Jón Gnarr hjólar í Bjarta framtíð

Jón Gnarr á fundi Samfylkingarinnar.
Jón Gnarr á fundi Samfylkingarinnar. mbl.is/Kristinn Magnússon

Jón Gnarr, sem gekk í Samfylkinguna fyrir helgi, vandar Bjartri framtíð ekki kveðjurnar í færslu sem hann ritar á Facebook-síðu sinni. Jón er fyrrverandi borgarstjóri og stofnandi Besta flokks­ins.

Jón segist vilja ítreka að hann sé ekki félagi í Bjartri framtíð og að hún hafi ekkert með hann að gera. „Ég óska öllu því góða fólki sem þar starfar brautargengis og vona að það beri gæfu til að uppræta þennan sjúkleika eða forða sér áður en það verður honum sjálft að bráð,“ skrifar Jón.

Hann hafi skynjað áhuga hjá fólki að fá sig aftur inn á svið stjórnmálanna eftir að Björt framtíð sleit ríkisstjórnarsamstarfinu um miðjan síðasta mánuð. „Björt framtíð var að hluta stofnuð af meðlimum Besta flokksins og hefur gefið sig út fyrir að reyna að halda anda hans á lofti,“ skrifar Jón og bætir við að hann hafi haft samband við Óttar Proppé og rætt við hann.

Vildi ekki stíga á neinar tær

Þar sagðist Jón ekki vilja stíga á neinar tær, heldur bara vera með. Varð það úr að Jón og eiginkona hans fóru á fund Bjartrar framtíðar þar sem hann tók til máls og viðraði hugmyndir sínar.

„Gamall félagi, sem hafði verið með okkur í Besta flokknum, tók líka til máls og sagðist vera uppfull af gremju yfir að sjá svona mikið af nýju fólki og gömul andlit. Hún var reið vegna þess að henni fannst þau öll hafa verið að erfiða svo mikið og án þess að fá neina hjálp frá okkur en nú þegar byrjað væri að ganga vel þá ætluðum við að teika velgengnina,“ skrifar Jón en þeim hjónum þóttu þessi ummæli mikið högg. 

Enginn mótmælti ummælunum

„Og það sem verra var, enginn annar stóð upp og mótmælti þessu,“ skrifar Jón en seinna sama kvöld ræddi hann við Björn Blöndal og Ilmi Kristjánsdóttur og tjáði þeim að honum hefði snúist hugur með að starfa innan flokksins í aðdraganda kosninga.

Hann hafi fengið ýmis tilboð frá öðrum flokkum en ákvað að ganga til liðs við Samfylkinguna fyrir tilstilli vinar síns, dr. Gunna. Hann þiggi laun fyrir vinnu sína og bendir á að eina launaða vinna hans hafi verið dagskrárgerðarstarf á Rás 2 en auk þess hefur hann nýlokið bókaskrifum. Jón veltir því upp hvernig fjölmiðlar hafi komist að því að hann fái greitt fyrir vinnu sína hjá Samfylkingunni en hann hafi aðeins sagt Óttari Proppé frá því.

Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra.
Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra. mbl.is/Hanna Andrésdóttir

Ekki skemmtileg kveðja

Í framhaldi af þessum fregnum finnst Jóni viðbrögð framafólks innan Bjartrar framtíðar sérkennileg. „Fyrst kemur Björt Ólafsdóttir starfandi umhverfis- og auðlindaráðherra í viðtal við Vísi. Viðtalið er einkennilega yfirlætislegt. Ráðherrann gefur það í skyn að ég hafi farið fram á einhverjar greiðslur til mín og þar sem þau hafi ekki geta orðið við því hafi ég farið annað. Þetta er bara rangt. Ég fór aldrei fram á neinar greiðslur,“ skrifar Jón og bætir við að greiðslur hafi ekki verið til umræðu.

„Ráðherrann sér ástæðu til að nefna sérstaklega atvinnustöðu mína og það sé ljóst að ég sé að leita mér að vinnu, ég sé ekki merkilegur pappír og farið hafi fé betra og enginn sem sakni mín. Mér finnst þetta ekki skemmtileg kveðja frá manneskju sem ég hef virt mikils og hef stutt á margan hátt í sinni pólitísku göngu og er sjálf í nokkuð vel launuðu starfi sem hún væri örugglega ekki í ef ég hefði aldrei verið til.“

Guðlaug Kristjánsdóttir.
Guðlaug Kristjánsdóttir.

Heimskulegt, dónalegt og ólöglegt

Daginn eftir áðurnefnt viðtal við Björt birti Guðlaug Kristjánsdóttir, stjórnarformaður Bjartrar framtíðar, mynd af undirskrift Jóns við meðmælendalista flokksins. „Ég hef upplistað ýmislegt virðingarleysi í afskiptum mínum af stjórnmálum en þetta er líklega það sjoppulegasta sem ég hef orðið fyrir. Þetta er ekki bara heimskulegt, dónalegt og ómaklegt heldur líklega ólöglegt líka,“ skrifar Jón.

Enginn hafi beðið hann afsökunar á þessu en Jón kveðst ekki hafa gert þessu fólki neitt og skuldi því ekki neitt. „Ég hef gefið þeim mikið en þau hafa aldrei gefið mér neitt, nema þennan skít núna. Ég prísa mig nú sælan að hafa ekki gengið í þennan söfnuð.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

128 styrkir til innviðauppbyggingar

16:52 Ríflega 2,8 milljörðum verður úthlutað til alls 128 verkefna á ferðamannastöðum um land allt, en tilkynnt var um úthlutanirnar á sameiginlegum blaðamannafundi í Norræna húsinu laust eftir hádegi í dag. Meira »

Frumvarp um kosningaaldur til þriðju umræðu

16:47 Frumvarpi um breytingar á lögum um sveitarstjórnarkosningar, þar sem gert er ráð fyrir að þeir sem náð hafi 16 ára aldri hafi kosningarétt, var afgreitt til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á Alþingi í dag eftir aðra umræðu um málið. Meira »

Sagði skyldu okkar að verja náttúruna

16:32 „Náttúra landsins er auðlind í sjálfu sér og felur í sér mikil verðmæti fyrir þjóðina og heiminn allan. Skyldur okkar gagnvart náttúrunni og ábyrgð eru því miklar,“ sagði Ólafur Ísleifsson, þingmaður Flokks fólksins, á Alþingi í dag. Meira »

Kveiktu í blaðakassa á Akureyri

16:25 Tveir drengir kveiktu í blaðakassa við Víðilund á Akureyri í dag. Ekkert tjón varð vegna íkveikjunnar samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Akureyri. Meira »

Spyr um viðbrögð við umskurðarfrumvarpi

16:22 „Hafa ísraelsk stjórnvöld sett sig í samband við utanríkisráðuneytið vegna frumvarps um að gera umskurð drengja refsiverðan samkvæmt hegningarlögum? Ef svo er, hver voru skilaboð ísraelskra stjórnvalda?“ Meira »

Síminn ber ábyrgð á „gagnkvæmu hirðuleysi“

16:18 Fjarskiptafyrirtækið Síminn þarf að greiða fyrirtækinu Inter Medica tæplega 950 þúsund krónur eftir að hafa rukkað félagið um mánaðarlegar greiðslur fyrir hýsingu á tölvupósti í tæplega fjögur ár, án þess að Inter Medica hafi nýtt sér þjónustuna. Meira »

Landsþekktar kempur hvetja krakkana

15:36 Landsliðskonurnar Sara Björk Gunnarsdóttir, Fanndís Friðriksdóttir og Glódís Perla Viggósdóttir eru meðal þeirra sem hvetja um 4.000 íslenska nemendur sem taka þátt í PISA könnuninni 2018 á tímabilinu 12.mars til 13.apríl. Meira »

Leitar vitna að hörðum árekstri

15:41 Árekstur.is leitar að vitnum að hörðum árekstri sem átti sér stað klukkan 13:30 í dag á gatnamótum Breiðholtsbrautar og Stekkjarbakka. Meira »

Mannsæmandi laun og bættar aðstæður

15:23 Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir að undanfarið ár hafi verið unnið að því að bæta starfsaðstöðu leikskólakennara og krakka en borgin kynnti í dag áætlun þar sem gert er ráð fyrir því að leikskólaplássum fjölgi um 750-800 á næstu sex árum. Meira »

Tveir unnu gjafabréf með WOW air

15:21 Áskrifendur Morgunblaðsins, Loftur Guðmundsson og Hilmar Dagbjartur Ólafsson, voru dregnir út í áskriftarleik Morgunblaðsins í dag. Meira »

Vorboðarnir komnir í heiminn

15:10 Fyrstu vorboðarnir litu dagsins ljós í Húsdýragarðinum nýverið þegar lítil huðna og hafur komu í heiminn. Huðnan Frigg var fyrst til að bera golsuflekkóttri huðnu að kveldi 20. mars og í morgun bar huðnan Garún svartflekkóttum hafri. Meira »

Námutrukkar á ferð um Vestfjarðagöng

14:49 Þrír námutrukkar sem notaðir verða við gerð Dýrafjarðarganga verða fluttir frá Ísafirði um Vestfjarðagöng og á áfangastað í Dýrafirði í kvöld. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Vestfjörðum verða göngin af þessum sökum lokuð í einhvern tíma vegna flutninganna. Meira »

Ekki stætt á öðru en að samþykkja

14:43 „Við frestuðum afgreiðslu á deiliskipulaginu um mánuð í samvinnu við Minjastofnun til að gefa samtökunum tækifæri á að koma með einhverjar hugmyndir um hvað hægt væri að gera,“ segir formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar. Hvorki hafi hins vegar verið lagt fram tilboð í húsið né áætlun. Meira »

Kokkur á flakki

14:00 Ólafur Örn Ólafsson, matreiðslumeistari og sjónvarpsmaður, frumsýnir fimm þátta röð um kokka í útlöndum á Sjónvarpi Símans á morgun. Meira »

„Góðan dag, ég heiti Jin Zhijian“

13:13 Jin Zhijian, nýr sendiherra Kína hér á landi, stundaði nám í íslensku við HÍ á seinni hluta níunda áratugarins. Hann flutti af landinu árið 1991 en kom aftur fyrir skömmu og tók við embættinu. Íslenskukunnáttan er ennþá góð en hann segir margt hafa breyst á þessum tíma, einangrunin sé mun minni. Meira »

Eyþór svarar Degi

14:30 Eyþór Arnalds, borgarstjóraefni Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, segir að öfugt við það sem Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, haldi fram þá muni uppbygging í landi Keldna létta á umferð þar sem fólk geti þá sótt vinnu í auknum mæli í austurhluta borgarinanr í stað þess að vera stopp í umferð í Ártúnsbrekkunni. Meira »

750-800 ný leikskólapláss á næstu árum

13:27 Reykjavíkurborg hyggst brúa bilið á milli fæðingarorlofs og leikskóla á næstu árum samkvæmt aðgerðaáætlun sem kynnt var í borgarráði í morgun. Til þess þarf að fjölga leikskólaplássum um 750-800. Meira »

2,8 milljarðar til ferðamannastaða

13:05 Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra og Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ferðamála- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra tilkynntu í dag um úthlutun á ríflega 2,8 milljörðum króna til uppbyggingar innviða og annarra verkefna á ferðamannastöðum. Meira »
Sumardekk 15 tommu
Ágætis sumardekk til sölu. 195/60R15 Verðhugmynd 22. þús Hægt að hafa sam...
Vönduð vel búin kennslubifreið
Vönduð, vel búin kennslubifreið Subaru XV 4WD . Akstursmat og endurtökupróf. Gyl...
 
Framhalds uppboð
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungar...
L edda 6018032019 ii
Félagsstarf
? EDDA 6018032019 II Mynd af auglýsi...
Samkoma
Félagsstarf
Fjáröflunarsamkoma Kristniboðsfélags k...
Deildastjóri
Grunn-/framhaldsskóla
Sunnulækjarskóli Dei...