að undanförnu stöðvað kannabisræktun á nokkrum stöðum í umdæminu, en í þeirri stærstu var lagt hald á nærri 400 kannabisplöntur. Meira »

Gylfi áfram í peningastefnunefnd

Í gær, 17:57 Forsætisráðherra hefur endurskipað dr. Gylfa Zoëga, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, fulltrúa í peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands samkvæmt ákvæði í lögum nr. 36/2001, um Seðlabanka Íslands. Meira »

Sendibíll valt á Breiðholtsbraut

Í gær, 17:19 Sendibíll valt á Breiðholtsbraut fyrir skömmu. Ljósmyndari mbl.is var á ferðinni en ekki var lokað fyrir umferð vegna óhappsins. Bifreiðin liggur á hliðinni á umferðareyju. Meira »

Svandís tekur við málum af Guðmundi

Í gær, 18:13 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ætlar að bera það upp við forseta Íslands að Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra taki við fjórum málum af Guðmundi Inga Guðbrandssyni umhverfisráðherra. Meira »

Tekur yfir eignir United Silicon

Í gær, 17:29 Samkomulag hefur náðst á milli skiptastjóra þrotabús United Silicon og Arion banka um að bankinn fái að ganga að sínum veðum og taka yfir allar helstu eignir félagsins. Meira »

Vindorkuver rísi ekki á verndarsvæðum

Í gær, 16:40 Ekki á að reisa vindorkuvirkjanir á verndarsvæðum eða öðrum sambærilegum svæðum, jafnvel þó að þau njóti ekki verndar samkvæmt lögum. Þetta er mat Landverndar sem telur raunar þörfina fyrir vindorkuvirkjanir ekki vera jafnaðkallandi á Íslandi og víða annars staðar. Meira »
Rómversk messubók
Rómversk messubók, aðeins 50 eintök gefin út og þar af flest eintök í vörslu kaþ...
Múrari
Múrari: Lögg. múrarame.og málari geta bætt við sig verkefnum, múrverk, flísalagn...
Harðviður til húsbygginga
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...
Er kominn tími á framkvæmdir?
Múrari: Lögg. múraramei... og málari geta bætt við sig verkefnum, múrverk, flísa...
 
Skipulag
Tilkynningar
Rangárþing ytra Auglýsing um skipulags...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, jóg...
Aðalfundur heimssýnar
Fundir - mannfagnaðir
???????? ??????? ???????????????? ? ???...
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Félag sjálfstæðismanna í Skóga- o...