Nýtt íþróttahús og sundhöll

Hugmyndir eru uppi um að byggja nýtt íþróttahús á milli …
Hugmyndir eru uppi um að byggja nýtt íþróttahús á milli útisundlaugarinnar og Akraneshallarinnar. Sundhöll er teiknuð lengst til hægri. Teikning/ASK arkitektar

Starfshópur um áframhaldandi uppbyggingu íþróttaaðstöðu á Jaðarsbökkum á Akranesi hefur kynnt hugmyndir sínar.

Þar er gert ráð fyrir byggingu nýs íþróttahúss á milli Akraneshallarinnar og útisundlaugarinnar og nýrri 8 brauta innisundlaug við hlið núverandi sundlaugar. Myndu þessi mannvirki mynda eina heild við íþróttaleikvanginn.

Hugmyndirnar voru kynntar í bæjarráði fyrir skömmu og var starfshópnum falið að vinna áfram og skila áfangaskýrslu fyrir 1. desember. Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri á Akranesi, segir gert ráð fyrir að hópurinn skili endanlegum tillögum á nýju ári. Kostnaður við uppbyggingu samkvæmt tillögunum yrði um 2,1 milljarður króna, að því er fram kemur í umfjöllun um áform þessi í Morgunblaðinu í dag.

Aðalleikvangur Skagamanna og knattspyrnuhús eru á Jaðarsbökkum ásamt útisundlaug. Áhugi …
Aðalleikvangur Skagamanna og knattspyrnuhús eru á Jaðarsbökkum ásamt útisundlaug. Áhugi er á að byggja frekar upp á svæðinu. Teikning/ASK arkitektar



Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert