Við erum að tala um fólk

Unni Krishnan Karunakara er fræðimaður við Jackson Institute for Global ...
Unni Krishnan Karunakara er fræðimaður við Jackson Institute for Global Affairs við Yale og fyrrum forseti samtakanna Læknar án landamæra. Háskóli Íslands/Kristinn Ingvarsson

Fólk á flótta er ekki eitthvað sem bara Evrópa stendur frammi fyrir heldur allur heimurinn og við megum ekki horfa á flóttafólk sem vandamál eða óskilgreindan sæg fólks (sw­arm of people - orðið sw­arm er oft notað um sveim­ur af fugl­um eða flug­um) heldur sem manneskjur sem þurfa á aðstoð að halda.

Þetta er meðal þess sem kom fram í erindi Unni Krishnan Karunakara fræðimanns við Yale-háskóla og fyrrverandi forseta samtakanna Læknar án landamæra (MédecinsSansFrontières, MSF) á alþjóðlegri ráðstefnu Höfða friðarseturs í gær.

Karunakara hefur meðal annars unnið í Eþíópíu, Azerbaijan, Bangladess og Austur-Kongó auk þess að hafa sinnt rannsóknum og kennt í fjölmörgum háskólum víða um heim. Í byrjun erindisins ræddi hann um áhyggjur sem hann hefði af stöðu mála í heiminum eftir að hafa verið Washington og á Indlandi að undanförnu. Hann var nýverið við störf í Austur-Kongó.

AFP

Hryðjuverkaógn ræður för

Hann segir mikilvægt að hafa manngæsku í huga því allir eigi sama rétt til lífs hvar sem viðkomandi býr. Í dag sé staðan sú að hryðjuverkaógn eða hræðsla við hryðjuverk er látin réttlæta mannréttindabrot víða um heim. 

Karunakara tók landamæri Evrópu sem dæmi þar að lútandi. Þar sé fólk sem er fórnarlömb hörmunga glæpavætt. Til að mynda á landamærum Bretlands og Danmörku. Þegar hann hafi unnið fyrir MSF hafi verið litið upp til ríkja Evrópu, svo sem Danmörku og Noreg, varðandi mannréttindamál en í dag er því ekki þannig farið. Stjórnvöld þessara ríkja sem og annarra á evrópska efnahagssvæðinu megi ekki gleyma því að þau eigi aðild að flóttamannasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Flóttamenn eru þeir sem sæta ofsóknum í heimalandi sínu eða eiga þar hættu á dauðarefsingu, pyntingum eða ómannúðlegri eða vanvirðandi meðferð eða refsingu.

Heimurinn hefur brugðist þessu fólki

„Þetta er ekki bara vandamál Evrópu heldur alls heimsins og þrátt fyrir að þetta sé að gerast í Evrópu þá tel ég að allur heimurinn hafi brugðist,“ segir Karunakara og bætir við að nausynlegt sé, ef tala eigi um frið, að veita fólki stöðu sem manneskjur ekki ópersónulegs fjölda. Því þetta sé fólk sem er að reyna að lifa af.

Ekki sægur heldur manneskja.
Ekki sægur heldur manneskja. AFP

Unni Krishnan Karunakara segir að margt hafi breyst á undanförnum árum og nefndi sem dæmi að flest þeirra ríkja sem eigi aðild að öryggisráði Sameinuðu þjóðanna taki þátt í að sprengja sjúkrahús í Sýrlandi og víðar. Stofnanir SÞ séu ekki að gegna skilgreindu hlutverki sínu og þær standi ekki vaktina fyrir mannréttindi í heiminum í dag. Genfarsáttmálinn sé virtur að vettugi og enginn bregðist við af fullri alvöru þrátt fyrir að svo sé. 

Frá sjúkrahúsinu í Kunduz
Frá sjúkrahúsinu í Kunduz AFP

Fyrir tveimur árum var sjúkrahús MSF í Kunduz í Afganistan sprengt upp af Bandaríkjaher en þar létust um 40 manneskjur. Skipti þar engu að MSF starfar án þess að taka afstöðu til stríðandi fylkinga og hafi áður notið sérstöðu fyrir hlutleysi sitt. Nú sé enginn óhultur. Flóttamenn úr hópi rohingja séu sendir aftur til Búrma af nágrannaríkjum sem þeir hafa flúið til vegna ofsókna í heimalandinu.

„Hvernig er hægt að réttlæta endursendingu rohingja til Búrma ég bara spyr?“ segir Unni Krishnan Karunakara.

Á meðan er endalaust verið að ræða viðbrögð við hinu og þessu hjá alþjóðlegum stofnunum Sameinuðu þjóðanna en ekkert gert til þess að komast að rót vandans og vinna á honum, segir hann. 

mbl.is

Innlent »

Þrjár björgunarsveitir kallaðar út

21:26 Þrjár björgunarsveitir voru kallaðar út fyrr í kvöld til að sinna vegfarendum á Mývatns- og Möðrudalsöræfum og Vopnafjarðarheiði. Meira »

Lömuð eftir fall í Malaga

21:01 Söfnun er hafin fyrir Sunnu Elviru Þorkelsdóttur sem liggur illa slösuð á sjúkrahúsi í Malaga á Spáni eftir að hafa fallið á milli hæða innanhúss. Meira »

Skapa hættu og hafa lítinn tilgang

20:40 „Hraðahindranir sem settar eru þannig niður að unnt sé að sneiða hjá þeim hafa lítinn tilgang og skapa jafnvel hættu,“ svo segir í svari Samgöngustofu við fyrirspurn mbl.is um hraðahindranapúða sem er að finna víða. Þá eru vísbendingar um að þeir valdi skemmdum á fjöðrunarbúnaði bíla. Meira »

Óskaði eftir upplýsingum

20:12 Umboðsmaður Alþingis ritaði bréf til dómsmálaráðherra 8. janúar þar sem hann óskaði eftir upplýsingum vegna skipunar hennar á dómurum í Landsrétti. Þetta gerði hann til að undirbúa sig fyrir fund sem hann var boðaður á hjá stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis 18. janúar. Meira »

Ekki í leikfimi af ótta við myndatökur

20:03 Brynhildur Björnsdóttir og Þórdís Elva Þorvaldsdóttir skoða flókinn veruleika ungs fólks í nýrri mynd.  Meira »

Tryggði réttinn á Ísafirði

19:30 Skíðasvæðið á Ísafirði komst óvænt í heimsfréttirnar um helgina þegar Pita Taufatofua, sem var fánaberi Tonga og keppandi í taekwondo á Ólympíuleikunum í Río de Janeiro í Brasilíu 2016, keppti þar í 10 km göngu á fismóti á Ísafirði og tryggði sér þátttökurétt á Vetrarólympíuleikunum. Meira »

Umræða um dánaraðstoð verði aukin

18:20 Þingmenn sjö stjórnmálaflokka á Alþingi eru flutningsmenn þingsályktunartillögu um dánaraðstoð.  Meira »

Nýir möguleikar að prenta líffæri

18:39 Nýir möguleikar opnast á notkun þrívíddarprentaðra líffæra við undirbúning skurðaðgerða og við fjölbreyttar rannsóknir og prófanir, með tilkomu nýs og fullkomins þrívíddarprentara sem tekinn var í notkun á heilbrigðistæknisetri Háskólans í Reykjavík og Landspítala Háskólasjúkrahúss í dag. Meira »

Vegir lokaðir fyrir norðan

18:19 Vegirnir um Öxnadalsheiði og Víkurskarð eru lokaðir. Veginum um Mývatns- og Möðrudalsöræfi var lokað klukkan 18. Ófært er um Dalsmynni, Hólasand og Dettifossveg en þungfært inn í Fnjóskadal. Meira »

Lögleg lyf drepa fleiri en ólögleg

18:10 Megi vandi vegna ávanabindandi lyfja á Íslandi verður ekki leystur nema settar verði meiri skorður á aðgengi einstaklinga að ávísunum og önnur úrræði efld, segir Ólafur B. Einarsson, verkefnastjóri hjá Embætti landlæknis. Hér á landi eru það löglegu lyfin sem draga fólk til dauða oftar en ólöglegu. Meira »

Festu bíla sína á Fjarðarheiði

18:04 Björgunarsveit frá Seyðisfirði aðstoðaði fólk sem hafði fest bíla sína á Fjarðarheiði, milli Egilsstaða og Seyðisfjarðar, í morgun vegna ófærðar. Meira »

Segir íbúa Vestmannaeyja í fjötrum

17:30 „Ég veit að fólk sem er sjóveikt fer ekki þessa leið án þess að geta lagst í koju,“ sagði Karl Gauti Hjaltason, þingmaður í Flokki fólksins, á Alþingi í dag. Hann spurði samgönguráðherra um aðbúnað í norsku bílferjunni Bodø sem leysir Herjólf af næstu tvær vikur. Meira »

Félagsmenn GKG uggandi yfir tillögum

17:10 Stjórn Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar, GKG, ætlar að halda almennan félagsfund í kvöld í ljósi þess að nýverið voru kynntar niðurstöður samkeppni um nýtt aðalskipulag Garðabæjar. Meira »

Pólitískur hávaði og skrípaleikur

16:28 „Mér er ekki ennþá ljóst eftir hvaða upplýsingum og gögnum stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd ætlar að kalla eða hvaða staðreyndir hún ætlar að fá fram sem ekki eru þegar komnar fram í Hæstaréttarmálinu,“ sagði Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, í umræðum á Alþingi í dag. Meira »

Skoðun Jóns Þórs ekkert nýtt

16:18 „Það er málefnalegt að allur þingheimur hafi allt sem allur þingheimur þarf til að taka upplýsta ákvörðun um það hvort þetta þing treystir þessum ráðherra. Það að grafa undan því í einhverjum pólitískum tilgangi til þess að koma sér undan eigin ábyrgð er algjört hneyksli. Það er algjörlega óboðlegt.“ Meira »

Rósa Björk varaforseti Evrópuráðsþingsins

16:28 Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, var kosin einn af varaforsetum Evrópuráðsþingsins, á fundi þingsins sem stendur nú yfir í Strassborg. Meginhlutverk varaforseta er að stýra þingfundum í fjarveru þingforseta en á þinginu sitja 318 þingmenn sem fulltrúar um 800 milljóna Evrópubúa. Meira »

„Hluti af því að vera lykilstarfsmaður“

16:23 Sambærileg lán höfðu verið veitt til félaga í eigu starfsmanna áður en Lárus Welding hóf störf hjá bankanum. Þetta er á meðal þess sem kom fram við vitnaleiðslur í markaðsmisnotkunarmáli Glitnis í Héraðsdómi Reykjavíkur eftir hádegi í dag. Meira »

Minnst matarsóun hjá yfir 60 ára

15:57 Um 75% þeirra sem tóku þátt í könnun Umhverfisstofnunar síðasta haust á viðhorfi Íslendinga til matarsóunar reyna að lágmarka matar- og drykkjarsóun. Hlutfallið er mjög svipað og mældist í sambærilegri könnun sem var framkvæmd haustið 2015. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Bátakerru stolið
Þessari kerru var stolið um Hvítasunnuhelgina í bryggjuhverfinu í Reykjavík. Þei...
INTENSIVE ICELANDIC, ENGLISH & NORWEGIAN f. foreigners - ÍSLENSKA f.útl - ENSKA - NORSKA
START/BYRJA: 2018: 5/2, 5/3, 2/4, 30/4, 28/5, 25/6 - (HOLIDAY/FRÍ: 18/7-21/8) 3...
 
Breytt deiliskipulag arnarfelli
Fundir - mannfagnaðir
Auglýsing Breytt deiliskipulag að ...
Lausafjáruppboð
Nauðungarsala
Lausafjáruppboð Einnig birt á www.naud...
Vantar þig trésmið
Iðnaðarmenn
Vantar þig trésmið? Úrræðagóður húsa...
Uppboð
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...