Kynnir aðgerðaráætlun um kynferðisbrot

Sigríður Andersen.
Sigríður Andersen. mbl.is/Eggert

Sigríður Andersen dómsmálaráðherra mun í næstu viku leggja fram aðgerðaráætlun um bætta meðferð kynferðisbrota. Þetta tilkynnti hún á málþingi á vegum Femínistafélags Háskóla Íslands í dag. 

„Aðgerðaráætlunin er afrakstur vinnu samstarfshóps sem innanríkisráðherra setti á laggirnar í mars á síðasta ári. Starfshópnum var falið að taka til skoðunar ábendingar sem hafa komið fram almennt um það sem betur má fara varðandi kynferðisbrot og leggja fram tillögur til að koma til móts við ábendingarnar. Ég er búin að fá í hendurnar drög að áætluninni en hún lítur að rannsakendum, ákæruvaldi, dómstólunum, fórnarlömbum og sakborningum,“ segir Sigríður í samtali við mbl.is

Hafði hugsað sér að gefa endanlega áætlun út í nóvember

„Ég ætla að kynna drögin í næstu viku, hún verður lögð fram til umsagnar til að byrja með og síðan hafði ég hugsað mér að gefa áætlunina út í nóvember. Þá myndi hún fara í kostnaðarmat þannig að ég sá fyrir mér að það væri hægt að leggja fram endanlegt plagg í nóvember eða desember. Aðgerðirnar skiptast í tvo flokkar, annars vegar aðgerðir sem hægt verður að fara í strax þar sem að þær kosta ekki mikið og lúta að verklagi og hins vegar aðgerðir sem krefjast meiri vinnu og verður hægt að fara í á næstu árum.“

Vill skýra hlutverk réttargæslumanna

Aðspurð um það hvort að breyta þurfum lögum er varða málaflokkinn segir Sigríður að aðgerðaráætlunin snúist um aðgerðir sem hægt er að fara í innan þeirra laga sem við höfum. „Það þarf ekki alltaf að breyta lögum, en það þarf kannski að endurskoða vinnu innan laganna. Ég get tekið sem dæmi samræmt verklag við móttöku fórnarlamba á spítölum. Ég veit til þess að það er kominn vísir af slíku verklagi á neyðarmóttöku Landspítalans en ég hugsa að það sé að einhverju leyti sjálfsprottið. En það þurfa auðvitað að vera til staðar svona verkferlar á öllum heilbrigðisstofnunum landsins þannig að sama þjónusta sé veitt allstaðar. Eins mætti nefna réttargæslumenn, það er kveðið á um það í lögum að þolendur kynferðisbrota eigi rétt á réttargæslumanni en það er mismunandi hvernig störfum réttargæslumanna er háttað og það þyrfti að samræma störf þeirra og setja verklag sem þeir vinna eftir til að tryggja það að þolendur fái raunverulega eitthvað út úr því að vera með réttargæslumenn.“

Afgreiðsla kynferðisbrota allt önnur í dag en fyrir tíu árum

„Það var mikil samstaða um það á fundinum að málaflokkurinn ætti að vera í forgangi en það komu jafnframt ábendingar um að ekkert hefði gerst í málaflokknum. Það verður að hafa í huga hvað þær ábendingar varðar að það hefur orðið mikil breyting í kerfinu undanfarinn áratug og gífurleg viðhorfsbreyting. Afgreiðsla kynferðisbrota í dag er allt önnur en hún var bara fyrir tíu árum, forgangur hjá lögreglu, það er komin sérstök deild fyrir rannsókn á kynferðisbrotum sem var ekki til staðar áður og það er verið að gera mjög mikið. Menn mega ekki missa sjónar á því að það þarf líka að trygga landsbyggðina hvað þetta varðar.“

mbl.is

Innlent »

Vildi fá ennþá hærra lán

13:25 Enginn vafi er í huga Jóhannesar Baldurssonar, eins ákærðra í markaðsmisnotkunarmáli Glitnis, um að lán til hans sjálfs og þrettán annarra starfsmanna hefðu verið liður í nýrri starfskjarastefnu stjórnar. Þorsteinn Már Baldvinsson, stjórnarformaður, hafði verið gagnrýninn á kaupréttarsamninga. Meira »

Aftur snúið frá Akureyri til Keflavíkur

13:23 Boeing 737 vél Enter Air sem átti að lenda á Akureyrarflugvelli núna um klukkan 13 í dag hefur verið snúið til Keflavíkur, en þetta er annað flugið af þremur hjá flugfélaginu á síðustu viku sem endar í Keflavík í stað Akureyrar. Meira »

Viðamiklar breytingar á umferðarlögum

12:44 Heildarendurskoðun umferðarlaga felur í sér viðamiklar og margar breytingar. Á meðal nýjunga í áformuðu lagafrumvarpi eru ákvæði um lækkun leyfislegs magns áfengis í blóði ökumanna, ákvæði um snjalltæki verði skýrt og endurbætt og að hámarkssektarfjárhæð verði hækkuð í 500 þúsund krónur. Meira »

Trúi ekki að neinn langi að rífa sundhöllina

12:42 „Ég geri varla annað en að samþykkja beiðnir um inngöngu,“ segir Ragnheiður Elín Árnadóttir, fyrrverandi ráðherra, sem stofnaði í gær Facebook-hópinn Björgum sundhöll Kelfavíkur og í dag eru félagarnir orðnir tæplega 900. Hún segist trúa því að innst inni langi engan að rífa húsið. Meira »

Nóg að gera hjá Guðna í Svíþjóð - myndir

12:03 Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og Eliza Reid forsetafrú höfðu í nógu að snúast í opinberri heimsókn sinni í Svíþjóð í gær. Eliza flutti ávarp á morgunfundi og heimsótti Barnahús og Guðni fyrirlestur við stjórnmálafræðideild Stokkhólmsháskóla. Meira »

Vilja auka umferðaröryggi við Vík

11:44 „Við ætlum að berjast fyrir bættu um umferðaröryggi. Umferðin hefur fimmfaldast á síðustu árum á svæðinu og litlar sem engar úrbætur hafa verið gerðar,“ segir Bryndís Harðardóttir sem situr í stjórn samtakanna Vinir vegfarandans, um bætt umferðaröryggi í Mýrdalnum. Meira »

Blindaðist af sólinni og klessti á

10:59 Harður árekstur varð í vikunni í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum þegar bifreið var ekið aftan á aðra sem var að nálgast gatnamót á hægri ferð. Ökumaður fyrrnefndu bifreiðarinnar hafði blindast af sólinni sem var lágt á lofti og því fór sem fór. Meira »

Starfsmenn „suðuðu“ um hlutabréf

11:05 „Ég var með allar mínar eignir undir í þessum hlutabréfum í bankanum, sem mér fannst vera mjög góð ráðstöfun á þessum tíma, enda hafði ég trú á því sem var að gerast í þessu fyrirtæki,“ sagði Ingi Rafnar Júlíusson, fyrrverandi forstöðumaður verðbréfamiðlunar Glitnis, í vitnisburði sínum í héraðsdómi Meira »

Taktu vitsmunapróf Trumps

10:48 Forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, sýnir engin merki sem gefa tilefni til þess að efast um andlegt heilsufar hans og er almennt séð við frábæra heilsu að sögn læknis hans. Meira »

Þórir fréttastjóri miðla Vodafone

10:42 Þórir Guðmundsson hefur verið ráðinn fréttastjóri Stöðvar 2, Bylgjunnar og vísir.is. Þórir starfaði sem fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, fyrst á árunum 1986 til 1999 og svo á árunum 2005 til 2008. Meira »

Sækist eftir 3.-4. sæti á Seltjarnarnesi

10:17 Guðmundur Helgi Þorsteinsson sækist eftir 3. til 4. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins á Seltjarnarnesi.   Meira »

Fyrirtækið ekki þurft að bera ábyrgð

10:09 Jökulsárlónsmálið er komið á enda í réttarkerfinu eftir tæplega tveggja og hálfs árs málsmeðferð en ábyrgð fyrirtækisins, sem á og rekur bátinn, virðist lítil sem engin. Þetta segir Michael Boyd sem missti eiginkonu sína í slysinu. Hann hefur enga afsökunarbeiðni fengið vegna slyssins. Meira »

Brýnt að greina stöðu barna

09:20 Umboðsmaður barna telur brýnt að efla stefnumótun á mörgum sviðum sem tengjast börnum. Grunnur að því sé greining á stöðu barna í íslensku samfélagi. Þetta kom fram í samræðum umboðsmanns, Salvarar Nordal, og forsætisráðherra, Katrínar Jakobsdóttur, í gær. Meira »

Varað við tjörublæðingum

07:04 Vegagerðin varar við tjörublæðingum á veginum milli Jökulsárlóns og Hafnar í Hornafirði.   Meira »

Aron Leví endurkjörinn formaður

05:43 Aron Leví Beck var endurkjörinn formaður Hallveigar, félags ungra jafnaðarmanna í Reykjavík, í gærkvöldi.  Meira »

Ályktað um aðflug

09:12 Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar samþykkti á fundi sínum að taka undir bókun Ferðamálafélags Eyjafjarðar um að tryggja þurfi öruggt aðflug að Akureyrarflugvelli. Meira »

Bara leiðindaveður í kortunum

05:54 Í spákortum Veðurstofu Íslands fyrir næstu viku sést bara leiðindaveður og bætir veðurfræðingur við „og ekki orð um það meir,“ í hugleiðingum sínum á vef Veðurstofunnar í morgun. Veðrið er aftur á móti ágætt í dag og á morgun. Meira »

Aðstoðuðu fiskflutningabíl í vanda

05:40 Björgunarfélag Ísafjarðar var kallað út í gærkvöldi til þess að aðstoða við að tæma fulllestaðan flutningabíl sem hafði lent utan vegar. Um fiskflutningabíl var að ræða. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Ford Escape til sölu
Til sölu Ford Escape jeppi, benzín, árgerð 2007, ekinn 193.000km. Ekkert ryð, ve...
Lok á heita potta
Lok á heita potta og hitaveitu- skeljar Stærðir í cm: 200x200, 210x210, 220x220,...
BÍLAKERRUR BÍLKERRUR STURTUKERRUR
Vinsælu ANSSEMS og HULCO fjölnotakerrurnar, sjá fjölda mynda bæði á bland.is og ...
TIL LEIGU Í 101
Björt 110 m2 , 3-4 herbergja íbúð, í 101 til leigu. Mikil lofthæð ,gott útsýn...
 
Aukatekjur vikulega
Önnur störf
Aukatekjur Morgunblaðið vantar fólk ...
Endurskoðun aðalskipulags
Tilkynningar
Endurskoðun aðalskipulags Akraness Alm...
Breytt deiliskipulag arnarfelli
Fundir - mannfagnaðir
Auglýsing Breytt deiliskipulag að ...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, for...