Skýrslan ekki stóra svarið við lyktarvandanum

Rannsókninni á lyktarvanda kísilverksmiðju United Silicon er ekki lokið.
Rannsókninni á lyktarvanda kísilverksmiðju United Silicon er ekki lokið. mbl.is/RAX

Rannsókn á lyktarvanda kísilverksmiðju United Silicon í Helguvík er hvergi nærri lokið og skýrsla NILU, norsku loftgæðastofnunarinnar, er aðeins fyrsta skrefið í því ferli segir Þorsteinn Jóhannsson, sérfræðingur í loftgæðamálum hjá Umhverfisstofnun.

Umhverfisstofnun birti í morgun skýrslu NILU, þar sem fram kemur að um 200 efnasambönd hafi mælst í rannsókninni. Ekki sé hins vegar hægt að benda með óyggjandi hætti á að eitthvað eitt efnið hafi valdið lyktinni, en mælt er með frekari mælingum á formaldehýði og anhýdríðum.

„Þessar niðurstöður breyta því ekki að lyktin er stórt viðfangsefni og það þarf að vinna úrbótaáætlun í samræmi við það,“ segir Sigrún Ágústsdóttir, sviðsstjóri hjá Umhverfisstofnun. Ákvörðun Um­hverf­is­stofn­un­ar um stöðvun rekst­urs kísilverksmiðjunar standi því óbreytt og rekstr­araðila sé ekki heimilt að end­ur­ræsa ofn verk­smiðjunn­ar nema með skrif­legri heim­ild frá stofn­un­inni að lokn­um full­nægj­andi end­ur­bót­um og ít­ar­legu mati.

Getur verið um samlegðaráhrif að ræða

„Skýrslan gefur okkur ekki stóra svarið um hvaða efni hafi valdið þessu,“ segir Þorsteinn Jóhannsson, sérfræðingur í loftgæðamálum hjá Umhverfisstofnun. „Við erum kannski búin að útiloka einhver efni en við erum ekki komin með endanlegt svar við hvaða efni þetta séu.“ Ekki sé heldur öruggt að einungis sé um eitthvað eitt efni að ræða, mögulega geti lyktarvandinn verið til komin vegna samlegðaráhrifa tveggja eða fleiri efna sem magni hvert annað upp. „Rannsókn á þessu er hvergi nærri lokið og þetta er í raun bara fyrsta skrefið,“ segir Þorsteinn.

Mælingar NILU byggðu á svo nefndri „wide screening“ aðferð sem er notuð til að skanna fyrir öllu mögulegu. Þorsteinn segir að að lokinni slíkri rannsókn sé mögulega hægt að beina athygli nánar að einu eða fleirum efnum sem þá séu tekin til frekari mælinga, líkt og NILU mælir með að verði gert með formaldehýð og anhýdríðum.

„Gallinn við þessa aðferð [sem beitt var] er að þá er maður ekki með góða tímaupplausn,“ segir Þorsteinn. Fyrir vikið sé ekki hægt að útiloka að styrkur efnanna hafi ekki á einhverjum tímapunkti farið upp í styrk sem valdið hafi þeim óþægindum í augum og öndunarfærum sem íbúar í Reykjanesbæ hafa kvartað yfir.

Valda ertingu sem gæti passað við lýsingu íbúa

„Sýnunum var safnað yfir rúmlega vikutímabil,“ útskýrir hann. „Þeim er safnað í lítil hylki sem safna öllu í sig frá þeim tíma sem þau eru opnuð og þar til þeim er svo lokað og þau send í greiningu. Við vitum því ekki hvort efnin voru öll að berast í hylkin yfir allt tímabilið, eða hvort einhver efni komi kannski úr einum topp sem stóð mjög stutt.“

Þá hafi einnig komið fram í skýrslu NILU að mælitækin sem stofnunin notaði ráði ekki vel við formaldehýð sem fannst við grein­ing­ar­mörk í síuhúsi (reyksíu) verksmiðjunnar, en ekki í íbúabyggð. Eru taldar ákveðnar vísbendingar um að formaldehýð gæti verið til staðar í útblæstri frá verksmiðjunni, en um er að ræða lífrænt efnasamband sem er mjög rokgjarnt.

Formaldehýð og anhýdríðum, sem NILU mældi með frekari mælingum á, eru bæði rokgjörn efni sem valdið geta ertingu í augum og öndunarfærum. „Lýsingar íbúar varðandi sviða í augum og öndunarfærum  gætu passað við einkenni frá báðum þessum efnum,“ segir Þorsteinn.

Stóri vandinn eftir sem áður sé hins vegar enn óstöðugleiki ljósbogaofns kísilverksmiðjunnar. „Þessi lykt er ekki þegar ofninn er á réttu álagi, en þegar hitastigið lækkar þá ná þessi efni ekki að brenna,“ segir Þorsteinn. „Þessi skýrsla gefur okkur ekki stóra svarið um hvaða efni hafi valdið þessu. Við erum þó kannski búin að útiloka einhver efni, en við erum ekki komin með svar endanlega hvaða efni þetta séu.“

mbl.is

Innlent »

Snjór á einhverjum leiðum

07:01 Vegir eru víðast hvar greiðfærir en á Vestfjörðum, Norður- og Austurlandi er hálka eða hálkublettir á fáeinum fjallvegum og eitthvað um snjóþekju. Meira »

Hlýjast á Suðurlandi

06:59 Spáð er norðaustlægri átt í dag, strekkingur norðvestantil, annars hægari. Dálítil úrkoma um land allt, rigning með köflum sunnalands en stöku él norðantil. Dálítil snjókoma nyrst á morgun en stöku skúrir syðra. Hiti 0 til 8 stig að deginum, hlýast á Suðurlandi. Meira »

Óli Halldórsson í efsta sæti V-listans

06:48 V-listinn hefur nokkra sérstöðu meðal annarra framboða í Norðurþingi og víðar að því leyti að konur eru í afgerandi meirihluta á listanum. Meira »

Margrét í efsta sæti Á-listans

06:43 Á-listinn, listi áhugafólks um sveitarstjórnarmál, býður fram í þriðja sinn í komandi sveitarstjórnarkosningum í Rangárþingi ytra. Margrét Harpa Guðsteinsdóttir, núverandi sveitarstjórnarmaður, leiðir listann. Meira »

Elliði næði ekki kjöri

05:41 Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, næði ekki kjöri í bæjarstjórn ef kosið yrði nú. Þetta sýna niðurstöður nýrrar skoð­anakönnunar sem Fréttablaðið og frettabladid.is hafa gert. Meira »

Geðrænn vandi og óútskýrð veikindi

05:30 Samkvæmt rannsókn meistaranema í sálfræði við Háskólann í Reykjavík, Sturlu Brynjólfssonar, sem tók til 106 einstaklinga sem heimsóttu heilsugæslustöðvarnar í Mjódd og Vesturbæ/Seltjarnarnesi, voru 24,5% af sjúklingunum með svokölluð starfræn einkenni. Meira »

„Fjárhæðir sem skipta máli“

05:30 „Auk þeirra tillagna sem koma fram í skýrslunni er verið að meta aðra kosti,“ segir Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra, en tillögur til úrbóta fyrir rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla verða kynntar í sumar. Meira »

Vinnustöðvun er boðuð

05:30 Fundi samninganefnda Flugvirkjafélags Íslands og ríkisins, í kjaradeilu flugvirkja hjá Landhelgisgæslunni, sem haldinn var hjá Ríkissáttasemjara í gær lauk án árangurs. Meira »

Bóluefni eru ekki tiltæk

05:30 Ekki er tiltækt í landinu bóluefni gegn lifrarbólgu A og B eins og margir láta sprauta sig með fyrir ferðalög á framandi slóðir. Meira »

Sveitarfélögin taki við

05:30 Best færi á því að forræði sjúkraflutninga yrði að nýju hjá sveitarfélögum líkt og forðum. Þannig yrði tryggt öflugt og samræmt viðbragð á vegum slökkviliðanna. Meira »

Nýju íbúðirnar of dýrar

05:30 Fátt bendir til að skorti á smærri og ódýrari íbúðum miðvæðis á höfuðborgarsvæðinu verði eytt á næstu misserum. Nýjar íbúðir sem eru að koma á markað eru enda of dýrar. Meira »

20 kjarasamningar frá áramótum

05:30 Frá áramótum hefur verið lokið við gerð alls 20 nýrra kjarasamninga, sem samþykktir hafa verið í atkvæðagreiðslum félagsmanna sem þeir ná til. Þetta má lesa út úr yfirliti embættis Ríkissáttasemjara. Meira »

Næturfrost á Norðurlandi

Í gær, 23:54 Það kólnar heldur í veðri næsta sólarhringinn. Von er á norðlægri eða breytileg átt, 5-13 metrum á sekúndu, hvassast vestanlands. Búast má við rigningu með köflum sunnan til en stöku éljum fyrir norðan, einkum inn til landsins. Meira »

Tilkynnt um gasleka

Í gær, 21:44 Tilkynning barst til slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu á níunda tímanum í kvöld um gasleka í Hagkaupum í Garðabæ. Kom tilkynningin frá öryggisvörðum. Meira »

„Þetta var ekki byrjunin á ofbeldinu“

Í gær, 20:13 „Hann passaði að lemja mig alltaf á stöðum sem voru almennt huldir fötum, axlirnar mínar fengu sérstaka útreið. Ég man það vel þar sem mér var oft illt í öxlunum á þessum tíma.“ Þetta er brot út einni af 52 frásögnum sem konur úr #metoo-hópnum „fjölskyldutengsl“ hafa sent frá sér. Meira »

Bílvelta á Bústaðavegi

Í gær, 22:14 Bílvelta varð á Bústaðavegi á tíunda tímanum í kvöld. Lögregla og sjúkraflutningamenn fóru á vettvang en samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði var um minni háttar atvik að ræða og komst bílstjórinn út úr bílnum án aðstoðar. Meira »

Margfaldur Íslands-, Norðurlanda- og Evrópumeistari

Í gær, 20:30 Árný Heiðarsdóttir byrjaði 14 ára að æfa frjálsar íþróttir. Tveimur árum síðar hætti hún þrátt fyrir að hafa átt þess kost að æfa með landsliðinu í frjálsum. Strákarnir og unglingalífið heilluðu meira. Meira »

Sumarvegir flestir ófærir

Í gær, 19:49 Vegir eru víðast hvar greiðfærir samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni en á Norðaustur- og Austurlandi eru hálkublettir eða krap á fáeinum fjallvegum. Meira »
Armbönd
...
Viðeyjarbiblía 1841 til sölu
Til sölu Viðeyjarbiblía frá 1841, upplýsingar í síma 772-2990 eða á netfangið rz...
Rýmingarsala á sumar- og heilsársdekkju
Rýmingarsala á sumar og heilsárdekkjum Fólksbíla-, sendibíla- og vörubíladekkkju...
 
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Aðalfundur Landssambands sumarhúsa...
20739 þróunarsamvinna
Tilkynningar
Auglýst ferli nr. 20739 - Þróunars...
Til leigu nýtt 295 fm atvinnuhúsnæði
Til leigu
Til leigu NÝTT 295 fm atvinnuhúsnæði ...
Ráðstefna
Fundir - mannfagnaðir
Félag löggiltra endurskoðenda ENDURSK...