Ekki var farið eftir hæfnismati

Dómkirkjan.
Dómkirkjan. mbl.is/Eggert

Hlutkesti réð úrslitum þegar ákvörðun var tekin um það hver umsækjenda um prestsembætti við Dómkirkjuna yrði ráðinn. Ekki var stuðst við fyrirliggjandi hæfnismat.

Tvívegis voru greidd atkvæði án niðurstöðu og féllu þau á þrjá umsækjendur, Vigfús Bjarna Albertsson, Elínborgu Sturludóttur og Evu Björk Valdimarsdóttur.

Að lokum var ákveðið að láta hlutkesti ráða og varð þá Eva Björk fyrir valinu. Þetta hefur Morgunblaðið eftir traustum heimildum, að því er segir í umfjöllun blaðsins um valið.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert