Starfsmenn skólans slökktu eldinn

Slökkviliðið fór í útkall í Setbergsskóla í hádeginu.
Slökkviliðið fór í útkall í Setbergsskóla í hádeginu. mbl.is/Hjörtur

Talið er að eldur hafi kviknaði á salerni Setbergsskóla í hádeginu. Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað þangað í hádeginu til að reykræsta.

Skólinn var rýmdur af skólastjórnendum og voru allir farnir út þegar slökkviliðið kom á vettvang.

Að sögn slökkviliðsins náðu starfsmenn skólans að slökkva eldinn. Í framhaldinu hringdu þeir á slökkviliðið og óskuðu eftir aðstoð við reykræstingu.

Þó nokkuð mikill reykur var í skólanum og þurfti að opna reyklúgur til að lofta út.

Slökkviliðið lauk störfum klukkan rétt rúmlega eitt, eftir að hafa verið í um fimmtíu mínútur í skólanum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert